Dóta- og dýradagarnir Hildur Sverrisdóttir skrifar 22. ágúst 2021 07:01 Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þeirri sorgarsögu húsnæðismála sem gamli skólinn minn hefur gengið í gegn um undanfarin misseri. Í þeirri sögu má tína mýmargt til sem augljóslega hefði getað farið miklu betur hjá borgaryfirvöldum en ég vil sérstaklega staldra við ábyrgðarleysið sem flokkarnir í meirihluta hafa orðið uppvísir að. Grafarþögn þeirra allra gagnvart málinu er ærandi. Það er svo sem gömul saga og ný að stjórnmálamenn kjósi að hlaupa í felur og freista þess að storminn lægi án þess að þurfa að kljást við hann. En það verður að viðurkennast að það er sérstaklega áberandi með meirihluta núverandi borgarstjórnar. Það er því umhugsunarefni hvort freistnin í að láta sig hverfa sé meiri þegar um fjölflokka meirihluta er að ræða og ábyrgðin dreifðari. Allir flokkarnir sem stýra borgarstjórn; Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn, gefa sig almennt út fyrir að bera hag fólks fyrir brjósti. En hvernig má þá vera að í þessu máli hafi hag nemenda, foreldra og kennara verið kastað af forgangslistanum með endalausum kauðslegum vinnubrögðum og að ekkert þeirra virðist vilja stinga út nefinu til að bera á því ábyrgð. Pólitísk ábyrgð er einn dýrmætasti öryggisventill stjórnmálanna. Það góða við þann öryggisventil er að þótt stjórnmálafólkið kjósi að forðast hann er það fólkið sjálft sem ákveður með atkvæði sínu hvar ábyrgðin liggur og hverjir standi undir henni. Við göngum til alþingiskosninga eftir mánuð. Flokkarnir sem skipa meirihluta borgarstjórnar telja sig væntanlega þess verðuga að fá góða kosningu í þeim kosningum. Einhverjir tala jafnvel um að Íslandi sé best borgið með ríkisstjórn einmitt þessara flokka og jafnvel fleiri flokka af vinstri vængnum ef til þarf. Það verður að viðurkennast að það lofar ekki sérstaklega góðu þegar þeir standa engan veginn undir máli sem þessu og hrökkva svo í kút og felur. Þó málið sé risastór sorgarsaga vondra vinnubragða var viðfangsefnið nú upphaflega ekki flóknara en rakaskemmdir í einni byggingu. Það er vont að ætla alltaf að mæta eldhress með myndavélar á lofti í stuðið á dótadögunum en láta svo eins og trámatíseruð gæludýrin komi sér ekki við eftir mislukkaðan dýradag. Það á ekki að vera í boði að tala fjálglega um almannahag en axla svo enga ábyrgð þegar hlutirnir fara hrapalega úrskeiðis. Á skólalóðinni í Fossó var einfaldlega talað um að þá væri maður súkkulaði. Höfundur skipar 2. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þeirri sorgarsögu húsnæðismála sem gamli skólinn minn hefur gengið í gegn um undanfarin misseri. Í þeirri sögu má tína mýmargt til sem augljóslega hefði getað farið miklu betur hjá borgaryfirvöldum en ég vil sérstaklega staldra við ábyrgðarleysið sem flokkarnir í meirihluta hafa orðið uppvísir að. Grafarþögn þeirra allra gagnvart málinu er ærandi. Það er svo sem gömul saga og ný að stjórnmálamenn kjósi að hlaupa í felur og freista þess að storminn lægi án þess að þurfa að kljást við hann. En það verður að viðurkennast að það er sérstaklega áberandi með meirihluta núverandi borgarstjórnar. Það er því umhugsunarefni hvort freistnin í að láta sig hverfa sé meiri þegar um fjölflokka meirihluta er að ræða og ábyrgðin dreifðari. Allir flokkarnir sem stýra borgarstjórn; Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn, gefa sig almennt út fyrir að bera hag fólks fyrir brjósti. En hvernig má þá vera að í þessu máli hafi hag nemenda, foreldra og kennara verið kastað af forgangslistanum með endalausum kauðslegum vinnubrögðum og að ekkert þeirra virðist vilja stinga út nefinu til að bera á því ábyrgð. Pólitísk ábyrgð er einn dýrmætasti öryggisventill stjórnmálanna. Það góða við þann öryggisventil er að þótt stjórnmálafólkið kjósi að forðast hann er það fólkið sjálft sem ákveður með atkvæði sínu hvar ábyrgðin liggur og hverjir standi undir henni. Við göngum til alþingiskosninga eftir mánuð. Flokkarnir sem skipa meirihluta borgarstjórnar telja sig væntanlega þess verðuga að fá góða kosningu í þeim kosningum. Einhverjir tala jafnvel um að Íslandi sé best borgið með ríkisstjórn einmitt þessara flokka og jafnvel fleiri flokka af vinstri vængnum ef til þarf. Það verður að viðurkennast að það lofar ekki sérstaklega góðu þegar þeir standa engan veginn undir máli sem þessu og hrökkva svo í kút og felur. Þó málið sé risastór sorgarsaga vondra vinnubragða var viðfangsefnið nú upphaflega ekki flóknara en rakaskemmdir í einni byggingu. Það er vont að ætla alltaf að mæta eldhress með myndavélar á lofti í stuðið á dótadögunum en láta svo eins og trámatíseruð gæludýrin komi sér ekki við eftir mislukkaðan dýradag. Það á ekki að vera í boði að tala fjálglega um almannahag en axla svo enga ábyrgð þegar hlutirnir fara hrapalega úrskeiðis. Á skólalóðinni í Fossó var einfaldlega talað um að þá væri maður súkkulaði. Höfundur skipar 2. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar