Án mótmæla verða engar breytingar Bryndís Bjarnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:00 Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda. Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Mótmæli skapa einnig tækifæri til að verja og styðja við réttindi annarra. Þannig hefur rétturinn til að mótmæla um langa hríð verið mikilvægt vopn í mannréttindabaráttunni og leitt af sér stórkostlegar umbætur. Átta stunda vinnudagur eru réttindi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmælaaðgerða til margra ára gegn erfiðum vinnuaðstæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosningarétt en í kjölfar ótalmargra kröfugangna eru konur nú með kosningarétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosningar fara fram. Svona mætti lengi telja. Mótmæli brotin á bak aftur Á síðustu misserum hafa óvenju margar mótmælahreyfingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir réttlátara samfélagi. Þessar hreyfingar má til að mynda finna í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræðisumbóta, og Póllandi og Argentínu þar sem feministar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjósemisréttindum. Stjórnvöld víða um heim kappkosta hins vegar að brjóta mótmælahreyfingar á bak aftur. Mótmælendum er oft mætt með lögregluofbeldi eða þeir beittir geðþóttahandtökum og jafnvel aftökum án dóms og laga. Á fjöldamótmælum sem hófust í október 2019 í Síle voru mótmælendur beittir gífurlegri hörku. Rúmlega þrettán þúsund einstaklingar særðust á fyrstu tveimur mánuðum mótmælanna og 31 einstaklingur lét lífið. Þá brutust út fjölda mótmæla í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn á flugvellinum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmælenda kröfðust lausnar hans. Rússnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku en að minnsta kosti 12.000 mótmælendur voru handteknir á vikutíma og óeirðalögregla landsins beitti mótmælendur miklu ofbeldi. Hvenær má takmarka réttinn til að mótmæla? Stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að réttlæta takmarkanir á réttinum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi verða allar takmarkanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: þær verða á byggja á lögum, þjóna lögmætu markmiði og vera nauðsynlegar og hóflegar. Lögmæt markmið til takmarka réttinn til mótmæla eru á grundvelli þjóðaröryggis, í þágu almannaheilla, allsherjarreglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja réttindi og frelsi annarra. Skýrt dæmi um takmarkanir á réttinum til að mótmæla, sem kunna sumar hverjar að vera réttmætar, tengjast kórónuveirufaraldrinum. En jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmarkanir að uppfylla skilyrðin þrjú. Sóttvarnaraðgerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til friðsamra mótmæla kunna að vera nauðsynlegar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks en gæta verður meðalhófs í þessum efnum. Takmarkanir á réttinum til að mótmæla verða á öllum tímum að fylgja öðrum lögum og mega ekki ganga svo langt að þær taki í raun burt þennan rétt. Til að geta varið réttindi okkar verðum við að þekkja hver þau eru, í hverju þau felast og undir hvaða kringumstæðum er brotið á þeim. Rétturinn til að mótmæla er mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, tjá skoðanir okkar og krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til friðsamra mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Sofnum ekki á verðinum! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda. Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Mótmæli skapa einnig tækifæri til að verja og styðja við réttindi annarra. Þannig hefur rétturinn til að mótmæla um langa hríð verið mikilvægt vopn í mannréttindabaráttunni og leitt af sér stórkostlegar umbætur. Átta stunda vinnudagur eru réttindi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmælaaðgerða til margra ára gegn erfiðum vinnuaðstæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosningarétt en í kjölfar ótalmargra kröfugangna eru konur nú með kosningarétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosningar fara fram. Svona mætti lengi telja. Mótmæli brotin á bak aftur Á síðustu misserum hafa óvenju margar mótmælahreyfingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir réttlátara samfélagi. Þessar hreyfingar má til að mynda finna í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræðisumbóta, og Póllandi og Argentínu þar sem feministar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjósemisréttindum. Stjórnvöld víða um heim kappkosta hins vegar að brjóta mótmælahreyfingar á bak aftur. Mótmælendum er oft mætt með lögregluofbeldi eða þeir beittir geðþóttahandtökum og jafnvel aftökum án dóms og laga. Á fjöldamótmælum sem hófust í október 2019 í Síle voru mótmælendur beittir gífurlegri hörku. Rúmlega þrettán þúsund einstaklingar særðust á fyrstu tveimur mánuðum mótmælanna og 31 einstaklingur lét lífið. Þá brutust út fjölda mótmæla í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn á flugvellinum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmælenda kröfðust lausnar hans. Rússnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku en að minnsta kosti 12.000 mótmælendur voru handteknir á vikutíma og óeirðalögregla landsins beitti mótmælendur miklu ofbeldi. Hvenær má takmarka réttinn til að mótmæla? Stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að réttlæta takmarkanir á réttinum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi verða allar takmarkanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: þær verða á byggja á lögum, þjóna lögmætu markmiði og vera nauðsynlegar og hóflegar. Lögmæt markmið til takmarka réttinn til mótmæla eru á grundvelli þjóðaröryggis, í þágu almannaheilla, allsherjarreglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja réttindi og frelsi annarra. Skýrt dæmi um takmarkanir á réttinum til að mótmæla, sem kunna sumar hverjar að vera réttmætar, tengjast kórónuveirufaraldrinum. En jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmarkanir að uppfylla skilyrðin þrjú. Sóttvarnaraðgerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til friðsamra mótmæla kunna að vera nauðsynlegar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks en gæta verður meðalhófs í þessum efnum. Takmarkanir á réttinum til að mótmæla verða á öllum tímum að fylgja öðrum lögum og mega ekki ganga svo langt að þær taki í raun burt þennan rétt. Til að geta varið réttindi okkar verðum við að þekkja hver þau eru, í hverju þau felast og undir hvaða kringumstæðum er brotið á þeim. Rétturinn til að mótmæla er mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, tjá skoðanir okkar og krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til friðsamra mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Sofnum ekki á verðinum! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar