Náungi sem vill á þing Jón Steindór Valdimarsson skrifar 20. ágúst 2021 08:01 Hann er 63 ára gamall Grafarvogsbúi til síðustu 30 ára. Fæddur og uppalinn Akureyringur. Um manninn Hann hefur búið í Reykjavíkurkjördæmi norður í 43 ár, fyrst í Álftamýri, þá í Nökkvavogi, Logafold og nú síðast í Funafold. Þá vill svo skemmtilega til að allir vinnustaðir hans hafa verið í Reykjavíkurkjördæmi norður! : fjármálaráðuneytið, Vinnumálasambandið, Félag íslenskra iðnrekenda, Samtök iðnaðarins, TravAble, Evris, Nordberg innovation og Alþingi. Hann hefur alið upp þrjár dætur í kjördæminu ásamt eiginkonu sinni. Tengsl hans við kjördæmið eru því afar sterk og verður náunginn enda í framboði fyrir Viðreisn í Reykjavíkur kjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Það er rétt til getið hjá þér að maðurinn er - Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Jón Steindór segir Margar ástæður eru fyrir því að ég tók virkan þátt í stofnun Viðreisnar og varð síðar alþingismaður árið 2016 og aftur árið 2017. Ég er einlægur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og njóti allra þeirra hagsbóta sem það færir almenningi og atvinnulífi. Ég tel að fjölbreytt atvinnulíf sem byggir í auknum mæli á nýsköpun og tækni verði undirstaða hugvitsdrifins útflutnings sem verði undirstaða hagvaxtar og aukins stöðugleika að því gefnu að atvinnulífið fái notið evrópsks samstarfs og þeim kostum sem fylgja upptöku evru. Ég tel að jafnrétti á öllum sviðum séu ótvíræð mannréttindi. Ég tel að kynbundið ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi sé þjóðarmein sem verði að uppræta. Ég tel að ríkisfjármál, ríkisrekstur og skuldir ríkissjóðs þurfi að taka föstum tökum með það að markmiði að geta bætt þjónustu við almenning og fyrirtæki fyrir minna eða sama skattfé. Ég tel að landsmenn eigi að njóta réttmætrar hlutdeildar sinnar í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Það verði best gert með réttindum til veiða með tímabundnum leigusamningum sem verði boðnir upp á opnum markaði. Ég tel að loftslagsvá heimsbyggðarinnar sé stærsta verkefni samtímans. Þar má engan tíma missa. Íslendingar eiga að vera í fararbroddi í aðgerðum sem byggja á samvinnu almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Nýta á hagræna græna hvata, nýsköpun og leysa þannig úr læðingi krafta sem nýta sér hagkvæmni þess að menga ekki en um leið verði lögð áhersla á að það verði dýrt að menga. Þetta eru nokkur atriði af fjölmörgum sem ég tel afar mikilvæg og þess vegna tel ég mig eiga erindi á þing til þess að verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Ég sé sæg af tækifærum sem við getum gefið framtíðinni og vona að þú sért sama sinnis. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkur kjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hann er 63 ára gamall Grafarvogsbúi til síðustu 30 ára. Fæddur og uppalinn Akureyringur. Um manninn Hann hefur búið í Reykjavíkurkjördæmi norður í 43 ár, fyrst í Álftamýri, þá í Nökkvavogi, Logafold og nú síðast í Funafold. Þá vill svo skemmtilega til að allir vinnustaðir hans hafa verið í Reykjavíkurkjördæmi norður! : fjármálaráðuneytið, Vinnumálasambandið, Félag íslenskra iðnrekenda, Samtök iðnaðarins, TravAble, Evris, Nordberg innovation og Alþingi. Hann hefur alið upp þrjár dætur í kjördæminu ásamt eiginkonu sinni. Tengsl hans við kjördæmið eru því afar sterk og verður náunginn enda í framboði fyrir Viðreisn í Reykjavíkur kjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Það er rétt til getið hjá þér að maðurinn er - Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Jón Steindór segir Margar ástæður eru fyrir því að ég tók virkan þátt í stofnun Viðreisnar og varð síðar alþingismaður árið 2016 og aftur árið 2017. Ég er einlægur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og njóti allra þeirra hagsbóta sem það færir almenningi og atvinnulífi. Ég tel að fjölbreytt atvinnulíf sem byggir í auknum mæli á nýsköpun og tækni verði undirstaða hugvitsdrifins útflutnings sem verði undirstaða hagvaxtar og aukins stöðugleika að því gefnu að atvinnulífið fái notið evrópsks samstarfs og þeim kostum sem fylgja upptöku evru. Ég tel að jafnrétti á öllum sviðum séu ótvíræð mannréttindi. Ég tel að kynbundið ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi sé þjóðarmein sem verði að uppræta. Ég tel að ríkisfjármál, ríkisrekstur og skuldir ríkissjóðs þurfi að taka föstum tökum með það að markmiði að geta bætt þjónustu við almenning og fyrirtæki fyrir minna eða sama skattfé. Ég tel að landsmenn eigi að njóta réttmætrar hlutdeildar sinnar í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Það verði best gert með réttindum til veiða með tímabundnum leigusamningum sem verði boðnir upp á opnum markaði. Ég tel að loftslagsvá heimsbyggðarinnar sé stærsta verkefni samtímans. Þar má engan tíma missa. Íslendingar eiga að vera í fararbroddi í aðgerðum sem byggja á samvinnu almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Nýta á hagræna græna hvata, nýsköpun og leysa þannig úr læðingi krafta sem nýta sér hagkvæmni þess að menga ekki en um leið verði lögð áhersla á að það verði dýrt að menga. Þetta eru nokkur atriði af fjölmörgum sem ég tel afar mikilvæg og þess vegna tel ég mig eiga erindi á þing til þess að verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Ég sé sæg af tækifærum sem við getum gefið framtíðinni og vona að þú sért sama sinnis. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkur kjördæmi norður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun