Sum atkvæði eru jafnari en önnur Andrés Ingi Jónsson skrifar 2. ágúst 2021 14:30 Stuttu fyrir þinglok felldu stjórnarliðar breytingartillögu um fjölgun jöfnunarsæta og jöfnun atkvæðavægis sem hefði tryggt að flokkar fái þingmenn í meira samræmi við fylgi sitt. Miðað við nýjustu útreikninga er núverandi skekkja líkleg til að gagnast stjórnarflokkunum til að ná inn fleiri þingmönnum en fylgi þeirra segir til um - en hana hefði mátt leiðrétta með einfaldri breytingu á kosningakerfinu þegar þingið samþykkti ný heildarlög um kosningar. Í hádegisfréttum RÚV í dag var haft eftir þingflokksformanni Vinstri grænna að tillagan hefði verið felld vegna þess að þörf hefði verið á meiri umræðu innan þingsins. Umræðan var samt töluverð. Breytingartillagan var felld af öllum þingmönnum stjórnarflokkanna og Miðflokksins 12. júní, við afgreiðslu frumvarps til nýrra kosningalaga, en breytingartillagan sjálf kom fram 8. júní. Hins vegar á hún sér rætur í tveimur þingmannafrumvörpum sem komu fram löngu fyrr. Píratar lögðu í febrúar fram frumvarp um fjölgun jöfnunarsæta, sem mælt var fyrir 12. mars. Þá strax sýndu kannanir að veruleg vandræði væru í uppsiglingu við úthlutun þingsæta í alþingiskosningum vegna skorts á jöfnunarsætum til að ná utan um þann fjölda flokka sem stefnir í að nái kjöri. Í haust lagði Viðreisn fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis, sem mælt var fyrir 15. október. Leið Viðreisnar er einföld útfærsla sem rúmast innan einfaldrar lagabreytingar og krefst því ekki breytinga á stjórnarskrá. Umræðan átti sér ekki bara stað í tengslum við þessi tvö þingmál stjórnarandstöðunnar í vetur, heldur var þessum sjónarmiðum komið rækilega á framfæri í umsögnum við kosningalagafrumvarpið. Þar ber helst að nefna umsögn Ólafs Þ. Harðarsonar, sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk í hendurnar 25. janúar. Tillagan sem þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokksins höfnuðu í júní var lokapunktur umræðu sem hófst í október, janúar eða mars, eftir því hvernig á það er litið. Þingið þurfti ekki meiri tíma fyrir umræðu. Það þurfti bara vilja. Vilja sem stjórnarliða (auk Miðflokksins) skortir. Þegar á reyndi treystu stjórnarliðar sér ekki til að styrkja lýðræðið með því að draga úr misrétti kosningakerfisins. Misrétti sem nýtist stjórnarflokkunum sérstaklega og gerir sum atkvæði jafnari en önnur. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Kjördæmaskipan Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Stuttu fyrir þinglok felldu stjórnarliðar breytingartillögu um fjölgun jöfnunarsæta og jöfnun atkvæðavægis sem hefði tryggt að flokkar fái þingmenn í meira samræmi við fylgi sitt. Miðað við nýjustu útreikninga er núverandi skekkja líkleg til að gagnast stjórnarflokkunum til að ná inn fleiri þingmönnum en fylgi þeirra segir til um - en hana hefði mátt leiðrétta með einfaldri breytingu á kosningakerfinu þegar þingið samþykkti ný heildarlög um kosningar. Í hádegisfréttum RÚV í dag var haft eftir þingflokksformanni Vinstri grænna að tillagan hefði verið felld vegna þess að þörf hefði verið á meiri umræðu innan þingsins. Umræðan var samt töluverð. Breytingartillagan var felld af öllum þingmönnum stjórnarflokkanna og Miðflokksins 12. júní, við afgreiðslu frumvarps til nýrra kosningalaga, en breytingartillagan sjálf kom fram 8. júní. Hins vegar á hún sér rætur í tveimur þingmannafrumvörpum sem komu fram löngu fyrr. Píratar lögðu í febrúar fram frumvarp um fjölgun jöfnunarsæta, sem mælt var fyrir 12. mars. Þá strax sýndu kannanir að veruleg vandræði væru í uppsiglingu við úthlutun þingsæta í alþingiskosningum vegna skorts á jöfnunarsætum til að ná utan um þann fjölda flokka sem stefnir í að nái kjöri. Í haust lagði Viðreisn fram frumvarp um jöfnun atkvæðavægis, sem mælt var fyrir 15. október. Leið Viðreisnar er einföld útfærsla sem rúmast innan einfaldrar lagabreytingar og krefst því ekki breytinga á stjórnarskrá. Umræðan átti sér ekki bara stað í tengslum við þessi tvö þingmál stjórnarandstöðunnar í vetur, heldur var þessum sjónarmiðum komið rækilega á framfæri í umsögnum við kosningalagafrumvarpið. Þar ber helst að nefna umsögn Ólafs Þ. Harðarsonar, sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk í hendurnar 25. janúar. Tillagan sem þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokksins höfnuðu í júní var lokapunktur umræðu sem hófst í október, janúar eða mars, eftir því hvernig á það er litið. Þingið þurfti ekki meiri tíma fyrir umræðu. Það þurfti bara vilja. Vilja sem stjórnarliða (auk Miðflokksins) skortir. Þegar á reyndi treystu stjórnarliðar sér ekki til að styrkja lýðræðið með því að draga úr misrétti kosningakerfisins. Misrétti sem nýtist stjórnarflokkunum sérstaklega og gerir sum atkvæði jafnari en önnur. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun