Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 11:42 Kirsuberjatré í bænum Nianhuawan í Jiangsu-héraði í Kína. Til stendur að gróðusetja tré af ýmsu tagi í stórum stíl í Kína til að ná loftslagsmarkmiðum landsins á næstu árum. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. Stefna kínverskra stjórnvalda er að losun Kína á gróðurhúsalofttegundum verði hlutlaus fyrir árið 2060, að losun kolefnis verði ekki meiri en það magn sem er bundið. Þau hafa lengi reitt sig á skógrækt sem hluta af loftslagsaðgeðrum sínum. Nú stendur til að hleypa auknum krafti í skógræktina. Landsvæðið sem stendur til að rækta upp á hverju ári er stærra en heildarflatarmál Belgíu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fyrir 2035 munu gæði og stöðugleiki þjóðskóga, gresja, votlendis og eyðimerkurvistkerfa vera uppfærð verulega,“ segir Li Chunliang, aðstoðarforstöðumaður Skóga- og graslendisnefndar kínverska ríkisins. Með aðgerðunum á gróðurþekja Kína að aukast úr 23,04% í 24,1% fyrir lok árs 2025. Li tók ekki fram hvers konar tré yrðu gróðursett. Fimm ára áætlunin kveður á um að treyst verði á náttúrulegan uppvöxt að einhverju leyti sem Reuters segir benda til þess að mismunandi trjátegundir verði notaðar til að rækta upp land. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir að þjóðgarðar landsins verði stækkaðir og að gripið verði til aðgerða til þess að tengja saman búsvæði dýra sem menn hafa skipt upp með umsvifum sínum í gegnum tíðina. Þá stendur til að skera upp herör gegn ólöglegum viðskiptum með villt dýr. Gróðursetja þarf gríðarlegt magn trjáa til þess að vega upp losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum. Kína losar nú mest allra ríkja í heiminum. Ný greining markaðsrannsóknafyrirtækisins Comparethemarket.com sem var birt í dag bendir til þess að gróðursetja þyrfti fleiri en fimmtán milljónir trjáa á hverju ári til að núlla út losun frá Peking einni og sér. Kína Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 16. ágúst 2021 13:07 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. 7. maí 2021 08:48 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Stefna kínverskra stjórnvalda er að losun Kína á gróðurhúsalofttegundum verði hlutlaus fyrir árið 2060, að losun kolefnis verði ekki meiri en það magn sem er bundið. Þau hafa lengi reitt sig á skógrækt sem hluta af loftslagsaðgeðrum sínum. Nú stendur til að hleypa auknum krafti í skógræktina. Landsvæðið sem stendur til að rækta upp á hverju ári er stærra en heildarflatarmál Belgíu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fyrir 2035 munu gæði og stöðugleiki þjóðskóga, gresja, votlendis og eyðimerkurvistkerfa vera uppfærð verulega,“ segir Li Chunliang, aðstoðarforstöðumaður Skóga- og graslendisnefndar kínverska ríkisins. Með aðgerðunum á gróðurþekja Kína að aukast úr 23,04% í 24,1% fyrir lok árs 2025. Li tók ekki fram hvers konar tré yrðu gróðursett. Fimm ára áætlunin kveður á um að treyst verði á náttúrulegan uppvöxt að einhverju leyti sem Reuters segir benda til þess að mismunandi trjátegundir verði notaðar til að rækta upp land. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir að þjóðgarðar landsins verði stækkaðir og að gripið verði til aðgerða til þess að tengja saman búsvæði dýra sem menn hafa skipt upp með umsvifum sínum í gegnum tíðina. Þá stendur til að skera upp herör gegn ólöglegum viðskiptum með villt dýr. Gróðursetja þarf gríðarlegt magn trjáa til þess að vega upp losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum. Kína losar nú mest allra ríkja í heiminum. Ný greining markaðsrannsóknafyrirtækisins Comparethemarket.com sem var birt í dag bendir til þess að gróðursetja þyrfti fleiri en fimmtán milljónir trjáa á hverju ári til að núlla út losun frá Peking einni og sér.
Kína Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 16. ágúst 2021 13:07 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. 7. maí 2021 08:48 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 16. ágúst 2021 13:07
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. 7. maí 2021 08:48