Frá frumkvöðlaráðgjöf í Ástralíu til Play Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2021 11:46 Jóhann Pétur Harðarson hefur tekið við sem lögfræðingur flugfélagsins Play. Mynd/Play Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur flugfélagsins Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að Jóhann Pétur hafi víðtæka alþjóðlega reynslu úr atvinnulífi. Hann hafi starfað í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu. Nú síðast starfaði Jóhann Pétur í Ástralíu við ráðgjöf til frumkvöðla. Þar áður var hann starfsmaður í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Á árunum 2006 til 2012 var Jóhann Pétur lögfræðingur hjá Össuri hf., fyrst staðsettur á Íslandi og síðar í Bandaríkjunum. Hjá Össuri sinnti hann víðtækri lögfræðiráðgjöf þvert á stoðsvið í flestum starfslöndum félagsins. Hann mun bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Þá verður hann regluvörður félagsins. Hann hóf störf í júlí. „Við erum stolt af því að fá Jóhann Pétur í liðið okkar enda hefur hann mjög sterkan og breiðan bakgrunn og mikla reynslu úr alþjóðlegu rekstrarumhverfi í viðbót við lögfræðiþekkinguna. PLAY stækkar hratt þessa dagana og við leggjum mikla áherslu á að skapa öflugt teymi sem getur unnið þétt saman í því kvika umhverfi sem flugrekstur er. Jóhann Pétur kemur svo sannarlega inn sem öflugur liðsmaður á sama tíma og það er stutt í leikgleðina hjá honum. Ég býð hann velkominn á leikvöllinn og hlakka til að vinna með honum í framtíðinni,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra PLAY. Jóhann Pétur er með Cand. Jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá NYU, Stern School of Business. Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13 Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að Jóhann Pétur hafi víðtæka alþjóðlega reynslu úr atvinnulífi. Hann hafi starfað í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu. Nú síðast starfaði Jóhann Pétur í Ástralíu við ráðgjöf til frumkvöðla. Þar áður var hann starfsmaður í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Á árunum 2006 til 2012 var Jóhann Pétur lögfræðingur hjá Össuri hf., fyrst staðsettur á Íslandi og síðar í Bandaríkjunum. Hjá Össuri sinnti hann víðtækri lögfræðiráðgjöf þvert á stoðsvið í flestum starfslöndum félagsins. Hann mun bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Þá verður hann regluvörður félagsins. Hann hóf störf í júlí. „Við erum stolt af því að fá Jóhann Pétur í liðið okkar enda hefur hann mjög sterkan og breiðan bakgrunn og mikla reynslu úr alþjóðlegu rekstrarumhverfi í viðbót við lögfræðiþekkinguna. PLAY stækkar hratt þessa dagana og við leggjum mikla áherslu á að skapa öflugt teymi sem getur unnið þétt saman í því kvika umhverfi sem flugrekstur er. Jóhann Pétur kemur svo sannarlega inn sem öflugur liðsmaður á sama tíma og það er stutt í leikgleðina hjá honum. Ég býð hann velkominn á leikvöllinn og hlakka til að vinna með honum í framtíðinni,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra PLAY. Jóhann Pétur er með Cand. Jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá NYU, Stern School of Business.
Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13 Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13
Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29