Innlent

Hrækt framan í öryggisvörð í miðbænum

Árni Sæberg skrifar
Nóg virðist vera að gera hjá lögreglunni þessi dægrin.
Nóg virðist vera að gera hjá lögreglunni þessi dægrin. Vísir/Vilhelm

Upp úr klukkan átta í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um mann sem var að áreita gangandi vegfarendur auk viðskiptavina og starfsfólk verslunar í miðbænum. Maðurinn hrækti einnig framan í öryggisvörð verslunarinnar. Þetta og fleira segir í dagbók lögreglu.

Nokkur erill var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt. Þrír voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist einnig sviptur ökuréttindum.

Tilkynnt var um innbrot í bíl í Hlíðahverfi og í Mosfellsbæ var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki.

Í Mosfellsbæ var einnig tilkynnt um hesta sem gengu lausir.

Á Vesturlandsvegi í Grafarvogi var tilkynnt um eld í hjólhýsi. Engin slys urðu á fólki en hjólhýsið er líklega altjónað. Vísir greindi frá atvikinu í gær. 

Í Grafarvogi urðu lögreglumenn varir við stolna bifreið í umferðinni á þriðja tímanum í nótt. Ökumaður og farþegi reyndust í annarlegu ástandi og voru færðir í fangaklefa. Fíkniefni fundust í fórum þeirra.


Tengdar fréttir

Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×