Hið raunverulega lím ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 13:31 Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo sem gömul saga og ný hjá þessum flokkum. Það má auðvitað ekki eyðileggja partýið. Hinn taktvissi gangur kyrrstöðunnar; varðstöðunnar um sérhagsmuni skal sleginn áfram. Það er skjólið sem Vinstri græn veita. Gegnsæi og áhrif fiskverðs Viðreisn hefur ítrekað að þjóðin og sjómenn þurfi hlutinn sinn. Það fæst meðal annars með því að treysta markaðnum til að verðleggja þjóðarauðlindina í stað pólitískra naflastrengja stjórnarflokkanna við útgerðina. Gegnsæi er hér líka lykilatriði, ekki síst þegar kemur að ákvörðun fiskverðs. Sífelld spenna um verðlagningu á fiski hér á landi veldur tortryggni milli sjómanna og útgerða. Meðan að eðlilegar skýringar finnast ekki skapar það ósætti innan greinarinnar og við þjóðina. Eitt af því augljósa er að efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs. Opinbert verð á fiski – sem notað er við útreikning veiðigjalds og í uppgjöri við sjómenn er 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Bæði þjóðin og sjómenn eru því skert um hlutinn sinn. Áhrifin á stofn veiðigjalds gætu því verið tvöföldun þess. Það er dágóð aukning. Það þarf að auka gegnsæi innan sjávarútvegsins og sýnileika áhrifa útgerðar á aðra þætti þjóðmálanna. Bakhjarlar ríkisstjórnar vilja ekki breytingar Helsta ástæða þess að allt verður lagt í sölurnar til að þessi ríkisstjórn haldi áfram er að mikilvægir og þurftafrekir bakhjarlar hennar vilja ekki breytingar. Þær nauðsynlegu umbætur sem þarf til að auka réttlæti við skiptingu á gæðum sjávarauðlindarinnar og fyrirsjáanleika má ekki setja á dagskrá. Það er engin tilviljun að allar tillögur Viðreisnar um tímabindingu samninga, tilraun með makríl og markaðsverð, almennilegt auðlindaákvæði eða aukið gegnsæi um eignarhald og tengda aðila í sjávarútvegi hafa allar verið felldar eða ekki fengist ræddar. Allar. Og eins þunglamalegar lægðir fylgja haustinu birtast okkur SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi rétt fyrir kosningar og halda upp vörnum fyrir flokkanna. Ásamt Morgunblaðinu, hinu ríkisstyrkta útgerðarblaði. Allt skal gert til að passa upp á að kyrrstaðan haldi áfram. Varðstaðan um sérreglur. Fyrir útvalda. Út á það gengur þetta stjórnarsamstarf, það er límið þegar upp er staðið. Skoðum nokkur atriði. Fáar ríkisstjórnir hafa haft jafn skýrt umboð frá kjósendum til að efla heilbrigðiskerfið. Samt sitjum við uppi með erfiðleika við að leyfa okkur að lifa með veirunni því ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna sína og styrk stoðir heilbrigðisþjónustunnar. Eins og hún fékk umboð til að gera í kosningunum 2017. Það umboð fólst ekki í fjölgun biðlista með tilheyrandi þjáningum. Loftslagsstefna og aðgerðir ríkisstjórnar eru síðan ekki í takti við raunheima eins og ný skýrsla Sameinuðu Þjóðanna sýnir og skýrt auðlindaákvæði í þágu þjóðar kemst ekki í stjórnarskrá því sætið við borðsendann vill ekki, þegar upp er staðið, hrófla við ríkisstjórninni. Þegar þetta er teiknað upp verður forgangsröðun gleggri og myndin skýr. Rauði takkinn á þingi er góðkunningi stjórnarþingmanna og ráðherra. Á meðan verður raunverulegur þjóðarhlutur í sjávarauðlindinni áfram látinn sitja á hakanum. Fyrir vikið treystir útgerðin ítök sín og festir hlut sinn í sessi. Sjaldan sem ábyrgð kjósenda hefur verið jafnaugljós. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo sem gömul saga og ný hjá þessum flokkum. Það má auðvitað ekki eyðileggja partýið. Hinn taktvissi gangur kyrrstöðunnar; varðstöðunnar um sérhagsmuni skal sleginn áfram. Það er skjólið sem Vinstri græn veita. Gegnsæi og áhrif fiskverðs Viðreisn hefur ítrekað að þjóðin og sjómenn þurfi hlutinn sinn. Það fæst meðal annars með því að treysta markaðnum til að verðleggja þjóðarauðlindina í stað pólitískra naflastrengja stjórnarflokkanna við útgerðina. Gegnsæi er hér líka lykilatriði, ekki síst þegar kemur að ákvörðun fiskverðs. Sífelld spenna um verðlagningu á fiski hér á landi veldur tortryggni milli sjómanna og útgerða. Meðan að eðlilegar skýringar finnast ekki skapar það ósætti innan greinarinnar og við þjóðina. Eitt af því augljósa er að efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs. Opinbert verð á fiski – sem notað er við útreikning veiðigjalds og í uppgjöri við sjómenn er 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Bæði þjóðin og sjómenn eru því skert um hlutinn sinn. Áhrifin á stofn veiðigjalds gætu því verið tvöföldun þess. Það er dágóð aukning. Það þarf að auka gegnsæi innan sjávarútvegsins og sýnileika áhrifa útgerðar á aðra þætti þjóðmálanna. Bakhjarlar ríkisstjórnar vilja ekki breytingar Helsta ástæða þess að allt verður lagt í sölurnar til að þessi ríkisstjórn haldi áfram er að mikilvægir og þurftafrekir bakhjarlar hennar vilja ekki breytingar. Þær nauðsynlegu umbætur sem þarf til að auka réttlæti við skiptingu á gæðum sjávarauðlindarinnar og fyrirsjáanleika má ekki setja á dagskrá. Það er engin tilviljun að allar tillögur Viðreisnar um tímabindingu samninga, tilraun með makríl og markaðsverð, almennilegt auðlindaákvæði eða aukið gegnsæi um eignarhald og tengda aðila í sjávarútvegi hafa allar verið felldar eða ekki fengist ræddar. Allar. Og eins þunglamalegar lægðir fylgja haustinu birtast okkur SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi rétt fyrir kosningar og halda upp vörnum fyrir flokkanna. Ásamt Morgunblaðinu, hinu ríkisstyrkta útgerðarblaði. Allt skal gert til að passa upp á að kyrrstaðan haldi áfram. Varðstaðan um sérreglur. Fyrir útvalda. Út á það gengur þetta stjórnarsamstarf, það er límið þegar upp er staðið. Skoðum nokkur atriði. Fáar ríkisstjórnir hafa haft jafn skýrt umboð frá kjósendum til að efla heilbrigðiskerfið. Samt sitjum við uppi með erfiðleika við að leyfa okkur að lifa með veirunni því ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna sína og styrk stoðir heilbrigðisþjónustunnar. Eins og hún fékk umboð til að gera í kosningunum 2017. Það umboð fólst ekki í fjölgun biðlista með tilheyrandi þjáningum. Loftslagsstefna og aðgerðir ríkisstjórnar eru síðan ekki í takti við raunheima eins og ný skýrsla Sameinuðu Þjóðanna sýnir og skýrt auðlindaákvæði í þágu þjóðar kemst ekki í stjórnarskrá því sætið við borðsendann vill ekki, þegar upp er staðið, hrófla við ríkisstjórninni. Þegar þetta er teiknað upp verður forgangsröðun gleggri og myndin skýr. Rauði takkinn á þingi er góðkunningi stjórnarþingmanna og ráðherra. Á meðan verður raunverulegur þjóðarhlutur í sjávarauðlindinni áfram látinn sitja á hakanum. Fyrir vikið treystir útgerðin ítök sín og festir hlut sinn í sessi. Sjaldan sem ábyrgð kjósenda hefur verið jafnaugljós. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun