Vonast til að vera klár fyrir næsta leik eftir „hné í læri af dýrari gerðinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 15:01 Sindri Kristinn átti frábæran leik í gær. Vísir/Hulda Margrét Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, átti svo sannarlega viðburðaríkan leik er lið hans tapaði 0-1 fyrir KR á Meistaravöllum í Pepsi Max deild karla. Sindri Kristinn fékk þungt högg á þriðju mínútu, kláraði leikinn og varði vítaspyrnu. Strax á þriðju mínútu í viðureign KR og Keflavíkur lendir Sindri Kristinn í hörku árekstri við samherja sinn Ástbjörn Þórðarson. Sindri Kristinn stakk við fæti það sem eftir lifði leiks en kláraði þó leikinn og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann varði í þrígang vel frá Óskari Erni Haukssyni í fyrri hálfleik og kórónaði svo leik sinn með því að verja vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í síðari hálfleik. „Þetta er svona hné í læri af dýrari gerðinni. Morgundagurinn verður ekkert sérstakur hjá honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, að leik loknum. Sjá má allt það helsta úr leiknum sem og umræðuna í Stúkunni eftir leik í spilaranum hér að neðan. „Ég er að drepast en þetta er bara góð meðferð og svo verð ég vonandi 100 prósent á mánudaginn,“ sagði Sindri Kristinn í stuttu spjalli við Vísi fyrr í dag. Keflavík mætir Víkingum á mánudaginn kemur. Klippa: Sindri Kristinn allt í öllu „KR-ingar geta kannski þakkað fyrir að hann var ekki heill heilsu því þá hefði hann líklega varið þennan líka miðað við hvernig leik Sindri átti hérna í dag. Ég vona bara innilega að hann verði klár fyrir næsta leik og það kæmi mér nú ekki mikið á óvart.“ „Ég þjálfaði nú Sindra einu sinni og hann er alger adrenalín sjúklingur. Ef eitthvað svona gerist eða það verða einhver læti þá verður Sindri bara betri. Þetta var klárlega svoleiðis augnablik hjá kallinum,“ sagði Máni Pétursson, annar af sérfræðingum Stúkunnar. Sindri var spurður út í ummæli Mána. „Máni var að þjálfa mig 2014 og 2015. Þó að ég sé öskrandi brjálaður öllum stundum þá elska ég smá action. Finnst nú samt betra að spila heill heldur en ekki. Það er samt bara gaman að þessu en ég er töluvert rólegri í dag en ég var á þeim tíma. Maður er samt að spila fótbolta og sækist í smá action við og við,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló. KR vann eins og áður sagði 1-0 sigur þökk sé glæsilegu marki Arnþórs Inga Kristinssonar. Heimamenn hefðu getað gengið frá leiknum ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Sindra í markinu þó svo að hann hafi nánast verið á annarri löppinni frá þriðju mínútu leiksins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Keflavík ÍF Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 „Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Strax á þriðju mínútu í viðureign KR og Keflavíkur lendir Sindri Kristinn í hörku árekstri við samherja sinn Ástbjörn Þórðarson. Sindri Kristinn stakk við fæti það sem eftir lifði leiks en kláraði þó leikinn og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann varði í þrígang vel frá Óskari Erni Haukssyni í fyrri hálfleik og kórónaði svo leik sinn með því að verja vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í síðari hálfleik. „Þetta er svona hné í læri af dýrari gerðinni. Morgundagurinn verður ekkert sérstakur hjá honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, að leik loknum. Sjá má allt það helsta úr leiknum sem og umræðuna í Stúkunni eftir leik í spilaranum hér að neðan. „Ég er að drepast en þetta er bara góð meðferð og svo verð ég vonandi 100 prósent á mánudaginn,“ sagði Sindri Kristinn í stuttu spjalli við Vísi fyrr í dag. Keflavík mætir Víkingum á mánudaginn kemur. Klippa: Sindri Kristinn allt í öllu „KR-ingar geta kannski þakkað fyrir að hann var ekki heill heilsu því þá hefði hann líklega varið þennan líka miðað við hvernig leik Sindri átti hérna í dag. Ég vona bara innilega að hann verði klár fyrir næsta leik og það kæmi mér nú ekki mikið á óvart.“ „Ég þjálfaði nú Sindra einu sinni og hann er alger adrenalín sjúklingur. Ef eitthvað svona gerist eða það verða einhver læti þá verður Sindri bara betri. Þetta var klárlega svoleiðis augnablik hjá kallinum,“ sagði Máni Pétursson, annar af sérfræðingum Stúkunnar. Sindri var spurður út í ummæli Mána. „Máni var að þjálfa mig 2014 og 2015. Þó að ég sé öskrandi brjálaður öllum stundum þá elska ég smá action. Finnst nú samt betra að spila heill heldur en ekki. Það er samt bara gaman að þessu en ég er töluvert rólegri í dag en ég var á þeim tíma. Maður er samt að spila fótbolta og sækist í smá action við og við,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló. KR vann eins og áður sagði 1-0 sigur þökk sé glæsilegu marki Arnþórs Inga Kristinssonar. Heimamenn hefðu getað gengið frá leiknum ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Sindra í markinu þó svo að hann hafi nánast verið á annarri löppinni frá þriðju mínútu leiksins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Keflavík ÍF Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 „Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49
„Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03