Hjól og hundar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. ágúst 2021 13:01 Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. Einnig er ljóst að hundaeign landsmanna hefur vaxið mikið enda stór hluti göngumanna með besta vin mannsins í bandi, þó misjafnt væri hvor togaði hvern. Þetta eru að mörgu leyti jákvæðar breytingar en á sama tíma eru þarna vannýtt tækifæri sem bráðnauðsynlegt er að virkja betur til góðs. Hjólreiðar Þessi mikla hjólaeign sýnir að fjölmargir landsmenn hafa fjárfest í hágæða ferðafákum sem eru einmitt nýtnustu og umhverfisvænstu samgöngutæki sem völ er á, hvort sem þau eru rafdrifin eður ei. Ríkisstjórnin var meðvituð um þessa staðreynd þegar ákveðið var að fella niður virðisaukaskattinn af slíkum farartækjum nýverið. Þessi mikla hjólreiðavæðing sýnir tvennt: A) hjól eru greinilega til staðar á fjölmörgum heimilum, B) fjölmargir virðast kunna á farartækið. Það sem vantar hinsvegar upp á er að þessi hjól sjáist í ferðum til og frá vinnu eða í öðrum erindagjörðum þar sem bifreið er skilin eftir. Enn eru of margir sem tengja hjólreiðar einungis við útivist og frítíma. Hjól eru nefnilega alvöru samgöngutæki sem geta fækkað bílakílómetrum umtalsvert. Með því að nota hjól til almennra samgangna, en ekki bara í skemmtiferðir, þá græðir maður tvöfalt. Þannig færðu áfram hreyfingu og útivist en líka olíusparnað og minni mengun. Í raun færðu enn meiri sparnað því að minni notkun á bíl sparar ekki bara olíu heldur líka dekkjaskipti og viðhald auk þess sem verðrýrnun bílsins minnkar með minnkandi notkun. Hundagöngur Hundar eru bestu vinir mannsins og bæta geð margra landsmanna en til að hundarnir sjálfir haldi sæmilegri geðheilsu þurfa þeir hreyfingu allt árið um kring. Þessu mæta langflestir hundaeigendur með reglulegum göngutúrum með dýrin. Þessi mikla hundaaukning sýnir tvennt: A) að ótrúlega margir ráða við að ganga skemmri og lengri vegalengdir, B) að hægt er að ganga flesta daga ársins þó veður sé misjafnt. Flestir sem ganga með hunda upplifa að gangan geri þeim gott bæði líkamlega og andlega. Þess vegna væri frábært ef fleiri myndu nýta þessa gönguhæfileika til að ganga til vinnu eða ganga að strætisvagnastöðvum til vinnu. Fætur eru líka samgöngutæki sem eru því miður eru vannýttir í dag. Fækkum bílakílómetrum Margir sem lesa svona greinar halda að þær snúist bara um að fækka bílum sem hjá mörgum eru nánast heilög eign. Hér er hinsvegar bara verið að tala um að fækka bílakílómetrum þ.e. að nota bílinn örlítið minna og fá í staðinn ríkulega greitt í formi peningasparnaðar og betri líkamlegrar og andlegrar heilsu. Þetta á heldur ekki við um alla, því sumir eiga mjög erfitt með að minnka bílanotkun. Það eru hinsvegar mjög margir sem geta fækkað bílakílómetrum örlítið með því að hjóla eða ganga oftar í stað þess að velja alltaf bílinn í allt. Heimurinn hrópar á aðgerðir í loftslagsmálum strax og hér geta margir lagt í púkkið án þess að kosta miklu til. Ef allir landsmenn myndu sleppa bílnum bara einn dag á ári þá myndu árlega sparast yfir 600 þúsund olíulítrar. Þetta er líka efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland vegna þess að bílar, olía, dekk og varahlutir eru allt saman innfluttur kostnaður. Ef bílakílómetrum fækkar örlítið þá endast bílar, dekk og varahlutir örlítið betur og minnka á endanum samanlagða innflutningsþörf og gjaldeyriseyðslu. Með aukinni hjólreiða- og hundaeign höfum við sýnt fram á getu okkar til að hjóla og ganga og nú þurfum við að nýta þessa getu betur til að fækka bílakílómetrum fyrir Móður Jörð og íslenskan efnahag. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Samgöngur Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. Einnig er ljóst að hundaeign landsmanna hefur vaxið mikið enda stór hluti göngumanna með besta vin mannsins í bandi, þó misjafnt væri hvor togaði hvern. Þetta eru að mörgu leyti jákvæðar breytingar en á sama tíma eru þarna vannýtt tækifæri sem bráðnauðsynlegt er að virkja betur til góðs. Hjólreiðar Þessi mikla hjólaeign sýnir að fjölmargir landsmenn hafa fjárfest í hágæða ferðafákum sem eru einmitt nýtnustu og umhverfisvænstu samgöngutæki sem völ er á, hvort sem þau eru rafdrifin eður ei. Ríkisstjórnin var meðvituð um þessa staðreynd þegar ákveðið var að fella niður virðisaukaskattinn af slíkum farartækjum nýverið. Þessi mikla hjólreiðavæðing sýnir tvennt: A) hjól eru greinilega til staðar á fjölmörgum heimilum, B) fjölmargir virðast kunna á farartækið. Það sem vantar hinsvegar upp á er að þessi hjól sjáist í ferðum til og frá vinnu eða í öðrum erindagjörðum þar sem bifreið er skilin eftir. Enn eru of margir sem tengja hjólreiðar einungis við útivist og frítíma. Hjól eru nefnilega alvöru samgöngutæki sem geta fækkað bílakílómetrum umtalsvert. Með því að nota hjól til almennra samgangna, en ekki bara í skemmtiferðir, þá græðir maður tvöfalt. Þannig færðu áfram hreyfingu og útivist en líka olíusparnað og minni mengun. Í raun færðu enn meiri sparnað því að minni notkun á bíl sparar ekki bara olíu heldur líka dekkjaskipti og viðhald auk þess sem verðrýrnun bílsins minnkar með minnkandi notkun. Hundagöngur Hundar eru bestu vinir mannsins og bæta geð margra landsmanna en til að hundarnir sjálfir haldi sæmilegri geðheilsu þurfa þeir hreyfingu allt árið um kring. Þessu mæta langflestir hundaeigendur með reglulegum göngutúrum með dýrin. Þessi mikla hundaaukning sýnir tvennt: A) að ótrúlega margir ráða við að ganga skemmri og lengri vegalengdir, B) að hægt er að ganga flesta daga ársins þó veður sé misjafnt. Flestir sem ganga með hunda upplifa að gangan geri þeim gott bæði líkamlega og andlega. Þess vegna væri frábært ef fleiri myndu nýta þessa gönguhæfileika til að ganga til vinnu eða ganga að strætisvagnastöðvum til vinnu. Fætur eru líka samgöngutæki sem eru því miður eru vannýttir í dag. Fækkum bílakílómetrum Margir sem lesa svona greinar halda að þær snúist bara um að fækka bílum sem hjá mörgum eru nánast heilög eign. Hér er hinsvegar bara verið að tala um að fækka bílakílómetrum þ.e. að nota bílinn örlítið minna og fá í staðinn ríkulega greitt í formi peningasparnaðar og betri líkamlegrar og andlegrar heilsu. Þetta á heldur ekki við um alla, því sumir eiga mjög erfitt með að minnka bílanotkun. Það eru hinsvegar mjög margir sem geta fækkað bílakílómetrum örlítið með því að hjóla eða ganga oftar í stað þess að velja alltaf bílinn í allt. Heimurinn hrópar á aðgerðir í loftslagsmálum strax og hér geta margir lagt í púkkið án þess að kosta miklu til. Ef allir landsmenn myndu sleppa bílnum bara einn dag á ári þá myndu árlega sparast yfir 600 þúsund olíulítrar. Þetta er líka efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland vegna þess að bílar, olía, dekk og varahlutir eru allt saman innfluttur kostnaður. Ef bílakílómetrum fækkar örlítið þá endast bílar, dekk og varahlutir örlítið betur og minnka á endanum samanlagða innflutningsþörf og gjaldeyriseyðslu. Með aukinni hjólreiða- og hundaeign höfum við sýnt fram á getu okkar til að hjóla og ganga og nú þurfum við að nýta þessa getu betur til að fækka bílakílómetrum fyrir Móður Jörð og íslenskan efnahag. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun