Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Ólafur Ísleifsson skrifar 4. júlí 2021 09:00 Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. Hvar er hún? Hinn 20. október 2012 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ýmsir hafa dregið af þessari atkvæðagreiðslu ályktanir og talið að með henni hafi þjóðin ákveðið að kasta lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 fyrir róða. Svo er ekki. Þetta sýnir Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í lögfræði, fram á í skarplega ritaðri grein í Tímariti lögfræðinga.[1] Ástæða er til að vekja athygli á niðurstöðum Kristrúnar. Af hverju nýja stjórnarskrá? Kristrún fjallar um Hrunið sem séríslenskt heiti með sérgreindari merkingu um fjármálakreppuna en annars staðar í heiminum, líka í löndum sem fóru verr út úr henni. Hún segir orðið vísa til óstöðvandi áfalls sem ómögulegt virtist að standa af sér. Kristrún segir fjármálakreppuna 2008 hafa kallað fram bylgju hugmynda um aukið lýðræði og bjartsýni á að ný tækni, t.d. um farveg samfélagsmiðla, væri tæki til lýðræðislegra framfara. Í þessum anda hafi farið fram tilraun á Íslandi um „Nýju stjórnarskrána“ sem rituð skyldi án yfirvalds lagahefðar og sérfræðinga og sækti óskorað lögmæti sitt með beinu lýðræði til fólksins í landinu. Frumvarp sem ekki var til Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er rakið hvernig frumvarp stjórnlagaráðs tók breytingum í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Textinn tók veigamiklum breytingum af hálfu sérfræðinganefndar og alþingismanna. Þetta segir Kristrún hafa verið illa útskýrt fyrir kjósendum. Kristrún segir ógjörning að ákvarða hvaða texti kunni að hafa öðlast lögmæti með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni, „því hvaða skjal er hin sanna og rétta „tillaga stjórnlagaráðs“ sem allir kosningabærir Íslendingar voru kallaðir til að greiða atkvæði um 2012? Um hvað voru atkvæði greidd? Hvar er nýja stjórnarskrá að finna í textum málsins? Er hún í ófullbúnum textum stjórnlagaráðs, eða í frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hvaða texti er það þá?“ Málefnið sem lagt var fyrir kjósendur var þannig ranglega fram sett, segir Kristrún, og lá ekki fyrir þegar atkvæðagreiðsla fór fram. Augljóst er af greiningu Kristrúnar Heimisdóttur að enginn lýðræðislegur stuðningur liggur að baki því plaggi sem greidd voru atkvæði um 20. október 2012 enda voru kjósendur ekki upplýstir um efni plaggsins eða hvaða breytingar hefðu orðið á því frá því stjórnlagaráð lauk afgreiðslu sinni. Nýja stjórnarskráin er ekki til. Ber að kasta stjórnarskrá fyrir róða í heilu lagi? Hugmyndin um að kasta stjórnarskrá lýðveldisins, sem naut stuðnings nær allra kosningabærra manna 1944, fyrir ofurborð verður að teljast varhugaverð svo ekki sé meira sagt. Skiljanlegt er að upplausnarflokkur á borð við pírata haldi fram slíkri tillögu en einhverjir kunna að spyrja hvers vegna Samfylkingin taki undir slíkan málatilbúnað. Er hún ekki norrænn jafnaðarmannaflokkur? Þetta er gild spurning í ljósi afstöðu Samfylkingar til stjórnarskrárinnar. Myndi einhver jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum eða í Evrópu styðja að stjórnarskrá landsins yrði kastað fyrir borð í heilu lagi? Spurningin svarar sér sjálf. Enginn jafnaðarmannaflokkur myndi gera það. Nærtækt sýnist kannski að telja Samfylkingu flokk af ætt pírata. Breytingar á stjórnarskrá Kristrún Heimisdóttur leggur í grein sinni áherslu á að í stjórnarskránni er ákvæði um hvernig henni skuli breytt og gefi það ákvæði henni gildi sem stjórnarskrá umfram almenna löggjöf. Breytingarákvæðið í 79. gr. stjórnarskrárinnar um samþykki tveggja þinga milli kosninga eigi sér djúpar rætur í vestrænni hefð frjálslynds lýðræðis og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Með tímaritsgrein sinni hefur Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gert út um tilraunir í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 til að fleygja fyrir borð lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 með þeim breytingum sem hún hefur tekið síðan. Ábyrg afstaða til stjórnarskrármálefna kallar á að breytingar á stjórnarskrá séu gerðar á grundvelli vandaðs undirbúnings og að þær njóti víðtæks stuðnings. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. [1] Kristrún Heimisdóttir. 2020. Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti. 70. árgangur. Haust 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. Hvar er hún? Hinn 20. október 2012 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ýmsir hafa dregið af þessari atkvæðagreiðslu ályktanir og talið að með henni hafi þjóðin ákveðið að kasta lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 fyrir róða. Svo er ekki. Þetta sýnir Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í lögfræði, fram á í skarplega ritaðri grein í Tímariti lögfræðinga.[1] Ástæða er til að vekja athygli á niðurstöðum Kristrúnar. Af hverju nýja stjórnarskrá? Kristrún fjallar um Hrunið sem séríslenskt heiti með sérgreindari merkingu um fjármálakreppuna en annars staðar í heiminum, líka í löndum sem fóru verr út úr henni. Hún segir orðið vísa til óstöðvandi áfalls sem ómögulegt virtist að standa af sér. Kristrún segir fjármálakreppuna 2008 hafa kallað fram bylgju hugmynda um aukið lýðræði og bjartsýni á að ný tækni, t.d. um farveg samfélagsmiðla, væri tæki til lýðræðislegra framfara. Í þessum anda hafi farið fram tilraun á Íslandi um „Nýju stjórnarskrána“ sem rituð skyldi án yfirvalds lagahefðar og sérfræðinga og sækti óskorað lögmæti sitt með beinu lýðræði til fólksins í landinu. Frumvarp sem ekki var til Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er rakið hvernig frumvarp stjórnlagaráðs tók breytingum í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Textinn tók veigamiklum breytingum af hálfu sérfræðinganefndar og alþingismanna. Þetta segir Kristrún hafa verið illa útskýrt fyrir kjósendum. Kristrún segir ógjörning að ákvarða hvaða texti kunni að hafa öðlast lögmæti með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni, „því hvaða skjal er hin sanna og rétta „tillaga stjórnlagaráðs“ sem allir kosningabærir Íslendingar voru kallaðir til að greiða atkvæði um 2012? Um hvað voru atkvæði greidd? Hvar er nýja stjórnarskrá að finna í textum málsins? Er hún í ófullbúnum textum stjórnlagaráðs, eða í frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hvaða texti er það þá?“ Málefnið sem lagt var fyrir kjósendur var þannig ranglega fram sett, segir Kristrún, og lá ekki fyrir þegar atkvæðagreiðsla fór fram. Augljóst er af greiningu Kristrúnar Heimisdóttur að enginn lýðræðislegur stuðningur liggur að baki því plaggi sem greidd voru atkvæði um 20. október 2012 enda voru kjósendur ekki upplýstir um efni plaggsins eða hvaða breytingar hefðu orðið á því frá því stjórnlagaráð lauk afgreiðslu sinni. Nýja stjórnarskráin er ekki til. Ber að kasta stjórnarskrá fyrir róða í heilu lagi? Hugmyndin um að kasta stjórnarskrá lýðveldisins, sem naut stuðnings nær allra kosningabærra manna 1944, fyrir ofurborð verður að teljast varhugaverð svo ekki sé meira sagt. Skiljanlegt er að upplausnarflokkur á borð við pírata haldi fram slíkri tillögu en einhverjir kunna að spyrja hvers vegna Samfylkingin taki undir slíkan málatilbúnað. Er hún ekki norrænn jafnaðarmannaflokkur? Þetta er gild spurning í ljósi afstöðu Samfylkingar til stjórnarskrárinnar. Myndi einhver jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum eða í Evrópu styðja að stjórnarskrá landsins yrði kastað fyrir borð í heilu lagi? Spurningin svarar sér sjálf. Enginn jafnaðarmannaflokkur myndi gera það. Nærtækt sýnist kannski að telja Samfylkingu flokk af ætt pírata. Breytingar á stjórnarskrá Kristrún Heimisdóttur leggur í grein sinni áherslu á að í stjórnarskránni er ákvæði um hvernig henni skuli breytt og gefi það ákvæði henni gildi sem stjórnarskrá umfram almenna löggjöf. Breytingarákvæðið í 79. gr. stjórnarskrárinnar um samþykki tveggja þinga milli kosninga eigi sér djúpar rætur í vestrænni hefð frjálslynds lýðræðis og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Með tímaritsgrein sinni hefur Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gert út um tilraunir í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 til að fleygja fyrir borð lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 með þeim breytingum sem hún hefur tekið síðan. Ábyrg afstaða til stjórnarskrármálefna kallar á að breytingar á stjórnarskrá séu gerðar á grundvelli vandaðs undirbúnings og að þær njóti víðtæks stuðnings. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. [1] Kristrún Heimisdóttir. 2020. Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti. 70. árgangur. Haust 2020.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun