Lof og last: Frammistaða FH, Kristall Máni, tíu KR-ingar, hiti í Kórnum og síðari hálfleikur Fylkis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 16:30 Úr leik FH og Leiknis Reykjavíkur í umferðinni. Vísir/Hulda Margrét 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur vægast sagt mikið gengið á undanfarna tvo daga. Hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Frammistaða FH FH-ingar sýndu mátt sinn og megin er liðið jarðaði Leikni Reykjavík í umferðinni sem var að líða. Útivallarárangur gestanna er vissulega ekki upp á marga fiska en fyrir leikinn hafði Leiknir R. aðeins fengið á sig 19 mörk í 16 leikjum. Stuðningsfólk FH veltir eflaust fyrir sér hvar þessi spilamennska hefur verið í allt sumar. Kristall Máni Ingason Það hefði hæglega verið hægt að hafa nær allt Víkingsliðið hér enda spilaði það mjög vel í 3-0 sigrinum á Fylki. Þá sérstaklega í síðari hálfleik. Kristall Máni bar þó af, skoraði tvö ásamt því að búa til haug af færum fyrir samherja sína. Þá fékk hann fín færi til að bæta við þriðja marki sínu í leiknum. Sigurður Egill Lárusson Vængmaðurinn öflugi kom inn í lið Íslandsmeistara Vals á nýjan leik og nýtti heldur betur tækifærið. Skoraði hann bæði mörk Valsara er þeir virtust ætla að kaffæra Keflvíkingum strax í upphafi leiks. Allt kom fyrir ekki en eftir að Sigurður Egill hafði skorað tvívegis komust gestirnir inn í leikinn sem var einkar opinn frá upphafi til enda. Lokatölur 2-1 og segja má að Sigurður hafi nýtt tækifæri sitt í byrjunarliðinu til fullnustu. Tíu KR-ingar Í annað sinn í sumar tekst KR að vinna á útivelli eftir að missa mann af velli snemma leiks. Fyrr í sumar vann liðið góðan 2-1 sigur á KA en að þessu sinni var það HK sem lá í valnum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og þar með rautt. Manni færri tókst KR-ingum að komast yfir, halda út og vinna mikilvægan sigur. Last Hitinn í Kórnum Það ef til vill deila um spjöldin tvö sem Arnþór Ingi fékk en að fá tvö gul á fyrstu tíu mínútum leiks á ekki að vera nánast ógjörningur. Mönnum var heitt í hamsi, enda mjög heitt innandyra í Kópavogi, og leikurinn bar þess merki. Fjöldi spjalda fór á loft, þar á meðal rautt er Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, sparkaði keilu sem afmarkaði boðvang þjálfarateymis gestanna inn á völlinn. Þá var mönnum enn heitt í hamsi að leik loknum. Andlausir Breiðhyltingar Þó það hafi ef til vill vantaði nokkra leikmenn er Leiknir heimsótti Kaplakrika í Hafnafirði þá var frammistaðan fyrir neðan allar hellur. Hér áður fyrr hefði nýliðum verið fyrirgefið að tapa 5-0 fyrir FH en Leiknismenn hafa ekki spilað eins og hinir hefðbundnu nýliðar í sumar. Þá hafa FH-ingar ekki spilað jafn vel og hér á árum áður. Síðari hálfleikur Fylkis Fylkir spilaði nokkuð vel gegn Víkingum framan af leik. Árbæingar voru ósáttir með að vera 0-1 undir í hálfleik og hafa eflaust ætlað að byrja síðari hálfleik af krafti. Hvað fór úrskeiðis er óvitað en liðið var komið 0-2 undir eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og í kjölfarið tóku gestirnir öll völd á vellinum. Fylkismenn geta prísað sig sæla að hafa aðeins tapað 0-3 miðað við færin sem Víkingar fengu í síðari hálfleik. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KR HK Fylkir Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Frammistaða FH FH-ingar sýndu mátt sinn og megin er liðið jarðaði Leikni Reykjavík í umferðinni sem var að líða. Útivallarárangur gestanna er vissulega ekki upp á marga fiska en fyrir leikinn hafði Leiknir R. aðeins fengið á sig 19 mörk í 16 leikjum. Stuðningsfólk FH veltir eflaust fyrir sér hvar þessi spilamennska hefur verið í allt sumar. Kristall Máni Ingason Það hefði hæglega verið hægt að hafa nær allt Víkingsliðið hér enda spilaði það mjög vel í 3-0 sigrinum á Fylki. Þá sérstaklega í síðari hálfleik. Kristall Máni bar þó af, skoraði tvö ásamt því að búa til haug af færum fyrir samherja sína. Þá fékk hann fín færi til að bæta við þriðja marki sínu í leiknum. Sigurður Egill Lárusson Vængmaðurinn öflugi kom inn í lið Íslandsmeistara Vals á nýjan leik og nýtti heldur betur tækifærið. Skoraði hann bæði mörk Valsara er þeir virtust ætla að kaffæra Keflvíkingum strax í upphafi leiks. Allt kom fyrir ekki en eftir að Sigurður Egill hafði skorað tvívegis komust gestirnir inn í leikinn sem var einkar opinn frá upphafi til enda. Lokatölur 2-1 og segja má að Sigurður hafi nýtt tækifæri sitt í byrjunarliðinu til fullnustu. Tíu KR-ingar Í annað sinn í sumar tekst KR að vinna á útivelli eftir að missa mann af velli snemma leiks. Fyrr í sumar vann liðið góðan 2-1 sigur á KA en að þessu sinni var það HK sem lá í valnum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og þar með rautt. Manni færri tókst KR-ingum að komast yfir, halda út og vinna mikilvægan sigur. Last Hitinn í Kórnum Það ef til vill deila um spjöldin tvö sem Arnþór Ingi fékk en að fá tvö gul á fyrstu tíu mínútum leiks á ekki að vera nánast ógjörningur. Mönnum var heitt í hamsi, enda mjög heitt innandyra í Kópavogi, og leikurinn bar þess merki. Fjöldi spjalda fór á loft, þar á meðal rautt er Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, sparkaði keilu sem afmarkaði boðvang þjálfarateymis gestanna inn á völlinn. Þá var mönnum enn heitt í hamsi að leik loknum. Andlausir Breiðhyltingar Þó það hafi ef til vill vantaði nokkra leikmenn er Leiknir heimsótti Kaplakrika í Hafnafirði þá var frammistaðan fyrir neðan allar hellur. Hér áður fyrr hefði nýliðum verið fyrirgefið að tapa 5-0 fyrir FH en Leiknismenn hafa ekki spilað eins og hinir hefðbundnu nýliðar í sumar. Þá hafa FH-ingar ekki spilað jafn vel og hér á árum áður. Síðari hálfleikur Fylkis Fylkir spilaði nokkuð vel gegn Víkingum framan af leik. Árbæingar voru ósáttir með að vera 0-1 undir í hálfleik og hafa eflaust ætlað að byrja síðari hálfleik af krafti. Hvað fór úrskeiðis er óvitað en liðið var komið 0-2 undir eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og í kjölfarið tóku gestirnir öll völd á vellinum. Fylkismenn geta prísað sig sæla að hafa aðeins tapað 0-3 miðað við færin sem Víkingar fengu í síðari hálfleik. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KR HK Fylkir Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira