Gætu leikir gegn Keflavík verið það sem skilur að á toppi töflunnar þegar tímabilinu lýkur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2021 12:01 Eysteinn Hún Hauksson með blýantinn góða ásamt Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Lið þeirra getur heldur betur hleypt toppbaráttu deildarinnar í uppnám takist þeim að næla í stig á Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Keflavíkur mæta Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Gestirnir lögðu Breiðablik nýverið en geta í kvöld gert Blikum greiða með því að stela stigum af meisturunum. Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 15 leikjum, fjórum stigum frá HK sem situr í fallsæti eftir að hafa leikið leik meira. Valsarar tróna hins vegar á toppi deildarinnar með 33 stig. Þremur meira en Víkingur og fjórum meira en Blikar sem eiga leik til góða. Sigur Keflavíkur á Breiðabliki þann 25. júlí síðastliðinn virðist ætla að hafa mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar en með sigri væru Blikar aðeins stigi á eftir Val og með leik til góða. Keflavík getur gert Blikum þann greiða að núlla umrætt tap út með því að leggja Íslandsmeistarana að velli á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þó ekki tapað heimaleik það sem af er leiktíð svo það gæti reynst þrautinni þyngra. Keflavík hefur spilað frábæran fótbolta í sumar þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Nýliðarnir hafa komið verulega á óvart með góðri spilamennsku þó svo að úrslitin hafi ekki alltaf fallið með þeim. Það er því nokkuð lýsandi að liðið hafi unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Að því sögðu er liðið ekki mikið fyrir að tapa stórt og eftir að fá á sig fjögur mörk gegn Fylki þann 21. maí hafur liðið mest fengið á sig tvö mörk í leik síðan. Mikill andi virðist í liðinu sem lýsir sér best í því hvernig Ástbjörn Þórðarson mætti klæddur í viðtal að loknum bikarsigri á KA á miðvikudaginn var. @St2Sport vildi fá Lovebear í viðtal og kóngurinn mætti í markmannstreyjunni og brók pic.twitter.com/es0h8iQlfx— Sindri Kristinn (@sindrikrisss) August 12, 2021 Valsmenn hafa einnig verið upp og niður í síðustu leikjum og lítill stöðugleiki verið í frammistöðum liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur ekki gengið nægilega smurt fyrir sig og lenti liðið til að mynda á vegg gegn nýliðum Leiknis Reykjavíkur í síðustu umferð. Lærisveinar Heimis Guðjónssonar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hugmyndasnauðir fram á við þó margur hafi haldið að það myndi lagast þegar liðið á tímabilið. Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Vals, núverandi þjálfari FH og þáverandi sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var þó ekki á sama máli er leikstíll Vals var ræddur fyrr í sumar. Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins er því hvort Keflavík nær að stela stigi eða stigum á Hlíðarenda og hleypa toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í gjörsamt uppnám. Leikur Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 15 leikjum, fjórum stigum frá HK sem situr í fallsæti eftir að hafa leikið leik meira. Valsarar tróna hins vegar á toppi deildarinnar með 33 stig. Þremur meira en Víkingur og fjórum meira en Blikar sem eiga leik til góða. Sigur Keflavíkur á Breiðabliki þann 25. júlí síðastliðinn virðist ætla að hafa mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar en með sigri væru Blikar aðeins stigi á eftir Val og með leik til góða. Keflavík getur gert Blikum þann greiða að núlla umrætt tap út með því að leggja Íslandsmeistarana að velli á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þó ekki tapað heimaleik það sem af er leiktíð svo það gæti reynst þrautinni þyngra. Keflavík hefur spilað frábæran fótbolta í sumar þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Nýliðarnir hafa komið verulega á óvart með góðri spilamennsku þó svo að úrslitin hafi ekki alltaf fallið með þeim. Það er því nokkuð lýsandi að liðið hafi unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Að því sögðu er liðið ekki mikið fyrir að tapa stórt og eftir að fá á sig fjögur mörk gegn Fylki þann 21. maí hafur liðið mest fengið á sig tvö mörk í leik síðan. Mikill andi virðist í liðinu sem lýsir sér best í því hvernig Ástbjörn Þórðarson mætti klæddur í viðtal að loknum bikarsigri á KA á miðvikudaginn var. @St2Sport vildi fá Lovebear í viðtal og kóngurinn mætti í markmannstreyjunni og brók pic.twitter.com/es0h8iQlfx— Sindri Kristinn (@sindrikrisss) August 12, 2021 Valsmenn hafa einnig verið upp og niður í síðustu leikjum og lítill stöðugleiki verið í frammistöðum liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur ekki gengið nægilega smurt fyrir sig og lenti liðið til að mynda á vegg gegn nýliðum Leiknis Reykjavíkur í síðustu umferð. Lærisveinar Heimis Guðjónssonar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hugmyndasnauðir fram á við þó margur hafi haldið að það myndi lagast þegar liðið á tímabilið. Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Vals, núverandi þjálfari FH og þáverandi sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var þó ekki á sama máli er leikstíll Vals var ræddur fyrr í sumar. Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins er því hvort Keflavík nær að stela stigi eða stigum á Hlíðarenda og hleypa toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í gjörsamt uppnám. Leikur Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira