Sum atkvæði eru jafnari en önnur Andrés Ingi Jónsson skrifar 2. ágúst 2021 14:30 Stuttu fyrir þinglok felldu stjórnarliðar breytingartillögu um fjölgun jöfnunarsæta og jöfnun atkvæðavægis sem hefði tryggt að flokkar fái þingmenn í meira samræmi við fylgi sitt. Miðað við nýjustu útreikninga er núverandi skekkja líkleg til að gagnast stjórnarflokkunum til að ná inn fleiri þingmönnum en fylgi þeirra segir til um - en hana hefði mátt leiðrétta með einfaldri breytingu á kosningakerfinu þegar þingið samþykkti ný heildarlög um kosningar. Í hádegisfréttum RÚV í dag var haft eftir þingflokksformanni Vinstri grænna að tillagan hefði verið felld vegna þess að þörf hefði verið á meiri umræðu innan þingsins. Umræðan var samt töluverð. Breytingartillagan var felld af öllum þingmönnum stjórnarflokkanna og Miðflokksins 12. júní, við afgreiðslu frumvarps til nýrra kosningalaga, en breytingartillagan sjálf kom fram 8. júní. Hins vegar á hún sér rætur í tveimur þingmannafrumvörpum sem komu fram löngu fyrr. Píratar lögðu í febrúar fram frumvarp um fjölgun jöfnunarsæta, sem mælt var fyrir 12. mars. Þá strax sýndu kannanir að veruleg vandræði væru í uppsiglingu við úthlutun þingsæta í alþingiskosningum vegna skorts á jöfnunarsætum til að ná utan um þann fjölda flokka sem stefnir í að nái kjöri. Í haust lagði Viðreisn fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis, sem mælt var fyrir 15. október. Leið Viðreisnar er einföld útfærsla sem rúmast innan einfaldrar lagabreytingar og krefst því ekki breytinga á stjórnarskrá. Umræðan átti sér ekki bara stað í tengslum við þessi tvö þingmál stjórnarandstöðunnar í vetur, heldur var þessum sjónarmiðum komið rækilega á framfæri í umsögnum við kosningalagafrumvarpið. Þar ber helst að nefna umsögn Ólafs Þ. Harðarsonar, sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk í hendurnar 25. janúar. Tillagan sem þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokksins höfnuðu í júní var lokapunktur umræðu sem hófst í október, janúar eða mars, eftir því hvernig á það er litið. Þingið þurfti ekki meiri tíma fyrir umræðu. Það þurfti bara vilja. Vilja sem stjórnarliða (auk Miðflokksins) skortir. Þegar á reyndi treystu stjórnarliðar sér ekki til að styrkja lýðræðið með því að draga úr misrétti kosningakerfisins. Misrétti sem nýtist stjórnarflokkunum sérstaklega og gerir sum atkvæði jafnari en önnur. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Kjördæmaskipan Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Stuttu fyrir þinglok felldu stjórnarliðar breytingartillögu um fjölgun jöfnunarsæta og jöfnun atkvæðavægis sem hefði tryggt að flokkar fái þingmenn í meira samræmi við fylgi sitt. Miðað við nýjustu útreikninga er núverandi skekkja líkleg til að gagnast stjórnarflokkunum til að ná inn fleiri þingmönnum en fylgi þeirra segir til um - en hana hefði mátt leiðrétta með einfaldri breytingu á kosningakerfinu þegar þingið samþykkti ný heildarlög um kosningar. Í hádegisfréttum RÚV í dag var haft eftir þingflokksformanni Vinstri grænna að tillagan hefði verið felld vegna þess að þörf hefði verið á meiri umræðu innan þingsins. Umræðan var samt töluverð. Breytingartillagan var felld af öllum þingmönnum stjórnarflokkanna og Miðflokksins 12. júní, við afgreiðslu frumvarps til nýrra kosningalaga, en breytingartillagan sjálf kom fram 8. júní. Hins vegar á hún sér rætur í tveimur þingmannafrumvörpum sem komu fram löngu fyrr. Píratar lögðu í febrúar fram frumvarp um fjölgun jöfnunarsæta, sem mælt var fyrir 12. mars. Þá strax sýndu kannanir að veruleg vandræði væru í uppsiglingu við úthlutun þingsæta í alþingiskosningum vegna skorts á jöfnunarsætum til að ná utan um þann fjölda flokka sem stefnir í að nái kjöri. Í haust lagði Viðreisn fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis, sem mælt var fyrir 15. október. Leið Viðreisnar er einföld útfærsla sem rúmast innan einfaldrar lagabreytingar og krefst því ekki breytinga á stjórnarskrá. Umræðan átti sér ekki bara stað í tengslum við þessi tvö þingmál stjórnarandstöðunnar í vetur, heldur var þessum sjónarmiðum komið rækilega á framfæri í umsögnum við kosningalagafrumvarpið. Þar ber helst að nefna umsögn Ólafs Þ. Harðarsonar, sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk í hendurnar 25. janúar. Tillagan sem þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokksins höfnuðu í júní var lokapunktur umræðu sem hófst í október, janúar eða mars, eftir því hvernig á það er litið. Þingið þurfti ekki meiri tíma fyrir umræðu. Það þurfti bara vilja. Vilja sem stjórnarliða (auk Miðflokksins) skortir. Þegar á reyndi treystu stjórnarliðar sér ekki til að styrkja lýðræðið með því að draga úr misrétti kosningakerfisins. Misrétti sem nýtist stjórnarflokkunum sérstaklega og gerir sum atkvæði jafnari en önnur. Höfundur er þingmaður Pírata.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun