Undirbúa íslenskunám barna í leikskóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. júlí 2021 10:12 Fjölgun fjöltyngdra barna í leikskólum er helsta ástæða breytinganna. vísir/vilhelm Breytingar hafa verið gerðar á aðalnámskrá leikskóla landsins og eiga þær að miða að því að mæta betur þörfum barna með annað móðurmál en íslensku og fjöltyngdum börnum í leikskólum. Leikskólarnir munu framvegis þurfa að leggja grunn að íslenskunámi barna. Með breytingunum er lögð aukin áhersla á mikilvægi þess að „mæta beri hverju og einu barni út frá menningarbakgrunni þeirra og að námsumhverfi skóla henti öllum börnum sem þar stunda leik og nám“, eins og segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Tillögur að breytingunum voru kynntar í samráðsgáttinni í febrúar og verður uppfærð gerð aðalnámskrár leikskóla birt á næstu dögum. Þær eru gerðar vegna fjölgunar fjöltyngdra barna í leikskólum landsins. Styðja við öll tungumál Framvegis verða leikskólarnir að leggja grunn að íslenskunámi barna og veita þeim ríkuleg tækifæri til að efla tungumálafærni sína í daglegu starfi og leik. Þá er sett inn ákvæði í námskrána um að „bera skuli virðingu fyrir fjölbreyttum tungumálum og leita leiða til að styðja við móðurmál barna og virkt fjöltyngi í daglegu starfi“. Einnig er áréttuð nauðsyn þess að gagnkvæmur skilningur ríki milli foreldra og starfsfólks leikskóla um samspil náms og vellíðunar barna. Breytingarnar voru kynntar helstu hagsmunaaðilum á rafrænum kynningarfundi ráðuneytisins síðasta þriðjudag. Hann sóttu meðal annars leikskólakennarar, leikskólastjórar, fræðslustjórar sveitarfélaga og foreldrar ásamt fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka Móðurmál og háskólanna. Leikskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Með breytingunum er lögð aukin áhersla á mikilvægi þess að „mæta beri hverju og einu barni út frá menningarbakgrunni þeirra og að námsumhverfi skóla henti öllum börnum sem þar stunda leik og nám“, eins og segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Tillögur að breytingunum voru kynntar í samráðsgáttinni í febrúar og verður uppfærð gerð aðalnámskrár leikskóla birt á næstu dögum. Þær eru gerðar vegna fjölgunar fjöltyngdra barna í leikskólum landsins. Styðja við öll tungumál Framvegis verða leikskólarnir að leggja grunn að íslenskunámi barna og veita þeim ríkuleg tækifæri til að efla tungumálafærni sína í daglegu starfi og leik. Þá er sett inn ákvæði í námskrána um að „bera skuli virðingu fyrir fjölbreyttum tungumálum og leita leiða til að styðja við móðurmál barna og virkt fjöltyngi í daglegu starfi“. Einnig er áréttuð nauðsyn þess að gagnkvæmur skilningur ríki milli foreldra og starfsfólks leikskóla um samspil náms og vellíðunar barna. Breytingarnar voru kynntar helstu hagsmunaaðilum á rafrænum kynningarfundi ráðuneytisins síðasta þriðjudag. Hann sóttu meðal annars leikskólakennarar, leikskólastjórar, fræðslustjórar sveitarfélaga og foreldrar ásamt fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka Móðurmál og háskólanna.
Leikskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira