Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2021 07:00 Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og á það á hættu að hverfa undir sjó haldi yfirborð sjávar áfram að hækka eins og allt stefnir í. Vísir/EPA Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag var afdráttarlaus um að menn hafi nú stórfelld áhrif á loftslag jarðar og að áframhaldandi hlýnun jarðar leiði til vaxandi veðuröfga. Hún kvað þó einnig skýrt á um að með róttækum aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda væri hægt að halda hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Í bjartsýnustu sviðsmyndinni þar sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum stöðvaðist um miðja öldina og menn byrjuðu að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum færi hlýnun jarðar aðeins umfram þær 1,5°C sem stefnt er að í Parísarsamkomulaginu upp úr miðri öldinni en næði svo jafnvægi í kringum 1,4°C, borið saman við viðmiðunartímabilið þar sem áhrifa manna á loftslagið gætti ekki 1850-1900. Næðist kolefnishlutleysi ekki fyrr en á seinni hluta aldarinnar gæti hlýnun orðið nálægt efri mörkum Parísarsamkomulagsins um 2°C hlýnun. Sæist strax merki í hita, súrnun sjávar og loftgæðum Góðu fréttirnar eru að yrði ráðist í svo metnaðarfullar aðgerðir tæki það tiltölulega skamman tíma fyrir árangurinn að koma í ljós. Í skýrslu IPCC, sem byggir á fleiri en 14.000 vísindagreinum, segir að í bjartsýnustu sviðsmyndunum um þróun losunar á þessari öld væri hægt að greina áhrifin á meðalhita jarðar frá náttúrulegum sveiflum innan um það bil tuttugu ára. Smám saman gengi hnattræn hlýnun vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa til baka og súrnun sjávar drægist saman þegar styrkur koltvísýrings í lofti lækkaði. Í kaupbæti yrði einnig merkjanlegur munur á styrk svifryks og loftgæðum í þessum sviðsmyndum borið saman við þær sviðsmyndir þar sem losun yrði áfram mikil. Slæmu fréttirnar eru aftur á móti að jafnvel þó að menn hættu alfarið losun á gróðurhúsalofttegundum og byrjuðu að draga úr styrk þeirra í lofthjúpnum með því að fjarlægja kolefni úr honum með nýrri tækni eru sumar þeirra loftslagsbreytinga sem eru hafnar óafturkræfar í fleiri aldir eða jafnvel þúsaldir. Þannig segir í skýrslunni að það tæki líklega nokkrar aldir og allt að þúsundir ára að snúa við hækkun yfirborðs sjávar þrátt fyrir menn lækkuðu styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Ísjakar við stendur Grænlands. Grænlandsjökull tapaði um 234 milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári á öðrum áratug þessarar aldar. Það getur tekið þessa aðra stærstu ísbreiðu heims þúsundir ára að aðlagast að fullu nýju og hlýrra loftslagi.Vísir/Getty Losunin safnast upp og fer hvergi Ástæðan fyrir því að sumar loftslagsbreytingar halda áfram óáreittar þó að menn stöðvi losun er sú að koltvísýringur er þaulsetinn í andrúmsloftinu þegar hann er einu sinni þangað kominn. Gróður og hafið taka upp koltvísýring úr lofthjúpnum en annars getur hann verið þar í þúsundir ára og virkað eins og teppi sem heldur hita að yfirborði jarðarinnar. Hlýnun jarðar ræðst því ekki aðeins af núverandi losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum heldur af uppsafnaðri losun frá upphafi iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma hefur mönnum tekist að losa um það bil 2.390 milljarða tonna af koltvísýringi sem hafði verið bundinn í jarðlögum í milljónir ára. Nú þegar hefur hlýnað um rúmlega 1°C frá meðaltali áranna 1850-1900 og jafnvel með dramatískum aðgerðum til að ná kolefnishlutleysi um miðja öldina næði hlýnunin líklega 1,5°C fyrir árið 2040. Langlífi koltvísýrings í andrúmsloftinu þýðir einnig að sú hnattræna hlýnun sem er og verður gengur ekki til baka nema að menn hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda og finni leiðir til þess að binda þær í stórum stíl. Bjartsýnustu sviðsmyndir IPCC ganga út frá því að kolefni verði fjarlægt úr lofthjúpnum síðar á þessari öld. Þrátt fyrir árangur fyrirtækja eins og Carbfix á Íslandi á þessu sviði er fjarri því ljóst að tæknin til að fanga kolefni úr lofti verði tiltæk á þeim skala sem til þarf. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og einn höfunda skýrslu IPCC.Vísir/Stöð 2 Hafið hlýnar áfram og jöklar bráðna Sú losun sem þegar hefur átt sér stað frá iðnbyltingu þýðir að höf jarðar halda áfram að hlýna á þessari öld, yfirborðslög sjávar verða lagskiptari, sjór súrnar meira og styrkur súrefnis minnkar enn. Hversu mikið veltur á framtíðarlosun manna. „Breytingarnar eru óafturkræfar á hundrað til þúsund ára tímaskala hvað varðar hnattrænan sjávarhita, súrnun djúpsjávar og súrefnisþurrð,“ segir í ágripi af skýrslu IPCC fyrir stefnumótendur. Jöklar á fjöllum og á heimskautunum halda áfram að bráðna í áratugi eða aldri og þiðnun sífrera verður óafturkræf í hundruð ára samkvæmt skýrslunni. Nær öruggt er talið að massatap Grænlandsjökul haldi áfram á þessari öld og líklega Suðurskautslandinu líka. Jöklarnir lengi að aðlagast hlýrra loftslagi Áframhaldandi bráðnun jöklanna og stóru ísbreiðanna hefur þær afleiðingar að sjávarstaða kemur til með að hækka áfram og verða há í þúsundir ára. Sjávarstaðan hækkar einnig vegna varmaútþenslu sjávar en leysingarvatn af jöklum á landi leggur nú mest til hækkunarinnar. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, jöklafræðingur og einn höfunda IPCC-skýrslunnar, segir að viðbragðstími jöklanna sé svo langur að það taki þá marga áratugi að aðlagast þeirri hlýnun sem þegar er orðin vegna athafna manna. Litlu jöklarnir séu kvikari og aðlagist hlýrra loftslagi hraðar en þeir stærri. Stærri jöklar eins og Vatnajökull þurfa áratugi til þess að bregðast við. Risavöxnu ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu geta tekið ársþúsundir að ná nýju jafnvægi. „Við sjáum nú þegar að hraði massatapsins er að aukast og það mun halda áfram vegna þeirrar hlýnunar sem er nú þegar í kerfinu og svo að viðbættu því sem við vitum ekki hvað verður mikið í framtíðinni,“ segir Guðfinna. Árlegt massatap Grænlandsjökuls hefur þannig sexfaldast undanfarna þrjá áratugi og þar með framlag hans til hækkunar sjávarborðs. Að sama skapi hefur hert á hækkun sjávarstöðu á þessari öld en hún þegar sú hraðasta í þrjú þúsund ár á síðustu öld. Meðalhækkun sjávarborðs í nálægri og fjarlægri framtíð miðað við mismunandi sviðsmyndir skýrslunnar.ipcc Láglend svæði eins og Flórída og Bangladess í hættu Nái hnattræn hlýnun jafnvægi í 1,5°C miðað við fyrir iðnbyltingu er talið að meðalsjávarstaða á jörðinni hækki um tvo til þrjá metra á næstu tvö þúsund árum. Guðfinna bendir á að við tveggja metra hækkun sjávarstöðu færi helmingur Flórídaskaga í Bandaríkjunum undir sjó og Bangladess eins og það leggur sig. Verði hlýnun enn meiri og nái 2°C áður en menn ná tökum á henni gæti sjávarstöðuhækkunin orðið tveir til sex metrar næstu tvö árþúsundin en allt að nítján til tuttugu og tveir metrar ef hlýnun nær 5°C sem er möguleiki ef menn stórauka núverandi losun sína. Þessar spár segja höfundar skýrslu IPCC í samræmi við vísbendingar um hvernig var umhorfs á jörðinni á fyrri hlýskeiðum. Talið er að sjávarstaðan hafi verið á bilinu fimm til tíu metrum hærri en nú fyrir um 125.000 árum þegar meðalhiti jarðar var mjög líklega 0,5°C til 1,5°C hærri en á tímabilinu 1850-1900, sambærilegur við meðalhitann nú og þann sem stefnir í að verði strax um miðja öldina. Þegar hitinn var á bilinu 2,5-4°C hærri fyrir um það bil þremur milljónum ára var sjávarstaðan mjög líklega allt frá fimm til tuttugu og fimm metrum hærri en hún er nú. Stóri óvissuþátturinn um þróun sjávarstöðu er afdrif ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu. Yrði hrun í henni hækkaði sjávarstaðan mun meira en nú er gert ráð fyrir. Það er talið ólíklegt en ekki er hægt að útiloka þá sviðsmynd. „Þekkingin er ekki nógu mikil og við vitum í rauninni ekki alveg hvernig íshvelin munu bregðast við aukinni hlýnun. Það eru dæmi um að breytingarnar geta verið mjög hraðar en upplausnin á gögnunum sem höfum frá fyrri hlýskeiðum er það lítil að við vitum ekki alveg hversu hratt ísbreiðurnar geta brugðist við,“ segir Guðfinna. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag var afdráttarlaus um að menn hafi nú stórfelld áhrif á loftslag jarðar og að áframhaldandi hlýnun jarðar leiði til vaxandi veðuröfga. Hún kvað þó einnig skýrt á um að með róttækum aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda væri hægt að halda hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Í bjartsýnustu sviðsmyndinni þar sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum stöðvaðist um miðja öldina og menn byrjuðu að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum færi hlýnun jarðar aðeins umfram þær 1,5°C sem stefnt er að í Parísarsamkomulaginu upp úr miðri öldinni en næði svo jafnvægi í kringum 1,4°C, borið saman við viðmiðunartímabilið þar sem áhrifa manna á loftslagið gætti ekki 1850-1900. Næðist kolefnishlutleysi ekki fyrr en á seinni hluta aldarinnar gæti hlýnun orðið nálægt efri mörkum Parísarsamkomulagsins um 2°C hlýnun. Sæist strax merki í hita, súrnun sjávar og loftgæðum Góðu fréttirnar eru að yrði ráðist í svo metnaðarfullar aðgerðir tæki það tiltölulega skamman tíma fyrir árangurinn að koma í ljós. Í skýrslu IPCC, sem byggir á fleiri en 14.000 vísindagreinum, segir að í bjartsýnustu sviðsmyndunum um þróun losunar á þessari öld væri hægt að greina áhrifin á meðalhita jarðar frá náttúrulegum sveiflum innan um það bil tuttugu ára. Smám saman gengi hnattræn hlýnun vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa til baka og súrnun sjávar drægist saman þegar styrkur koltvísýrings í lofti lækkaði. Í kaupbæti yrði einnig merkjanlegur munur á styrk svifryks og loftgæðum í þessum sviðsmyndum borið saman við þær sviðsmyndir þar sem losun yrði áfram mikil. Slæmu fréttirnar eru aftur á móti að jafnvel þó að menn hættu alfarið losun á gróðurhúsalofttegundum og byrjuðu að draga úr styrk þeirra í lofthjúpnum með því að fjarlægja kolefni úr honum með nýrri tækni eru sumar þeirra loftslagsbreytinga sem eru hafnar óafturkræfar í fleiri aldir eða jafnvel þúsaldir. Þannig segir í skýrslunni að það tæki líklega nokkrar aldir og allt að þúsundir ára að snúa við hækkun yfirborðs sjávar þrátt fyrir menn lækkuðu styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Ísjakar við stendur Grænlands. Grænlandsjökull tapaði um 234 milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári á öðrum áratug þessarar aldar. Það getur tekið þessa aðra stærstu ísbreiðu heims þúsundir ára að aðlagast að fullu nýju og hlýrra loftslagi.Vísir/Getty Losunin safnast upp og fer hvergi Ástæðan fyrir því að sumar loftslagsbreytingar halda áfram óáreittar þó að menn stöðvi losun er sú að koltvísýringur er þaulsetinn í andrúmsloftinu þegar hann er einu sinni þangað kominn. Gróður og hafið taka upp koltvísýring úr lofthjúpnum en annars getur hann verið þar í þúsundir ára og virkað eins og teppi sem heldur hita að yfirborði jarðarinnar. Hlýnun jarðar ræðst því ekki aðeins af núverandi losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum heldur af uppsafnaðri losun frá upphafi iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma hefur mönnum tekist að losa um það bil 2.390 milljarða tonna af koltvísýringi sem hafði verið bundinn í jarðlögum í milljónir ára. Nú þegar hefur hlýnað um rúmlega 1°C frá meðaltali áranna 1850-1900 og jafnvel með dramatískum aðgerðum til að ná kolefnishlutleysi um miðja öldina næði hlýnunin líklega 1,5°C fyrir árið 2040. Langlífi koltvísýrings í andrúmsloftinu þýðir einnig að sú hnattræna hlýnun sem er og verður gengur ekki til baka nema að menn hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda og finni leiðir til þess að binda þær í stórum stíl. Bjartsýnustu sviðsmyndir IPCC ganga út frá því að kolefni verði fjarlægt úr lofthjúpnum síðar á þessari öld. Þrátt fyrir árangur fyrirtækja eins og Carbfix á Íslandi á þessu sviði er fjarri því ljóst að tæknin til að fanga kolefni úr lofti verði tiltæk á þeim skala sem til þarf. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og einn höfunda skýrslu IPCC.Vísir/Stöð 2 Hafið hlýnar áfram og jöklar bráðna Sú losun sem þegar hefur átt sér stað frá iðnbyltingu þýðir að höf jarðar halda áfram að hlýna á þessari öld, yfirborðslög sjávar verða lagskiptari, sjór súrnar meira og styrkur súrefnis minnkar enn. Hversu mikið veltur á framtíðarlosun manna. „Breytingarnar eru óafturkræfar á hundrað til þúsund ára tímaskala hvað varðar hnattrænan sjávarhita, súrnun djúpsjávar og súrefnisþurrð,“ segir í ágripi af skýrslu IPCC fyrir stefnumótendur. Jöklar á fjöllum og á heimskautunum halda áfram að bráðna í áratugi eða aldri og þiðnun sífrera verður óafturkræf í hundruð ára samkvæmt skýrslunni. Nær öruggt er talið að massatap Grænlandsjökul haldi áfram á þessari öld og líklega Suðurskautslandinu líka. Jöklarnir lengi að aðlagast hlýrra loftslagi Áframhaldandi bráðnun jöklanna og stóru ísbreiðanna hefur þær afleiðingar að sjávarstaða kemur til með að hækka áfram og verða há í þúsundir ára. Sjávarstaðan hækkar einnig vegna varmaútþenslu sjávar en leysingarvatn af jöklum á landi leggur nú mest til hækkunarinnar. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, jöklafræðingur og einn höfunda IPCC-skýrslunnar, segir að viðbragðstími jöklanna sé svo langur að það taki þá marga áratugi að aðlagast þeirri hlýnun sem þegar er orðin vegna athafna manna. Litlu jöklarnir séu kvikari og aðlagist hlýrra loftslagi hraðar en þeir stærri. Stærri jöklar eins og Vatnajökull þurfa áratugi til þess að bregðast við. Risavöxnu ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu geta tekið ársþúsundir að ná nýju jafnvægi. „Við sjáum nú þegar að hraði massatapsins er að aukast og það mun halda áfram vegna þeirrar hlýnunar sem er nú þegar í kerfinu og svo að viðbættu því sem við vitum ekki hvað verður mikið í framtíðinni,“ segir Guðfinna. Árlegt massatap Grænlandsjökuls hefur þannig sexfaldast undanfarna þrjá áratugi og þar með framlag hans til hækkunar sjávarborðs. Að sama skapi hefur hert á hækkun sjávarstöðu á þessari öld en hún þegar sú hraðasta í þrjú þúsund ár á síðustu öld. Meðalhækkun sjávarborðs í nálægri og fjarlægri framtíð miðað við mismunandi sviðsmyndir skýrslunnar.ipcc Láglend svæði eins og Flórída og Bangladess í hættu Nái hnattræn hlýnun jafnvægi í 1,5°C miðað við fyrir iðnbyltingu er talið að meðalsjávarstaða á jörðinni hækki um tvo til þrjá metra á næstu tvö þúsund árum. Guðfinna bendir á að við tveggja metra hækkun sjávarstöðu færi helmingur Flórídaskaga í Bandaríkjunum undir sjó og Bangladess eins og það leggur sig. Verði hlýnun enn meiri og nái 2°C áður en menn ná tökum á henni gæti sjávarstöðuhækkunin orðið tveir til sex metrar næstu tvö árþúsundin en allt að nítján til tuttugu og tveir metrar ef hlýnun nær 5°C sem er möguleiki ef menn stórauka núverandi losun sína. Þessar spár segja höfundar skýrslu IPCC í samræmi við vísbendingar um hvernig var umhorfs á jörðinni á fyrri hlýskeiðum. Talið er að sjávarstaðan hafi verið á bilinu fimm til tíu metrum hærri en nú fyrir um 125.000 árum þegar meðalhiti jarðar var mjög líklega 0,5°C til 1,5°C hærri en á tímabilinu 1850-1900, sambærilegur við meðalhitann nú og þann sem stefnir í að verði strax um miðja öldina. Þegar hitinn var á bilinu 2,5-4°C hærri fyrir um það bil þremur milljónum ára var sjávarstaðan mjög líklega allt frá fimm til tuttugu og fimm metrum hærri en hún er nú. Stóri óvissuþátturinn um þróun sjávarstöðu er afdrif ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu. Yrði hrun í henni hækkaði sjávarstaðan mun meira en nú er gert ráð fyrir. Það er talið ólíklegt en ekki er hægt að útiloka þá sviðsmynd. „Þekkingin er ekki nógu mikil og við vitum í rauninni ekki alveg hvernig íshvelin munu bregðast við aukinni hlýnun. Það eru dæmi um að breytingarnar geta verið mjög hraðar en upplausnin á gögnunum sem höfum frá fyrri hlýskeiðum er það lítil að við vitum ekki alveg hversu hratt ísbreiðurnar geta brugðist við,“ segir Guðfinna.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01