Segir allt mjög fagmannlegt hjá Bayern og getur ekki beðið eftir að hefjast handa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 12:51 Glódís Perla við undirskriftina í dag. FC Bayern Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynntu landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir til leiks með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum. Þar kemur fram að Glódís Perla stefnir á að hjálpa liðinu að gera enn betur. Mun hún leika í treyju númer 14 hjá félaginu. Glódís Perla var tilkynnt sem leikmaður Bayern fyrr í dag og nú hefur félagið birt myndband þar sem landsliðsmiðvörðurinn kynnir sjálfa sig. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. „Hæ, ég heiti Glódís Perla og er ný hjá félaginu. Er 26 ára gömul og spila sem miðvörður og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll hér,“ segir Glódís Perla í upphafi myndbandsins. „Mín fyrstu viðbrögð eru að allt sé mjög fagmannlegt hér. Æfingasvæðið er frábært og hefur allt sem við leikmenn þurfum svo ég hlakka til að hitta stelpurnar, þjálfarana, starfsfólkið og alla aðra sem koma að liðinu.“ „Hlakka líka til að hefja undirbúningstímabilið, byrja að æfa á fullu og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar skráð sig á spjöld sögunnar en ég vona að við haldið áfram og ég geti hjálpað liðinu að gera enn betur.“ „Allir sem ég hef hitt hér eru mjög almennilegir og þetta er frábært félag.“ „Ég er líkamlega sterkur miðvörður, er góð á boltann og með góðar sendingar út úr vörninni. Vona að ég geti lagt mitt af mörkum og gefið af mér til liðsins,“ sagði miðvörðurinn öflugi um eigin styrkleika. Unsere neue Nummer 14! Innenverteidigerin Glódís Viggósdóttir unterschreibt für drei Jahre beim @FCBayern.Alle Informationen https://t.co/rDptEYsMPs#MiaSanMia pic.twitter.com/8CZdccEL3b— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 „Markmiðið er alltaf að vinna deildina heima fyrir og fara eins langt og mögulegt er í Meistaradeild Evrópu. Fyrir mig persónulega stefni ég á að aðlagast fljótt og vonandi vinna mér inn sæti í liðinu. Það eru markmið mín fyrir tímabilið,“ sagði Glódís Perla að lokum. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Þar kemur fram að Glódís Perla stefnir á að hjálpa liðinu að gera enn betur. Mun hún leika í treyju númer 14 hjá félaginu. Glódís Perla var tilkynnt sem leikmaður Bayern fyrr í dag og nú hefur félagið birt myndband þar sem landsliðsmiðvörðurinn kynnir sjálfa sig. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. „Hæ, ég heiti Glódís Perla og er ný hjá félaginu. Er 26 ára gömul og spila sem miðvörður og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll hér,“ segir Glódís Perla í upphafi myndbandsins. „Mín fyrstu viðbrögð eru að allt sé mjög fagmannlegt hér. Æfingasvæðið er frábært og hefur allt sem við leikmenn þurfum svo ég hlakka til að hitta stelpurnar, þjálfarana, starfsfólkið og alla aðra sem koma að liðinu.“ „Hlakka líka til að hefja undirbúningstímabilið, byrja að æfa á fullu og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar skráð sig á spjöld sögunnar en ég vona að við haldið áfram og ég geti hjálpað liðinu að gera enn betur.“ „Allir sem ég hef hitt hér eru mjög almennilegir og þetta er frábært félag.“ „Ég er líkamlega sterkur miðvörður, er góð á boltann og með góðar sendingar út úr vörninni. Vona að ég geti lagt mitt af mörkum og gefið af mér til liðsins,“ sagði miðvörðurinn öflugi um eigin styrkleika. Unsere neue Nummer 14! Innenverteidigerin Glódís Viggósdóttir unterschreibt für drei Jahre beim @FCBayern.Alle Informationen https://t.co/rDptEYsMPs#MiaSanMia pic.twitter.com/8CZdccEL3b— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 „Markmiðið er alltaf að vinna deildina heima fyrir og fara eins langt og mögulegt er í Meistaradeild Evrópu. Fyrir mig persónulega stefni ég á að aðlagast fljótt og vonandi vinna mér inn sæti í liðinu. Það eru markmið mín fyrir tímabilið,“ sagði Glódís Perla að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira