Leiðin lengri en Davíð Þór hafði vonað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 16:30 Þjálfarateymi FH: Ólafur Jóhannesson og Davíð Þór Viðarsson. Vísir/Bára Dröfn Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH, var nokkuð brattur er hann ræddi við Vísi eftir 0-2 tap sinna manna gegn Rosenborg í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir refsuðu heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum. Leikurinn í sjálfu sér var nokkuð góður hjá heimamönnum sem höfðu verið á ágætis skriði undanfarið eftir erfiða byrjun í Pepsi Max deildinni. Davíð Þór viðurkenndi að hann væri nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna og að þetta væri hluti af leiðinni í að komast nær toppliðunum á Skandinavíu. Leiðin mætti þó vera styttri að hans mati. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Það er oft talað um að munurinn á atvinnumannaliði og hálfatvinnumannaliði eins og við erum liggur þarna. Það virðist vera þannig og maður lenti oft í þessu sem leikmaður að spila á móti liði sem var miklu sterkara á pappírunum, fannst við með leikinn alveg í skefjum eins og í dag en svo missir maður einbeitingu í smástund og þeir refsa fyrir það.“ „Svona er fótbolti í dag og við þurfum að halda áfram að vinna í því að koma okkur nær þessum liðum í Skandinavíu þó svo að leiðin sé örlítið lengi en maður hefði viljað.“ Klippa: Davíð Þór eftir tapið gegn Rosenborg Varðandi leikinn í heild „Fannst leikurinn einhverju leyti fara frá okkur því við nýttum ekki tvö góð færi sem við fáum í stöðunni 0-0. Eitt undir lok fyrri hálfleiks og annað í upphafi síðari hálfleiks. Við vissum alveg að það yrði erfitt að verjast svona lágt allan leikinn eins og við ætluðum að gera.“ „Við lokuðum frábærlega á þá í fyrri hálfleik fannst mér. Svo refsa þeir okkur, við náum ekki alveg að fylgja nægilega vel eftir í varnarleiknum. Þegar þeir komust yfir misstum við aðeins trúnna fannst mér í smá tíma,“ sagði Davíð Þór strax eftir leik. Varðandi mark fyrra mark gestanna „Held það sé alltaf erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að leggja svona svakalega mikla vinnu á þig. Ert búinn að sjá til þess að þeir hafi varla færi fram að því í leiknum þá er þetta erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að þú missir einbeitingu í smástund. Það er erfitt að vinna sig upp úr því. Við náttúrulega fáum á okkur annað mark þar sem Gunni ver frábærlega en við náum ekki að hreinsa þrátt fyrir að vera nokkrir í kringum boltann.“ „Mér fannst við samt í seinni hluta síðari hálfleiks vera mjög öflugir og menn voru ekki búnir að gefast upp. Þeir sem komu inn á voru mjög ferskir fannst mér, sköpuðu mikinn usla. Frábært að sjá að menn væru tilbúnir að koma inn og spila á þessu getustigi sem er ansi hátt,“ sagði Davíð Þór að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn FH Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00 Þeir eru með aðeins meiri gæði en við Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn. 22. júlí 2021 21:16 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Leikurinn í sjálfu sér var nokkuð góður hjá heimamönnum sem höfðu verið á ágætis skriði undanfarið eftir erfiða byrjun í Pepsi Max deildinni. Davíð Þór viðurkenndi að hann væri nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna og að þetta væri hluti af leiðinni í að komast nær toppliðunum á Skandinavíu. Leiðin mætti þó vera styttri að hans mati. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Það er oft talað um að munurinn á atvinnumannaliði og hálfatvinnumannaliði eins og við erum liggur þarna. Það virðist vera þannig og maður lenti oft í þessu sem leikmaður að spila á móti liði sem var miklu sterkara á pappírunum, fannst við með leikinn alveg í skefjum eins og í dag en svo missir maður einbeitingu í smástund og þeir refsa fyrir það.“ „Svona er fótbolti í dag og við þurfum að halda áfram að vinna í því að koma okkur nær þessum liðum í Skandinavíu þó svo að leiðin sé örlítið lengi en maður hefði viljað.“ Klippa: Davíð Þór eftir tapið gegn Rosenborg Varðandi leikinn í heild „Fannst leikurinn einhverju leyti fara frá okkur því við nýttum ekki tvö góð færi sem við fáum í stöðunni 0-0. Eitt undir lok fyrri hálfleiks og annað í upphafi síðari hálfleiks. Við vissum alveg að það yrði erfitt að verjast svona lágt allan leikinn eins og við ætluðum að gera.“ „Við lokuðum frábærlega á þá í fyrri hálfleik fannst mér. Svo refsa þeir okkur, við náum ekki alveg að fylgja nægilega vel eftir í varnarleiknum. Þegar þeir komust yfir misstum við aðeins trúnna fannst mér í smá tíma,“ sagði Davíð Þór strax eftir leik. Varðandi mark fyrra mark gestanna „Held það sé alltaf erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að leggja svona svakalega mikla vinnu á þig. Ert búinn að sjá til þess að þeir hafi varla færi fram að því í leiknum þá er þetta erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að þú missir einbeitingu í smástund. Það er erfitt að vinna sig upp úr því. Við náttúrulega fáum á okkur annað mark þar sem Gunni ver frábærlega en við náum ekki að hreinsa þrátt fyrir að vera nokkrir í kringum boltann.“ „Mér fannst við samt í seinni hluta síðari hálfleiks vera mjög öflugir og menn voru ekki búnir að gefast upp. Þeir sem komu inn á voru mjög ferskir fannst mér, sköpuðu mikinn usla. Frábært að sjá að menn væru tilbúnir að koma inn og spila á þessu getustigi sem er ansi hátt,“ sagði Davíð Þór að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn FH Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00 Þeir eru með aðeins meiri gæði en við Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn. 22. júlí 2021 21:16 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00
Þeir eru með aðeins meiri gæði en við Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn. 22. júlí 2021 21:16