Lof og last: Frammistaða FH, Kristall Máni, tíu KR-ingar, hiti í Kórnum og síðari hálfleikur Fylkis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 16:30 Úr leik FH og Leiknis Reykjavíkur í umferðinni. Vísir/Hulda Margrét 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur vægast sagt mikið gengið á undanfarna tvo daga. Hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Frammistaða FH FH-ingar sýndu mátt sinn og megin er liðið jarðaði Leikni Reykjavík í umferðinni sem var að líða. Útivallarárangur gestanna er vissulega ekki upp á marga fiska en fyrir leikinn hafði Leiknir R. aðeins fengið á sig 19 mörk í 16 leikjum. Stuðningsfólk FH veltir eflaust fyrir sér hvar þessi spilamennska hefur verið í allt sumar. Kristall Máni Ingason Það hefði hæglega verið hægt að hafa nær allt Víkingsliðið hér enda spilaði það mjög vel í 3-0 sigrinum á Fylki. Þá sérstaklega í síðari hálfleik. Kristall Máni bar þó af, skoraði tvö ásamt því að búa til haug af færum fyrir samherja sína. Þá fékk hann fín færi til að bæta við þriðja marki sínu í leiknum. Sigurður Egill Lárusson Vængmaðurinn öflugi kom inn í lið Íslandsmeistara Vals á nýjan leik og nýtti heldur betur tækifærið. Skoraði hann bæði mörk Valsara er þeir virtust ætla að kaffæra Keflvíkingum strax í upphafi leiks. Allt kom fyrir ekki en eftir að Sigurður Egill hafði skorað tvívegis komust gestirnir inn í leikinn sem var einkar opinn frá upphafi til enda. Lokatölur 2-1 og segja má að Sigurður hafi nýtt tækifæri sitt í byrjunarliðinu til fullnustu. Tíu KR-ingar Í annað sinn í sumar tekst KR að vinna á útivelli eftir að missa mann af velli snemma leiks. Fyrr í sumar vann liðið góðan 2-1 sigur á KA en að þessu sinni var það HK sem lá í valnum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og þar með rautt. Manni færri tókst KR-ingum að komast yfir, halda út og vinna mikilvægan sigur. Last Hitinn í Kórnum Það ef til vill deila um spjöldin tvö sem Arnþór Ingi fékk en að fá tvö gul á fyrstu tíu mínútum leiks á ekki að vera nánast ógjörningur. Mönnum var heitt í hamsi, enda mjög heitt innandyra í Kópavogi, og leikurinn bar þess merki. Fjöldi spjalda fór á loft, þar á meðal rautt er Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, sparkaði keilu sem afmarkaði boðvang þjálfarateymis gestanna inn á völlinn. Þá var mönnum enn heitt í hamsi að leik loknum. Andlausir Breiðhyltingar Þó það hafi ef til vill vantaði nokkra leikmenn er Leiknir heimsótti Kaplakrika í Hafnafirði þá var frammistaðan fyrir neðan allar hellur. Hér áður fyrr hefði nýliðum verið fyrirgefið að tapa 5-0 fyrir FH en Leiknismenn hafa ekki spilað eins og hinir hefðbundnu nýliðar í sumar. Þá hafa FH-ingar ekki spilað jafn vel og hér á árum áður. Síðari hálfleikur Fylkis Fylkir spilaði nokkuð vel gegn Víkingum framan af leik. Árbæingar voru ósáttir með að vera 0-1 undir í hálfleik og hafa eflaust ætlað að byrja síðari hálfleik af krafti. Hvað fór úrskeiðis er óvitað en liðið var komið 0-2 undir eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og í kjölfarið tóku gestirnir öll völd á vellinum. Fylkismenn geta prísað sig sæla að hafa aðeins tapað 0-3 miðað við færin sem Víkingar fengu í síðari hálfleik. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KR HK Fylkir Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Frammistaða FH FH-ingar sýndu mátt sinn og megin er liðið jarðaði Leikni Reykjavík í umferðinni sem var að líða. Útivallarárangur gestanna er vissulega ekki upp á marga fiska en fyrir leikinn hafði Leiknir R. aðeins fengið á sig 19 mörk í 16 leikjum. Stuðningsfólk FH veltir eflaust fyrir sér hvar þessi spilamennska hefur verið í allt sumar. Kristall Máni Ingason Það hefði hæglega verið hægt að hafa nær allt Víkingsliðið hér enda spilaði það mjög vel í 3-0 sigrinum á Fylki. Þá sérstaklega í síðari hálfleik. Kristall Máni bar þó af, skoraði tvö ásamt því að búa til haug af færum fyrir samherja sína. Þá fékk hann fín færi til að bæta við þriðja marki sínu í leiknum. Sigurður Egill Lárusson Vængmaðurinn öflugi kom inn í lið Íslandsmeistara Vals á nýjan leik og nýtti heldur betur tækifærið. Skoraði hann bæði mörk Valsara er þeir virtust ætla að kaffæra Keflvíkingum strax í upphafi leiks. Allt kom fyrir ekki en eftir að Sigurður Egill hafði skorað tvívegis komust gestirnir inn í leikinn sem var einkar opinn frá upphafi til enda. Lokatölur 2-1 og segja má að Sigurður hafi nýtt tækifæri sitt í byrjunarliðinu til fullnustu. Tíu KR-ingar Í annað sinn í sumar tekst KR að vinna á útivelli eftir að missa mann af velli snemma leiks. Fyrr í sumar vann liðið góðan 2-1 sigur á KA en að þessu sinni var það HK sem lá í valnum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og þar með rautt. Manni færri tókst KR-ingum að komast yfir, halda út og vinna mikilvægan sigur. Last Hitinn í Kórnum Það ef til vill deila um spjöldin tvö sem Arnþór Ingi fékk en að fá tvö gul á fyrstu tíu mínútum leiks á ekki að vera nánast ógjörningur. Mönnum var heitt í hamsi, enda mjög heitt innandyra í Kópavogi, og leikurinn bar þess merki. Fjöldi spjalda fór á loft, þar á meðal rautt er Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, sparkaði keilu sem afmarkaði boðvang þjálfarateymis gestanna inn á völlinn. Þá var mönnum enn heitt í hamsi að leik loknum. Andlausir Breiðhyltingar Þó það hafi ef til vill vantaði nokkra leikmenn er Leiknir heimsótti Kaplakrika í Hafnafirði þá var frammistaðan fyrir neðan allar hellur. Hér áður fyrr hefði nýliðum verið fyrirgefið að tapa 5-0 fyrir FH en Leiknismenn hafa ekki spilað eins og hinir hefðbundnu nýliðar í sumar. Þá hafa FH-ingar ekki spilað jafn vel og hér á árum áður. Síðari hálfleikur Fylkis Fylkir spilaði nokkuð vel gegn Víkingum framan af leik. Árbæingar voru ósáttir með að vera 0-1 undir í hálfleik og hafa eflaust ætlað að byrja síðari hálfleik af krafti. Hvað fór úrskeiðis er óvitað en liðið var komið 0-2 undir eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og í kjölfarið tóku gestirnir öll völd á vellinum. Fylkismenn geta prísað sig sæla að hafa aðeins tapað 0-3 miðað við færin sem Víkingar fengu í síðari hálfleik. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KR HK Fylkir Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira