Framleiðni eða þjónusta, neytendur eða sjúklingar Drífa Snædal skrifar 13. ágúst 2021 16:26 Enn á ný ratar orðfæri markaðarins inn í umræður um heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Umræða um „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu minnir óneitanlega á þá tíma þegar stjórnmálamenn töluðu fyrir því að efla „kostnaðarvitund neytenda” og vísuðu þar til sjúklinga og annarra skjólstæðinga okkar sameiginlegu kerfa; veika og gamla fólksins sem átti að gera ábyrgt fyrir einstaka útgjöldum. Ef við ætlum að setja orðfæri markaðarins á heilbrigðismál þá litar það viðhorf, stefnumótun og að lokum ákvarðanir. Það er til dæmis ekkert mál að auka „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu og við þekkjum það frá markaðsdrifnum kerfum sem jafnframt eru þau dýrustu í heimi. Þar er til dæmis hægt að senda fólk í röntgen frá toppi til táar vegna magakveisu, það myndi auka „framleiðni“. Svo er hægt framleiða meira með því að bjóða öldruðum á hjúkrunarheimilum upp á bað oftar í viku og þá gegn rausnarlegri greiðslu. Eflaust er framleiðnin efst í huga á hjúkrunarheimilinu þar sem nú er farið að rukka fólk fyrir fylgd í klippingu eða fótsnyrtingu, sem þó er innan sömu byggingar. Með þessu markaðsorðfæri er sjónum líka beint frá því sem liggur í augum uppi: fjárframlög til heilbrigðismála hafa ekki aukist í takt við fjölgun sjúklinga. Okkur hefur fjölgað, fólk lifir lengur og þarf aukna þjónustu, auk þess sem álag vegna stóraukins fjölda ferðamanna síðustu ár hefur sett sitt mark á kerfin okkar. Tölur Hagstofunnar sýna okkur að sjúkrarýmum miðað við íbúafjölda hér á landi hefur fækkað taktfast frá 2007 til 2019; úr 335 rýmum á hverja 100 þúsund íbúa í 227 rými. Hjúkrunarrýmum og endurhæfingarýmum hefur sömuleiðis fækkað verulega á sama tímabili ef miðað er við fólksfjölda. Og samhliða hefur verið dregið svo úr heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni að það er engin leið að skilja það öðruvísi en sem hreina mismunun eftir búsetu. Þegar stjórnmálamenn tala um heilbrigðiskerfið sem botnlausa hít er vert að hafa þetta í huga. Það er ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru kosningamálunum sem tekist verður á um í aðdraganda kosninganna. Þar mun öllu máli skipta hvort við ræðum þau út frá markaðslegu sjónarhorni eða út frá heilbrigði og þjónustu fólks af holdi og blóði. Mörg verðum við veik á lífsleiðinni og þurfum á þjónustunni að halda og velflest verðum við einhvern tímann öldruð. Höfum það hugfast nú þegar við tökum stefnumarkandi ákvarðanir til framtíðar. Góða helgi. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Sjá meira
Enn á ný ratar orðfæri markaðarins inn í umræður um heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Umræða um „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu minnir óneitanlega á þá tíma þegar stjórnmálamenn töluðu fyrir því að efla „kostnaðarvitund neytenda” og vísuðu þar til sjúklinga og annarra skjólstæðinga okkar sameiginlegu kerfa; veika og gamla fólksins sem átti að gera ábyrgt fyrir einstaka útgjöldum. Ef við ætlum að setja orðfæri markaðarins á heilbrigðismál þá litar það viðhorf, stefnumótun og að lokum ákvarðanir. Það er til dæmis ekkert mál að auka „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu og við þekkjum það frá markaðsdrifnum kerfum sem jafnframt eru þau dýrustu í heimi. Þar er til dæmis hægt að senda fólk í röntgen frá toppi til táar vegna magakveisu, það myndi auka „framleiðni“. Svo er hægt framleiða meira með því að bjóða öldruðum á hjúkrunarheimilum upp á bað oftar í viku og þá gegn rausnarlegri greiðslu. Eflaust er framleiðnin efst í huga á hjúkrunarheimilinu þar sem nú er farið að rukka fólk fyrir fylgd í klippingu eða fótsnyrtingu, sem þó er innan sömu byggingar. Með þessu markaðsorðfæri er sjónum líka beint frá því sem liggur í augum uppi: fjárframlög til heilbrigðismála hafa ekki aukist í takt við fjölgun sjúklinga. Okkur hefur fjölgað, fólk lifir lengur og þarf aukna þjónustu, auk þess sem álag vegna stóraukins fjölda ferðamanna síðustu ár hefur sett sitt mark á kerfin okkar. Tölur Hagstofunnar sýna okkur að sjúkrarýmum miðað við íbúafjölda hér á landi hefur fækkað taktfast frá 2007 til 2019; úr 335 rýmum á hverja 100 þúsund íbúa í 227 rými. Hjúkrunarrýmum og endurhæfingarýmum hefur sömuleiðis fækkað verulega á sama tímabili ef miðað er við fólksfjölda. Og samhliða hefur verið dregið svo úr heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni að það er engin leið að skilja það öðruvísi en sem hreina mismunun eftir búsetu. Þegar stjórnmálamenn tala um heilbrigðiskerfið sem botnlausa hít er vert að hafa þetta í huga. Það er ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru kosningamálunum sem tekist verður á um í aðdraganda kosninganna. Þar mun öllu máli skipta hvort við ræðum þau út frá markaðslegu sjónarhorni eða út frá heilbrigði og þjónustu fólks af holdi og blóði. Mörg verðum við veik á lífsleiðinni og þurfum á þjónustunni að halda og velflest verðum við einhvern tímann öldruð. Höfum það hugfast nú þegar við tökum stefnumarkandi ákvarðanir til framtíðar. Góða helgi. Höfundur er forseti ASÍ.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun