Sérstæð röksemdafærsla Heiðrúnar Daði Már Kristófersson skrifar 30. júní 2021 13:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir úthlutun veiðiheimilda til lengri tíma með einkaréttarlegum samningum. Það er grundvallarskoðun Viðreisnar að fyrirsjáanleiki sé forsenda arðbærs sjávarútvegs. Reynsla Færeyinga er þar víti til varnaðar, ekki fyrirmynd eins og Heiðrún gefur til kynna. Ef nýtingarsamningarnir eru til langs tíma yrði einungis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Einkaréttarlegir nýtingarsamningarnir eru varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald, enda ákveður útgerðin það sjálf á markaði, og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Að öðru leyti yrði fiskveiðistjórnunarkerfið óbreytt. Athugasemdir mínar við grein Heiðrúnar eru eftirfarandi: Sala aflaheimilda í Færeyjum er ekki fyrirmynd, heldur víti til varnaðar. Þar var umgjörðin óljós og heimildirnar til of skamms tíma. Heiðrún bendir á gagnrýni hagfræðinga á gjaldtöku í sjávarútvegi. Mikilvægt atriði vantar þó í röksemdafærsluna. Einhvern veginn þarf að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, til dæmis velferðarkerfið. Allflestir skattar hafa neikvæð áhrif. Spurningin er því ekki hvort veiðigjöld valdi ekki skaða heldur hvort sá skaði sé minni en skaði annarrar skattlagningar. Alþjóðastofnanir, svo sem OECD (sjá hér), mæla því með skattlagningu takmarkaðra auðlinda fremur en til dæmis tekju- eða virðisaukasköttum. Heiðrún vitnar til greiningar minnar frá 2010, greiningar sem hún virðist ekki hafa lesið. Niðurstaða greinarinnar byggir á greiningu á efnahagsreikningi útgerðarinnar 2008, sem vægast sagt var mjög veikur (ég var raunar gagnrýndur fyrir þessa nálgun, sjá hér). Sama greining í dag myndi ekki leiða til sömu niðurstöðu. Eitt ber þó að taka undir í grein Heiðrúnar. Frjálst framsal aflaheimilda leiðir til samþjöppunar þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem mest hagnast á útgerð. Frjálst framsal hefur verið til staðar á Íslandi frá 1991 og samþjöppun aflaheimilda hefur verið umtalsverð á þeim tíma. Stærri markaður er vissulega líklegur til þess að flýta þeirri þróun. Þessi þróun er þó óumflýjanlegur fylgifiskur frjáls framsals og mun gerast óháð því hvort ríkið kemur inn á markaðinn. Ef Heiðrún er á móti samþjöppun er hún þá líka á móti frjálsu framsali? Upphæð veiðigjalda hlýtur að vera aðalatriðið. Að það sé ekki of íþyngjandi fyrir útgerðina. Útgerðir hafa verið að kaupa aflaheimildir af öðrum útgerðum áratugum saman án þess að sjávarútvegurinn hafi borið skaða af. Hvernig getur skipt máli hver það er sem selur heimildirnar? Hvernig getur innkoma ríkisins sett allt á hliðina ef allt hefur ekki þegar farið á hliðina? Aðalatriðið við innheimtu veiðigjalds með sölu aflaheimilda er því hve mikið á að selja á hverju ári, og þá einnig hve langir samningarnir eiga að vera. Þetta lykilatriði hefði Heiðrún getað nefnt. Heiðrún sjálf heldur því fram að núverandi veiðigjald nemi 33% af hagnaði. Reikna má út hve mikið af aflaheimildum þyfti að selja á hverju ári til að ná sömu tekjum. Miðað við 6% vegna ávöxtunarkröfu er niðurstaðan að rúmlega 18 ára samningar myndu skila útgerðinni sömu afkomu. Samkvæmt þessu jafngildir núverandi veiðigjald útfærslu Viðreisnar þar sem lengd samninga er 18 ár. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir úthlutun veiðiheimilda til lengri tíma með einkaréttarlegum samningum. Það er grundvallarskoðun Viðreisnar að fyrirsjáanleiki sé forsenda arðbærs sjávarútvegs. Reynsla Færeyinga er þar víti til varnaðar, ekki fyrirmynd eins og Heiðrún gefur til kynna. Ef nýtingarsamningarnir eru til langs tíma yrði einungis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Einkaréttarlegir nýtingarsamningarnir eru varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald, enda ákveður útgerðin það sjálf á markaði, og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Að öðru leyti yrði fiskveiðistjórnunarkerfið óbreytt. Athugasemdir mínar við grein Heiðrúnar eru eftirfarandi: Sala aflaheimilda í Færeyjum er ekki fyrirmynd, heldur víti til varnaðar. Þar var umgjörðin óljós og heimildirnar til of skamms tíma. Heiðrún bendir á gagnrýni hagfræðinga á gjaldtöku í sjávarútvegi. Mikilvægt atriði vantar þó í röksemdafærsluna. Einhvern veginn þarf að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, til dæmis velferðarkerfið. Allflestir skattar hafa neikvæð áhrif. Spurningin er því ekki hvort veiðigjöld valdi ekki skaða heldur hvort sá skaði sé minni en skaði annarrar skattlagningar. Alþjóðastofnanir, svo sem OECD (sjá hér), mæla því með skattlagningu takmarkaðra auðlinda fremur en til dæmis tekju- eða virðisaukasköttum. Heiðrún vitnar til greiningar minnar frá 2010, greiningar sem hún virðist ekki hafa lesið. Niðurstaða greinarinnar byggir á greiningu á efnahagsreikningi útgerðarinnar 2008, sem vægast sagt var mjög veikur (ég var raunar gagnrýndur fyrir þessa nálgun, sjá hér). Sama greining í dag myndi ekki leiða til sömu niðurstöðu. Eitt ber þó að taka undir í grein Heiðrúnar. Frjálst framsal aflaheimilda leiðir til samþjöppunar þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem mest hagnast á útgerð. Frjálst framsal hefur verið til staðar á Íslandi frá 1991 og samþjöppun aflaheimilda hefur verið umtalsverð á þeim tíma. Stærri markaður er vissulega líklegur til þess að flýta þeirri þróun. Þessi þróun er þó óumflýjanlegur fylgifiskur frjáls framsals og mun gerast óháð því hvort ríkið kemur inn á markaðinn. Ef Heiðrún er á móti samþjöppun er hún þá líka á móti frjálsu framsali? Upphæð veiðigjalda hlýtur að vera aðalatriðið. Að það sé ekki of íþyngjandi fyrir útgerðina. Útgerðir hafa verið að kaupa aflaheimildir af öðrum útgerðum áratugum saman án þess að sjávarútvegurinn hafi borið skaða af. Hvernig getur skipt máli hver það er sem selur heimildirnar? Hvernig getur innkoma ríkisins sett allt á hliðina ef allt hefur ekki þegar farið á hliðina? Aðalatriðið við innheimtu veiðigjalds með sölu aflaheimilda er því hve mikið á að selja á hverju ári, og þá einnig hve langir samningarnir eiga að vera. Þetta lykilatriði hefði Heiðrún getað nefnt. Heiðrún sjálf heldur því fram að núverandi veiðigjald nemi 33% af hagnaði. Reikna má út hve mikið af aflaheimildum þyfti að selja á hverju ári til að ná sömu tekjum. Miðað við 6% vegna ávöxtunarkröfu er niðurstaðan að rúmlega 18 ára samningar myndu skila útgerðinni sömu afkomu. Samkvæmt þessu jafngildir núverandi veiðigjald útfærslu Viðreisnar þar sem lengd samninga er 18 ár. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar