Stærsta verkefnið krefst skýrrar sýnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson skrifa 28. júlí 2021 13:00 Fyrir mánuði tilkynnti forsætisráðherra að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands og sagði að staðan á Íslandi væri með besta móti í alþjóðlegu samhengi. Heilbrigðisráðherra hvatti landsmenn til að njóta sumarsins og dómsmálaráðherra óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Ísland var grænasta land í heimi. Aðeins mánuði seinna kallar heilbrigðisráðherra eftir því að staðan, sem þá var því miður orðin umtalsvert dekkri, verði ekki „pólitískt bitbein“. En þegar baráttan við heimsfaraldur er í árum talin geta stjórnvöld ekki lengur bara krafist samstöðu án umræðu. Það er bæði óheilbrigð og ólýðræðisleg krafa. Við þessar aðstæður þarf nauðsynlega að eiga sér stað samtal um hvernig bólusett samfélag tekst á við heimsfaraldur og hvaða leiðir ná bestu jafnvægi með tilliti til þeirra mörgu mikilvægu hagsmuna sem verja þarf. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, um það eru flestir sammála. En almannahagsmunir eru jafnframt önnur velferð fólksins í landinu, atvinna fólks, mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Ein fjölmargra grundvallarspurninga í aðdraganda hausts er til dæmis hvernig réttur barna til skólagöngu verður tryggður. Hvað hefur menntamálráðherra gert til að styðja kennara og nemendur í þeirri áskorun sem þeir standa frammi fyrir í næsta mánuði? Óskýr skilaboð og aukið á glundroðann Aðgerðir sem í eðli sínu eru pólitískar og sem hafa áhrif á daglegt líf, félagslegar aðstæður fólksins í landinu og efnahagslíf geta ekki til lengri tíma verið nánast eingöngu samtal milli heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna lista um aðgerðir, mánuðum og jafnvel árum saman. Það er uppskrift að því að þjóð sem hefur tekist á við erfiðan heimsfaraldur af mikilli skynsemi og yfirvegun missi þrekið og þolinmæðina. Markmiðin þurfa að vera skýr og skilaboð stjórnvalda sömuleiðis. Svo er einfaldlega ekki í dag. Einstaka ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar auka svo á glundroðann með því að lýsa því opinberlega yfir að þeir dragi aðgerðirnar í efa sem og markmiðin þar að baki, en hafi engu að síður stutt þær. Það er reyndar umhugsunarverð meðferð valds að ráðherra sem dregur aðgerðirnar í efa hafi engu að síður talið eðlilegt að styðja þær. Krafa um hlýðni Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega stærsta pólitíska viðfangsefni samfélagsins. Lýðræðisleg umræða hefur þess vegna sjaldan verið mikilvægari. Án gagnrýninnar umræðu geta stjórnvöld ekki gætt hagsmuna almennings eins og þeim er ætlað. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum væri dapurlegt ef dómurinn verður sá að hugmyndafræðileg umræða hafi verið vængstýfð. Krafa ráðherra um samstöðu án opinnar umræðu stjórnmálanna er ekki krafa um samstöðu heldur krafa um hlýðni. Það er tvennt verulega ólíkt. Þingflokkur Viðreisnar óskaði síðastliðið haust eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi þinginu hálfs mánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir. Við því var orðið, enda er það réttur þingsins og um leið rík skylda þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með stjórnvöldum. Þessi skylda er ríkari nú þegar ljóst er að hið erfiða ástand dregst enn á langinn. Og það samtal snýst auðvitað ekki eingöngu um hverjar tilteknar aðgerðir eru á hverjum tíma um sig heldur um markmið, forsendur – og um framtíðarsýn í baráttunni við heimsfaraldur. Hvernig á að halda áfram með daglegt líf? Leiðarljósið hefur verið að verkefnið sé okkar allra. Stóra áskorunin er enn sjálf glíman við heimsfaraldurinn en við stöndum nú jafnframt frammi fyrir öðrum mikilvægum verkefnum sem einnig varða grundvallarhagsmuni almennings. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá nálgun að fara að ráðgjöf sérfræðinga, að fylgja vísindunum í baráttunni við heimsfaraldurinn og sú afstaða hefur ekki breyst. Verkefnið var upphaflega að verja líf og heilsu, að verja heilbrigðiskerfið og að koma þjóðinni í skjól með bólusetningu. Nú þegar aðgerðir eru í árum taldar þá verður að nálgast verkefnið sem pólitískt, enda eru mikilvægir hagsmunir almennings í þessu máli margþættir. Þar verður eftir sem áður að byggja ákvarðanir á vísindum og í samráði við sérfræðinga en jafnframt að fá fleiri að borðinu til að tryggja sem eðlilegast líf í samfélaginu. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram baráttunni við heimsfaraldur eftir bólusetningu og hvernig á að halda áfram með daglegt líf. Beinskeytt og opið samtal um markmið og leiðir er ekki bara æskilegt núna heldur nauðsynlegt. Verkefnið er enn okkar allra og við erum öll saman í þessu – en samtalið verður að fá að vera það líka. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mánuði tilkynnti forsætisráðherra að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands og sagði að staðan á Íslandi væri með besta móti í alþjóðlegu samhengi. Heilbrigðisráðherra hvatti landsmenn til að njóta sumarsins og dómsmálaráðherra óskaði landsmönnum til hamingju með daginn. Ísland var grænasta land í heimi. Aðeins mánuði seinna kallar heilbrigðisráðherra eftir því að staðan, sem þá var því miður orðin umtalsvert dekkri, verði ekki „pólitískt bitbein“. En þegar baráttan við heimsfaraldur er í árum talin geta stjórnvöld ekki lengur bara krafist samstöðu án umræðu. Það er bæði óheilbrigð og ólýðræðisleg krafa. Við þessar aðstæður þarf nauðsynlega að eiga sér stað samtal um hvernig bólusett samfélag tekst á við heimsfaraldur og hvaða leiðir ná bestu jafnvægi með tilliti til þeirra mörgu mikilvægu hagsmuna sem verja þarf. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, um það eru flestir sammála. En almannahagsmunir eru jafnframt önnur velferð fólksins í landinu, atvinna fólks, mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Ein fjölmargra grundvallarspurninga í aðdraganda hausts er til dæmis hvernig réttur barna til skólagöngu verður tryggður. Hvað hefur menntamálráðherra gert til að styðja kennara og nemendur í þeirri áskorun sem þeir standa frammi fyrir í næsta mánuði? Óskýr skilaboð og aukið á glundroðann Aðgerðir sem í eðli sínu eru pólitískar og sem hafa áhrif á daglegt líf, félagslegar aðstæður fólksins í landinu og efnahagslíf geta ekki til lengri tíma verið nánast eingöngu samtal milli heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna lista um aðgerðir, mánuðum og jafnvel árum saman. Það er uppskrift að því að þjóð sem hefur tekist á við erfiðan heimsfaraldur af mikilli skynsemi og yfirvegun missi þrekið og þolinmæðina. Markmiðin þurfa að vera skýr og skilaboð stjórnvalda sömuleiðis. Svo er einfaldlega ekki í dag. Einstaka ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar auka svo á glundroðann með því að lýsa því opinberlega yfir að þeir dragi aðgerðirnar í efa sem og markmiðin þar að baki, en hafi engu að síður stutt þær. Það er reyndar umhugsunarverð meðferð valds að ráðherra sem dregur aðgerðirnar í efa hafi engu að síður talið eðlilegt að styðja þær. Krafa um hlýðni Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega stærsta pólitíska viðfangsefni samfélagsins. Lýðræðisleg umræða hefur þess vegna sjaldan verið mikilvægari. Án gagnrýninnar umræðu geta stjórnvöld ekki gætt hagsmuna almennings eins og þeim er ætlað. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum væri dapurlegt ef dómurinn verður sá að hugmyndafræðileg umræða hafi verið vængstýfð. Krafa ráðherra um samstöðu án opinnar umræðu stjórnmálanna er ekki krafa um samstöðu heldur krafa um hlýðni. Það er tvennt verulega ólíkt. Þingflokkur Viðreisnar óskaði síðastliðið haust eftir því að heilbrigðisráðherra gæfi þinginu hálfs mánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir. Við því var orðið, enda er það réttur þingsins og um leið rík skylda þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með stjórnvöldum. Þessi skylda er ríkari nú þegar ljóst er að hið erfiða ástand dregst enn á langinn. Og það samtal snýst auðvitað ekki eingöngu um hverjar tilteknar aðgerðir eru á hverjum tíma um sig heldur um markmið, forsendur – og um framtíðarsýn í baráttunni við heimsfaraldur. Hvernig á að halda áfram með daglegt líf? Leiðarljósið hefur verið að verkefnið sé okkar allra. Stóra áskorunin er enn sjálf glíman við heimsfaraldurinn en við stöndum nú jafnframt frammi fyrir öðrum mikilvægum verkefnum sem einnig varða grundvallarhagsmuni almennings. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá nálgun að fara að ráðgjöf sérfræðinga, að fylgja vísindunum í baráttunni við heimsfaraldurinn og sú afstaða hefur ekki breyst. Verkefnið var upphaflega að verja líf og heilsu, að verja heilbrigðiskerfið og að koma þjóðinni í skjól með bólusetningu. Nú þegar aðgerðir eru í árum taldar þá verður að nálgast verkefnið sem pólitískt, enda eru mikilvægir hagsmunir almennings í þessu máli margþættir. Þar verður eftir sem áður að byggja ákvarðanir á vísindum og í samráði við sérfræðinga en jafnframt að fá fleiri að borðinu til að tryggja sem eðlilegast líf í samfélaginu. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram baráttunni við heimsfaraldur eftir bólusetningu og hvernig á að halda áfram með daglegt líf. Beinskeytt og opið samtal um markmið og leiðir er ekki bara æskilegt núna heldur nauðsynlegt. Verkefnið er enn okkar allra og við erum öll saman í þessu – en samtalið verður að fá að vera það líka. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun