Eldskírn í bakverði í sex stiga fallslag: „Var bara frábær í þessum leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Óli Valur í baráttunni við Ægi Jarl Jónasson, leikmann KR. Vísir/Hulda Margrét Hinn ungi og efnilegi Óli Valur Ómarsson lék í stöðu hægri bakvarðar í fallslag Stjörnunnar og Fylkis í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Óli Valur, sem leikur vanalega mun framar á vellinum, stóð sig með sóma en farið var yfir frammistöðu hans í Stúkunni að leik loknum. „Mér fannst hann ógnandi, vildi fá boltann og fara á Óla Val Ómarsson í hægri bakvarðarstöðunni. Hann var að reyna og manni fannst gusta um hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, um innkomu Djair Terraii Carl Parfitt-Williams í Fylkisliðið í gær. Óli Valur hafði ekki átt í miklum vandræðum framan af leik en Djair var erfiður viðureignar. Það dugði þó ekki til þar sem Stjarnan vann 2-0 sigur á endanum. „Hér sjáum við einmitt Óla Val sem spilaði í hægri bakverði og það var talað um þetta fyrir leikinn, ungur strákur kominn í hægri bakvörðinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en hann spurði Mána Pétursson, sérfræðing, hvernig honum hefði fundist Óli Valur standa sig. „Óli Valur var bara frábær í þessum leik. Það kemur allt öðruvísi ógn frá honum fram á við heldur en frá Heiðari (Ægissyni, sem spilar venjulega í bakverði Stjörnunnar). Hann var eini sinni tekinn í leiknum, Djair tók hann og skildi hann eftir. Annars réð hann bara við allt sem þeir sendu á hann. Einu áhyggjurnar sem ég haf honum í varnarleik er þegar menn ákveða að setja stóran mann á móti honum og skrúfa boltann þangað. Ég hef ekki áhyggjur af honum einn á einn eða að einhver hlaupi framhjá honum,“ sagði Máni um frammistöðu Óla Vals í leiknum. „Við tókum meira eftir honum þegar Djair kom inn á. Daði (Ólafsson) var þarna úti vinstra megin fyrstu 60 mínútur og hann er ekki leikmaður sem fer mikið á varnarmenn, einn á einn. Djair var að reyna, það reyndi því meira á Óla Val í þessum stöðum. Leysti það vel en maður sá líka að það voru merki á honum að hann væri nýr í þessari stöðu og pínulítið tæpur,“ bætti Atli Viðar Björnsson við að endingu. Stjarnan vann eins og áður sagði gríðar mikilvægan 2-0 sigur og lyfti sér aðeins frá fallsvæðinu. Nú munar fimm stigum á Stjörnunni og HK sem situr í 11. sæti Pepsi Max deildarinnar. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um nýjan hægri bakvörð Stjörnunnar Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. 24. ágúst 2021 08:31 „Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. 23. ágúst 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
„Mér fannst hann ógnandi, vildi fá boltann og fara á Óla Val Ómarsson í hægri bakvarðarstöðunni. Hann var að reyna og manni fannst gusta um hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, um innkomu Djair Terraii Carl Parfitt-Williams í Fylkisliðið í gær. Óli Valur hafði ekki átt í miklum vandræðum framan af leik en Djair var erfiður viðureignar. Það dugði þó ekki til þar sem Stjarnan vann 2-0 sigur á endanum. „Hér sjáum við einmitt Óla Val sem spilaði í hægri bakverði og það var talað um þetta fyrir leikinn, ungur strákur kominn í hægri bakvörðinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en hann spurði Mána Pétursson, sérfræðing, hvernig honum hefði fundist Óli Valur standa sig. „Óli Valur var bara frábær í þessum leik. Það kemur allt öðruvísi ógn frá honum fram á við heldur en frá Heiðari (Ægissyni, sem spilar venjulega í bakverði Stjörnunnar). Hann var eini sinni tekinn í leiknum, Djair tók hann og skildi hann eftir. Annars réð hann bara við allt sem þeir sendu á hann. Einu áhyggjurnar sem ég haf honum í varnarleik er þegar menn ákveða að setja stóran mann á móti honum og skrúfa boltann þangað. Ég hef ekki áhyggjur af honum einn á einn eða að einhver hlaupi framhjá honum,“ sagði Máni um frammistöðu Óla Vals í leiknum. „Við tókum meira eftir honum þegar Djair kom inn á. Daði (Ólafsson) var þarna úti vinstra megin fyrstu 60 mínútur og hann er ekki leikmaður sem fer mikið á varnarmenn, einn á einn. Djair var að reyna, það reyndi því meira á Óla Val í þessum stöðum. Leysti það vel en maður sá líka að það voru merki á honum að hann væri nýr í þessari stöðu og pínulítið tæpur,“ bætti Atli Viðar Björnsson við að endingu. Stjarnan vann eins og áður sagði gríðar mikilvægan 2-0 sigur og lyfti sér aðeins frá fallsvæðinu. Nú munar fimm stigum á Stjörnunni og HK sem situr í 11. sæti Pepsi Max deildarinnar. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um nýjan hægri bakvörð Stjörnunnar Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. 24. ágúst 2021 08:31 „Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. 23. ágúst 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. 24. ágúst 2021 08:31
„Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. 23. ágúst 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10