Frá frumkvöðlaráðgjöf í Ástralíu til Play Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2021 11:46 Jóhann Pétur Harðarson hefur tekið við sem lögfræðingur flugfélagsins Play. Mynd/Play Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur flugfélagsins Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að Jóhann Pétur hafi víðtæka alþjóðlega reynslu úr atvinnulífi. Hann hafi starfað í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu. Nú síðast starfaði Jóhann Pétur í Ástralíu við ráðgjöf til frumkvöðla. Þar áður var hann starfsmaður í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Á árunum 2006 til 2012 var Jóhann Pétur lögfræðingur hjá Össuri hf., fyrst staðsettur á Íslandi og síðar í Bandaríkjunum. Hjá Össuri sinnti hann víðtækri lögfræðiráðgjöf þvert á stoðsvið í flestum starfslöndum félagsins. Hann mun bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Þá verður hann regluvörður félagsins. Hann hóf störf í júlí. „Við erum stolt af því að fá Jóhann Pétur í liðið okkar enda hefur hann mjög sterkan og breiðan bakgrunn og mikla reynslu úr alþjóðlegu rekstrarumhverfi í viðbót við lögfræðiþekkinguna. PLAY stækkar hratt þessa dagana og við leggjum mikla áherslu á að skapa öflugt teymi sem getur unnið þétt saman í því kvika umhverfi sem flugrekstur er. Jóhann Pétur kemur svo sannarlega inn sem öflugur liðsmaður á sama tíma og það er stutt í leikgleðina hjá honum. Ég býð hann velkominn á leikvöllinn og hlakka til að vinna með honum í framtíðinni,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra PLAY. Jóhann Pétur er með Cand. Jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá NYU, Stern School of Business. Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13 Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að Jóhann Pétur hafi víðtæka alþjóðlega reynslu úr atvinnulífi. Hann hafi starfað í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu. Nú síðast starfaði Jóhann Pétur í Ástralíu við ráðgjöf til frumkvöðla. Þar áður var hann starfsmaður í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Á árunum 2006 til 2012 var Jóhann Pétur lögfræðingur hjá Össuri hf., fyrst staðsettur á Íslandi og síðar í Bandaríkjunum. Hjá Össuri sinnti hann víðtækri lögfræðiráðgjöf þvert á stoðsvið í flestum starfslöndum félagsins. Hann mun bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Þá verður hann regluvörður félagsins. Hann hóf störf í júlí. „Við erum stolt af því að fá Jóhann Pétur í liðið okkar enda hefur hann mjög sterkan og breiðan bakgrunn og mikla reynslu úr alþjóðlegu rekstrarumhverfi í viðbót við lögfræðiþekkinguna. PLAY stækkar hratt þessa dagana og við leggjum mikla áherslu á að skapa öflugt teymi sem getur unnið þétt saman í því kvika umhverfi sem flugrekstur er. Jóhann Pétur kemur svo sannarlega inn sem öflugur liðsmaður á sama tíma og það er stutt í leikgleðina hjá honum. Ég býð hann velkominn á leikvöllinn og hlakka til að vinna með honum í framtíðinni,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra PLAY. Jóhann Pétur er með Cand. Jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá NYU, Stern School of Business.
Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13 Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13
Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29