Heiðar segir Stjörnuna vel stemmda og það vera kröfu að fara áfram í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 10:01 Heiðar Ægisson í leik með Stjörnunni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, segist staðráðinn í að hjálpa liðinu að komast í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Garðbæingar hefja leik í kvöld þegar Bohemians frá Írlandi kemur í heimsókn í Garðabæinn. „Sem leikmaður vill maður alltaf vera í Evrópukeppni. Við Stjörnumenn erum mjög vel stemmdir. það er almennur léttleiki yfir mönnum. Það er mikilvægt að hafa gaman á meðan maður er í þessu,“ sagði Heiðar er Vísir tók á honum hljóðið fyrir leik kvöldsins. „Við vitum reyndar ekkert sérstaklega mikið um mótherja kvöldsins. Þeir eiga að vera óstöðugir aftarlega á vellinum svo það er eins gott að við setjum nokkur mörk á þá,“ sagði Heiðar léttur í bragði. „Ég yrði allavega vel pirraður ef við myndum ekki fara áfram, finnst það einfaldlega vera krafa að fara áfram úr 1. umferð. Svo ef við förum áfram fáum við lið frá Lúxemborg [F91 Dudelange]. Það er eitthvað sem við þurfum að takast á við ef við komumst þangað.“ Slæmt gengi íslenskra liða á bakvið eyrað „Þetta er alveg á vörum fólks, hversu illa íslenskum liðum hefur gengið í Evrópukeppnum undanfarin ár. Okkur í Garðabænum hefur reyndar gengið ágætlega í Evrópu og alltaf farið í gegnum fyrstu umferð nema þegar við mættum írsku liði síðast. Þannig ef við höldum okkar striki förum við áfram og ég er staðráðinn í því að það verði raunin.“ Heiðar í leik gegn Espanyol frá Spáni.Joan Valls/Getty Images Kórónuveiran hefur enn áhrif á Evrópukeppnir Evrópuleikir síðasta sumar voru ekki alveg sama skemmtunin og þeir hafa verið í gegnum árin. Kórónuveiran gerði það að verkum að spilað var á tómum leikvöngum og leikmenn máttu varla sturta sig að leik loknum. Veiran litar enn líf okkar allra en hlutirnir eru þó að færast í eðlilegt horf. „Við fórum í skimun í gær, það fengu allir neikvætt út úr henni sem var fínt. Það er líka krafa að við séum búnir að fara í skimun áður en við förum út í seinni leikinn. Við verðum svo í hálfgerðri sóttvarnarkúlu þegar við förum til Írlands svo það eru enn allar varúðarráðstafanir til staðar en í mun minni mæli.“ Ungur nemur gamall temur Þó Heiðar sé enn ungur að árum – fæddur árið 1995 – þá er hann með reynslumeiri leikmönnum Stjörnunnar. Hann er ánægður með fjölda ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri undanfarið en líkt og flestir þeirra er Heiðar uppalinn hjá Stjörnunni. „Það er geggjað að sjá þessa ungu stráka koma upp. Minnir mann á þann tíma þegar maður var sjálfur að koma upp. Ég er kominn með ágætlega mikið af leikjum svo ég telst sem reynslumikill leikmaður í liðinu. Ég reyni að nýta mína reynslu til að hjálpa ungu leikmönnunum að komast betur inn í hlutina og finna rétta taktinn.“ Eins og staðan er í dag hefur Heiðar spilað 15 Evrópuleiki fyrir Stjörnuna. Að endingu var hann spurður hvort það væri ekki stefnan að hafa spilað yfir 20 Evrópuleiki er tímabilinu væri lokið. Svarið var einfalt: „Klárlega,“ sagði Heiðar hlægjandi. Stjarnan mætir Bohemians klukkan 19.45 í Garðabænum. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira
„Sem leikmaður vill maður alltaf vera í Evrópukeppni. Við Stjörnumenn erum mjög vel stemmdir. það er almennur léttleiki yfir mönnum. Það er mikilvægt að hafa gaman á meðan maður er í þessu,“ sagði Heiðar er Vísir tók á honum hljóðið fyrir leik kvöldsins. „Við vitum reyndar ekkert sérstaklega mikið um mótherja kvöldsins. Þeir eiga að vera óstöðugir aftarlega á vellinum svo það er eins gott að við setjum nokkur mörk á þá,“ sagði Heiðar léttur í bragði. „Ég yrði allavega vel pirraður ef við myndum ekki fara áfram, finnst það einfaldlega vera krafa að fara áfram úr 1. umferð. Svo ef við förum áfram fáum við lið frá Lúxemborg [F91 Dudelange]. Það er eitthvað sem við þurfum að takast á við ef við komumst þangað.“ Slæmt gengi íslenskra liða á bakvið eyrað „Þetta er alveg á vörum fólks, hversu illa íslenskum liðum hefur gengið í Evrópukeppnum undanfarin ár. Okkur í Garðabænum hefur reyndar gengið ágætlega í Evrópu og alltaf farið í gegnum fyrstu umferð nema þegar við mættum írsku liði síðast. Þannig ef við höldum okkar striki förum við áfram og ég er staðráðinn í því að það verði raunin.“ Heiðar í leik gegn Espanyol frá Spáni.Joan Valls/Getty Images Kórónuveiran hefur enn áhrif á Evrópukeppnir Evrópuleikir síðasta sumar voru ekki alveg sama skemmtunin og þeir hafa verið í gegnum árin. Kórónuveiran gerði það að verkum að spilað var á tómum leikvöngum og leikmenn máttu varla sturta sig að leik loknum. Veiran litar enn líf okkar allra en hlutirnir eru þó að færast í eðlilegt horf. „Við fórum í skimun í gær, það fengu allir neikvætt út úr henni sem var fínt. Það er líka krafa að við séum búnir að fara í skimun áður en við förum út í seinni leikinn. Við verðum svo í hálfgerðri sóttvarnarkúlu þegar við förum til Írlands svo það eru enn allar varúðarráðstafanir til staðar en í mun minni mæli.“ Ungur nemur gamall temur Þó Heiðar sé enn ungur að árum – fæddur árið 1995 – þá er hann með reynslumeiri leikmönnum Stjörnunnar. Hann er ánægður með fjölda ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri undanfarið en líkt og flestir þeirra er Heiðar uppalinn hjá Stjörnunni. „Það er geggjað að sjá þessa ungu stráka koma upp. Minnir mann á þann tíma þegar maður var sjálfur að koma upp. Ég er kominn með ágætlega mikið af leikjum svo ég telst sem reynslumikill leikmaður í liðinu. Ég reyni að nýta mína reynslu til að hjálpa ungu leikmönnunum að komast betur inn í hlutina og finna rétta taktinn.“ Eins og staðan er í dag hefur Heiðar spilað 15 Evrópuleiki fyrir Stjörnuna. Að endingu var hann spurður hvort það væri ekki stefnan að hafa spilað yfir 20 Evrópuleiki er tímabilinu væri lokið. Svarið var einfalt: „Klárlega,“ sagði Heiðar hlægjandi. Stjarnan mætir Bohemians klukkan 19.45 í Garðabænum. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira