Látum markaðinn ráða – en ekki Sjálfstæðisflokkinn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum. Átakalínurnar milli stjórnmálaflokka eru hvergi skýrari en hér. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír styðja allir óbreytt ástand um sjávarútveginn. Og í aðdraganda kosninga fara frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nú fram á ritvöllinn með þau skilaboð að breytingar á þessu kerfi væru af hinu vonda. Spurningin er hins vegar: Vondar fyrir hverja? Sjálfstæðisflokkurinn, sem í orði kveðnu er flokkur markaðarins, berst hvergi harðar en í þessum málaflokki gegn markaðsleið og vill þess í stað að stjórnmálin ákveði hversu hátt veiðigjald eigi að vera fyrir afnot af fiskimiðunum. Varðstaða um þetta kerfi getur aldrei þjónað almannahagsmunum. Hagsmunum hverra er þjónað? Nýlega hafa þeir Páll Magnússon fráfarandi þingmaður og Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins vikið að stöðu Sjálfstæðisflokksins og báðir nefnt sjávarútvegsmálin sérstaklega í því sambandi. Páll Magnússon sagði í viðtali að hann teldi meginskýringu á stöðu flokksins vera trúverðugleikavanda. Vilhjálmur sagði í grein að vandi flokksins fælist einna helst í því að hann væri eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för. Hagkvæmnin sem Vilhjálmur setur í gæsalappir er vitaskuld hagkvæmni stórútgerðarinnar sem greiðir gjafaverð fyrir afnot af fiskmiðunum. Stundum eru hlutirnir nefnilega ekki flóknari en þeir virðast. Eðlilegt markaðsgjald Stefna Viðreisnar er að greitt verði eðlilegt markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Það er hin skynsama leið, það er hin réttláta leið og það er hin trúverðuga leið sem getur skapað sátt um sjávarauðlindina. Sátt sem sárlega vantar. Þetta er sanngjörn leið fyrir þjóðina, fyrir sjómenn og felur einnig í sér sanngjarnar leikreglur fyrir útveginn. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans sé settur á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskmiðunum, sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Á sama tíma skapar þessi leið öryggi og fyrirsjáanleika í greininni, því nýtingarsamningar yrðu gerðir til langs tíma. Stefna Viðreisnar er jafnframt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá um að afnot af þjóðareigninni verði tímabundin og að fyrir afnot af fiskimiðunum skuli greiða eðlilegt markaðsgjald. Ef stjórnarskráin er skýr um að afnot af fiskimiðunum geti aðeins fengist með tímabundnum samningum fær orðið þjóðareign loks áþreifanlega merkingu. Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu pólitíska samhengi. Það er reyndar athyglisvert til þess að hugsa að tímabinding réttinda er rauði þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á öðrum náttúruauðlindum í þjóðareign. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um úthlutun úr sjávarauðlindinni. Hvað þýðir óbreytt ástand? Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa allir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu ríkisstjórnarsamstarfi áfram. Þessir flokkar eru samstiga í sjávarútvegsmálum og óbreytt samstarf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu mikla réttlætismáli. Miklu skiptir að þjóðin fái sanngjarnan hlut af verðmætum fiskimiðanna. Við eigum að nýta tækifærin í sjávarútveginum betur. Það verður ekki gert með neinum kollsteypum. Kerfið þarf hins vegar að vera sanngjarnt og mikilvægasti liðurinn í því er að þjóðin fái sinn hlut. Og það er best gert með því að setja kvótann á markað og með því að verja þjóðeignina í stjórnarskrá. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum. Átakalínurnar milli stjórnmálaflokka eru hvergi skýrari en hér. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír styðja allir óbreytt ástand um sjávarútveginn. Og í aðdraganda kosninga fara frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nú fram á ritvöllinn með þau skilaboð að breytingar á þessu kerfi væru af hinu vonda. Spurningin er hins vegar: Vondar fyrir hverja? Sjálfstæðisflokkurinn, sem í orði kveðnu er flokkur markaðarins, berst hvergi harðar en í þessum málaflokki gegn markaðsleið og vill þess í stað að stjórnmálin ákveði hversu hátt veiðigjald eigi að vera fyrir afnot af fiskimiðunum. Varðstaða um þetta kerfi getur aldrei þjónað almannahagsmunum. Hagsmunum hverra er þjónað? Nýlega hafa þeir Páll Magnússon fráfarandi þingmaður og Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins vikið að stöðu Sjálfstæðisflokksins og báðir nefnt sjávarútvegsmálin sérstaklega í því sambandi. Páll Magnússon sagði í viðtali að hann teldi meginskýringu á stöðu flokksins vera trúverðugleikavanda. Vilhjálmur sagði í grein að vandi flokksins fælist einna helst í því að hann væri eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för. Hagkvæmnin sem Vilhjálmur setur í gæsalappir er vitaskuld hagkvæmni stórútgerðarinnar sem greiðir gjafaverð fyrir afnot af fiskmiðunum. Stundum eru hlutirnir nefnilega ekki flóknari en þeir virðast. Eðlilegt markaðsgjald Stefna Viðreisnar er að greitt verði eðlilegt markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Það er hin skynsama leið, það er hin réttláta leið og það er hin trúverðuga leið sem getur skapað sátt um sjávarauðlindina. Sátt sem sárlega vantar. Þetta er sanngjörn leið fyrir þjóðina, fyrir sjómenn og felur einnig í sér sanngjarnar leikreglur fyrir útveginn. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans sé settur á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskmiðunum, sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Á sama tíma skapar þessi leið öryggi og fyrirsjáanleika í greininni, því nýtingarsamningar yrðu gerðir til langs tíma. Stefna Viðreisnar er jafnframt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá um að afnot af þjóðareigninni verði tímabundin og að fyrir afnot af fiskimiðunum skuli greiða eðlilegt markaðsgjald. Ef stjórnarskráin er skýr um að afnot af fiskimiðunum geti aðeins fengist með tímabundnum samningum fær orðið þjóðareign loks áþreifanlega merkingu. Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu pólitíska samhengi. Það er reyndar athyglisvert til þess að hugsa að tímabinding réttinda er rauði þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á öðrum náttúruauðlindum í þjóðareign. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um úthlutun úr sjávarauðlindinni. Hvað þýðir óbreytt ástand? Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa allir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu ríkisstjórnarsamstarfi áfram. Þessir flokkar eru samstiga í sjávarútvegsmálum og óbreytt samstarf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu mikla réttlætismáli. Miklu skiptir að þjóðin fái sanngjarnan hlut af verðmætum fiskimiðanna. Við eigum að nýta tækifærin í sjávarútveginum betur. Það verður ekki gert með neinum kollsteypum. Kerfið þarf hins vegar að vera sanngjarnt og mikilvægasti liðurinn í því er að þjóðin fái sinn hlut. Og það er best gert með því að setja kvótann á markað og með því að verja þjóðeignina í stjórnarskrá. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun