Helgi Áss McCarthy? Gunnar Ingi Jóhannsson skrifar 14. júlí 2021 07:15 Á dögunum ritaði lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson grein til fjölmiðla um þann storm sem geisað hefur um mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Í grein lögfræðingsins er nafnlausum ásökunum kvenna á hendur Ingólfi um meint kynferðisofbeldi líkt við athafnir bandaríska öldungadeildarþingmannsins og lögfræðingsins Joseph McCarthy og kallaðar nornaveiðar. Kjarninn í athöfnum lögfræðingsins Joseph McCarthy var að hann barðist gegn útbreiðslu tiltekinnar stjórnmálaskoðunar og voru hvatirnar að baki því, eins og segir í grein Helga, fyrst og fremst persónulegar framavonir þingmannsins sjálfs. Þeir sem lentu á svörtum listum af þessum sökum og sættu atvinnubanni höfðu ekkert til saka unnið annað en að hafa, eða vera grunaðir um að hafa, tiltekna stjórnmálaskoðun sem ekki átti upp á pallborð ríkjandi valdhafa. Reyndar lutu athafnir McCarthy einnig að því að uppræta samkynhneigð innan stjórnsýslunnar og jafnvel óæskilegar trúarskoðanir. Eins og segir í grein Helga voru flestar ásakanir McCarthy, ef ekki allar, reistar á sandi. Þetta gekk á þrátt fyrir að hornsteinn lýðfrjálsra ríkja sé að allir séu jafnir fyrir lögum og skuli njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynþáttar o.s.frv. Framangreindum atburðum jafnar Helgi svo við frásagnir kvenna nú á dögum sem sakað hafa einstakling um kynferðisofbeldi gegn sér, sem refsing liggur við ef satt er. Í greininni er talað um réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum. Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti. Því fer fjarri að ásökunum kvennanna og viðbrögðum almennings við þeim megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Aðeins hafa komið fram ásakanir og viðbrögð við þeim, jákvæð og neikvæð. Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í dómum sínum um tjáningarfrelsi slegið því föstu að ásökun einstaklings verði alls ekki jafnað við ákæru hins opinbera þar sem sakfelling um refsiverðan verknað er í húfi. Vissulega er það rétt að til er farvegur fyrir mál þeirra sem telja sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns - kæra til lögreglu í von um að málið fari alla leið hjá yfirvöldum. Virðist Helgi telja að í þann farveg, sem hið opinbera býður upp á, skuli málin aðeins leggja og engan annan. Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt. Þannig er sá möguleiki til staðar að umræddar konur hafi einfaldlega nýtt rétt sinn í 73. gr. stjórnarskrárinnar til að tjá sannfæringu sína og hugsanir. Miðað við nýlega dómaframkvæmd dómstóla kann réttur einstaklings til að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur og ekkert öruggt að konunum hafi verið óheimilt að tjá sig með þessum hætti. Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni. Grein Helga lauk á orðunum “"Ég er Ingó veðurguð”. Kannski hefði, þegar öllu er á botninn hvolft, farið betur á því að þar undir hefði staðið “Ég er Joseph McCarthy”. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ég er Ingó Veðurguð Það er gott að berjast gegn kynferðisofbeldi í nútímanum, rétt eins og það var virðingarverður málstaður að berjast gegn áhrifum kommúnismans í bandarísku þjóðlífi á 5. og 6. áratug síðustu aldar. 7. júlí 2021 11:00 Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum ritaði lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson grein til fjölmiðla um þann storm sem geisað hefur um mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Í grein lögfræðingsins er nafnlausum ásökunum kvenna á hendur Ingólfi um meint kynferðisofbeldi líkt við athafnir bandaríska öldungadeildarþingmannsins og lögfræðingsins Joseph McCarthy og kallaðar nornaveiðar. Kjarninn í athöfnum lögfræðingsins Joseph McCarthy var að hann barðist gegn útbreiðslu tiltekinnar stjórnmálaskoðunar og voru hvatirnar að baki því, eins og segir í grein Helga, fyrst og fremst persónulegar framavonir þingmannsins sjálfs. Þeir sem lentu á svörtum listum af þessum sökum og sættu atvinnubanni höfðu ekkert til saka unnið annað en að hafa, eða vera grunaðir um að hafa, tiltekna stjórnmálaskoðun sem ekki átti upp á pallborð ríkjandi valdhafa. Reyndar lutu athafnir McCarthy einnig að því að uppræta samkynhneigð innan stjórnsýslunnar og jafnvel óæskilegar trúarskoðanir. Eins og segir í grein Helga voru flestar ásakanir McCarthy, ef ekki allar, reistar á sandi. Þetta gekk á þrátt fyrir að hornsteinn lýðfrjálsra ríkja sé að allir séu jafnir fyrir lögum og skuli njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynþáttar o.s.frv. Framangreindum atburðum jafnar Helgi svo við frásagnir kvenna nú á dögum sem sakað hafa einstakling um kynferðisofbeldi gegn sér, sem refsing liggur við ef satt er. Í greininni er talað um réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum. Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti. Því fer fjarri að ásökunum kvennanna og viðbrögðum almennings við þeim megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Aðeins hafa komið fram ásakanir og viðbrögð við þeim, jákvæð og neikvæð. Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í dómum sínum um tjáningarfrelsi slegið því föstu að ásökun einstaklings verði alls ekki jafnað við ákæru hins opinbera þar sem sakfelling um refsiverðan verknað er í húfi. Vissulega er það rétt að til er farvegur fyrir mál þeirra sem telja sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns - kæra til lögreglu í von um að málið fari alla leið hjá yfirvöldum. Virðist Helgi telja að í þann farveg, sem hið opinbera býður upp á, skuli málin aðeins leggja og engan annan. Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt. Þannig er sá möguleiki til staðar að umræddar konur hafi einfaldlega nýtt rétt sinn í 73. gr. stjórnarskrárinnar til að tjá sannfæringu sína og hugsanir. Miðað við nýlega dómaframkvæmd dómstóla kann réttur einstaklings til að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur og ekkert öruggt að konunum hafi verið óheimilt að tjá sig með þessum hætti. Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni. Grein Helga lauk á orðunum “"Ég er Ingó veðurguð”. Kannski hefði, þegar öllu er á botninn hvolft, farið betur á því að þar undir hefði staðið “Ég er Joseph McCarthy”. Höfundur er lögmaður.
Ég er Ingó Veðurguð Það er gott að berjast gegn kynferðisofbeldi í nútímanum, rétt eins og það var virðingarverður málstaður að berjast gegn áhrifum kommúnismans í bandarísku þjóðlífi á 5. og 6. áratug síðustu aldar. 7. júlí 2021 11:00
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun