„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júlí 2021 12:01 Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfsisstofnun Vísir Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. Síðustu daga hefur minna sést til sólar á suðvestanverðu landinu vegna svokallaðrar gosmóðu. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun segir að hún hafi mælst í nokkrum styrk. „Gosmóða er þá ekki þessi venjulegi gosmökkur sem kemur beint frá gosinu sem er fyrst og fremst brennisteinsgas. Þetta getur verið gamall eða þroskaður mökkur sem er búinn að þvælast um í 3-4 daga rétt fyrir utan land og kemur svo inn aftur og þá er hann búinn að breytast í brennisteinsagnir. Þær brjóta ljósið þannig að þetta sést sem þokumóða,“ segir Þorsteinn. Tengist heitari dögum Gosmóðan er tengd lofthita og sólgeislun. „Það má frekar búast við henni á hlýjum og sólríkum dögum. Gosmóðan í sjálfu sér ýtir undir venjulega þokumyndun,“ segir Þorsteinn. Gosmóðan geti farið um allt land. „Fyrir svona hálfum mánuði var hún nokkur á Akureyri og ef eitthvað er sést hún frekar fjær gosstöðvunum,“ segir hann. Þorsteinn segir brýnt að fólk fylgist vel með mengun á vefnum Loftgæði.is. Í dag voru t.d.allar stöðvar grænar nema í Dalsmára í Kópavogi sem var rauð um tíma en þar mældist mikil PM1 mengun. Í gosmengun á fólk að fylgjast með SO2 og fínu svifryki sérstaklega PM10. „Astmasjúklingar og fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma getur alveg fundið fyrir versnun á sínum sjúkdómum. Ef þetta gos verður viðvarandi þurfum við að setja okkur í loftgæðagosgír og fylgjast vel með. Það er ekki hægt að mæla með því að hlaupa langhlaup í mikilli mengun oftast hægt að fara milli húsi en viðkvæmt fólk ætti að forðast útiveru ef það er mikil gosmóða,“ segir Þorsteinn. Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Síðustu daga hefur minna sést til sólar á suðvestanverðu landinu vegna svokallaðrar gosmóðu. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun segir að hún hafi mælst í nokkrum styrk. „Gosmóða er þá ekki þessi venjulegi gosmökkur sem kemur beint frá gosinu sem er fyrst og fremst brennisteinsgas. Þetta getur verið gamall eða þroskaður mökkur sem er búinn að þvælast um í 3-4 daga rétt fyrir utan land og kemur svo inn aftur og þá er hann búinn að breytast í brennisteinsagnir. Þær brjóta ljósið þannig að þetta sést sem þokumóða,“ segir Þorsteinn. Tengist heitari dögum Gosmóðan er tengd lofthita og sólgeislun. „Það má frekar búast við henni á hlýjum og sólríkum dögum. Gosmóðan í sjálfu sér ýtir undir venjulega þokumyndun,“ segir Þorsteinn. Gosmóðan geti farið um allt land. „Fyrir svona hálfum mánuði var hún nokkur á Akureyri og ef eitthvað er sést hún frekar fjær gosstöðvunum,“ segir hann. Þorsteinn segir brýnt að fólk fylgist vel með mengun á vefnum Loftgæði.is. Í dag voru t.d.allar stöðvar grænar nema í Dalsmára í Kópavogi sem var rauð um tíma en þar mældist mikil PM1 mengun. Í gosmengun á fólk að fylgjast með SO2 og fínu svifryki sérstaklega PM10. „Astmasjúklingar og fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma getur alveg fundið fyrir versnun á sínum sjúkdómum. Ef þetta gos verður viðvarandi þurfum við að setja okkur í loftgæðagosgír og fylgjast vel með. Það er ekki hægt að mæla með því að hlaupa langhlaup í mikilli mengun oftast hægt að fara milli húsi en viðkvæmt fólk ætti að forðast útiveru ef það er mikil gosmóða,“ segir Þorsteinn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira