Þegar sumir eru jafnari en aðrir Dagbjört Hákonardóttir skrifar 29. júní 2021 13:31 Nýjustu fréttir af vendingum í Ásmundarsalarmálinu gefa ákaflega áhugaverða sýn af viðhorfi æðstu ráðamanna til hlutverks lögregluyfirvalda. Líkt og flestir muna vöknuðu landsmenn á aðfangadag við dapurlegar fréttir af ráðherra í ríkisstjórn landsins í samkvæmi sem samkvæmt dagbók lögreglu hafði borið öll merki þess að fjöldatakmarkanir vegna sóttvarnaraðgerða hefðu verið brotnar. Samdægurs freistaði dómsmálaráðherra þess að beina spjótum sínum og athygli almennings að lögreglumönnum sem óbeint höfðu upplýst um meint brot ráðherra á reglum í samkomubanni yfir jólahátíðina í dagbókarfærslu. Þá sá forsætisráðherra til þess að fjármálaráðherra gæti andað rólega á aðfangadagskvöldi með því að lýsa því strax yfir að athæfi hans myndi ekki hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um kvöldið og næstu daga héldu landsmenn jól í tíu manna jólakúlum, reglugerð samkvæmt. Að vera jöfn fyrir lögunum Bjarni Benediktsson er hvergi nær eini ráðherrann á heimsvísu sem komist hefur í kast við reglur um samkomubann. Írskur ráðherra tilkynnti um afsögn sína eftir að í ljós kom að hann hafði sótt hádegisverð í golfklúbbi. Sé aðeins horft til Norðurlanda má nefna að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var í vor dæmd til að greiða 20 þúsund norskar krónur í sekt fyrir að brjóta sóttvarnalög þar í landi eftir að í ljós kom að hún hefði efnt til sextugsafmælis síns í þrettán manna hópi, þrátt fyrir að tíu manna samkomubann. Viðkvæðið hjá yfirmanni lögreglu þar í landi var á þá leið að það væru allir jafnir fyrir lögunum, en það væru ekki allir jafnir almennt. Hin ámælisverða háttsemi Hér skal ekki fullyrt um hvort rétt sé að láta strangari viðurlög eiga við um ráðherra í ríkisstjórn sem tekur ákvarðanir um ákaflega íþyngjandi fjöldatakmarkanir í þágu sóttvarnarráðstafana á fordæmalausum tímum í formi reglugerðar líkt og einhverjir töldu hafa átt sér stað í Noregi. Hins vegar liggur fyrir að eigendur Ásmundarsals voru sektuð fyrir brot á þágildandi reglugerð og lögreglumenn hafa verið áminntir. Nefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tók málið til sérstakrar umfjöllunar og hefur nú meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að óvarfærin ummæli lögreglumannanna um meint framapot veislugesta í Ásmundarsal fælu í sér háttsemi sem gæti talist ámælisverð og þess eðlis að tilefni væri til að senda þann þátt málsins til meðferðar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá liggur fyrir að lögreglunúmer þeirra hafa verið birt í skýrslu nefndarinnar sem send var fjölmiðlum. Með lögum skal land byggja Í lýðræðislegu réttarríki er sjálfsagt að virkt og ríkt eftirlit sé með öllum störfum lögreglu. Hvað sem öðru líður hefur lögreglan valdbeitingarrétt gagnvart borgurum og gagnsæi verður að ríkja um störf þeirra, sem verða aldrei hafin yfir gagnrýni. Almenningur á jafnframt ríkan rétt á því að hafa ítarlega yfirsýn yfir búkmyndavélar einstakra lögreglumanna á vettvangi og gilda meginreglur persónuverndarlaga vöktun af þeirra hálfu, rétt eins og um alla aðra upptöku sem fer fram í öryggis- og eftirlitsskyni. Þá verða lögreglumenn ekki síst að vera meðvitaðir um eðli upptökunnar og þekkja þær reglur sem gilda um miðlun þeirra upplýsinga sem verða til þegar efni úr myndavélunum er skoðað, þar á meðal ummæli sem þeir mögulega töldu að væri aðeins þeirra á milli. Það er verkefni löggæsluyfirvalda að kanna hvort úrbóta sé þörf að þessu leyti og Persónuverndar að kanna hvort miðlun á hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum um lögreglumenn hafi verið ólögmæt. Þetta kemur okkur við Lýðræðislegt aðhald nær hins vegar ekki eingöngu til lögreglu. Lögreglumennirnir sem höfðu mætt á kvöldvakt á Þorláksmessu sinntu útkalli um fjöldasamkvæmi þar sem fjölmargir aðilar voru undir sama þaki, og gripu til verklags sem fréttir bera með sér að hafi almennt verið í samræmi við hlutverk þeirra, þó svo dagbókarfærsla um atvikið hafi falið í sér óbeina persónugreiningu á ráðherra. Í flestum ef ekki öllum lýðræðisríkjum ríkir almenn sátt um þá sýn að upplýsingar um lögbrot ráðamanna eiga almennt erindi við almenning. Persónuvernd hefur jafnframt tekið undir framangreint í samtölum sínum við fjölmiðla. Gjör rétt, og þol ei órétt? Ummæli lögreglumanna í upptöku á búkmyndavél breyttu því ekki að fjármálaráðherra var staddur í margmenni á Þorláksmessu og braut að öllum líkindum reglur um samkomubann, sem reyndar var aldrei rannsakað til fulls. Tilraunir ráðamanna til að beina spjótum að ummælum þeirra um viðstadda sem óafsakanlegu athæfi eru dapurlegar. Skilaboðin sem ríkisstjórnin hefur sent til lögreglumanna með aðgerðum sínum bera með sér að þeir skuli hugsa sig tvisvar um áður en þeir sinna lögbundnu hlutverki sínu næst þegar ráðherrar í ríkisstjórn liggja undir grun um lögbrot, jafnvel á tímum sem eiga sér fordæmi. Lærdómur okkar hinna er sá að sá eini sem ekki á að mæta teljandi afleiðingum vegna málsins er sjálfur fjármálaráðherra. Það ber ekki merki um djúpstæða sannfæringu á gamalkunnum einkunnarorðum Sjálfstæðisflokksins og hlutverki löggæsluyfirvalda í lýðræðislegu réttarríki. Höfundur er lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lögreglan Samfylkingin Ráðherra í Ásmundarsal Dagbjört Hákonardóttir Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýjustu fréttir af vendingum í Ásmundarsalarmálinu gefa ákaflega áhugaverða sýn af viðhorfi æðstu ráðamanna til hlutverks lögregluyfirvalda. Líkt og flestir muna vöknuðu landsmenn á aðfangadag við dapurlegar fréttir af ráðherra í ríkisstjórn landsins í samkvæmi sem samkvæmt dagbók lögreglu hafði borið öll merki þess að fjöldatakmarkanir vegna sóttvarnaraðgerða hefðu verið brotnar. Samdægurs freistaði dómsmálaráðherra þess að beina spjótum sínum og athygli almennings að lögreglumönnum sem óbeint höfðu upplýst um meint brot ráðherra á reglum í samkomubanni yfir jólahátíðina í dagbókarfærslu. Þá sá forsætisráðherra til þess að fjármálaráðherra gæti andað rólega á aðfangadagskvöldi með því að lýsa því strax yfir að athæfi hans myndi ekki hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um kvöldið og næstu daga héldu landsmenn jól í tíu manna jólakúlum, reglugerð samkvæmt. Að vera jöfn fyrir lögunum Bjarni Benediktsson er hvergi nær eini ráðherrann á heimsvísu sem komist hefur í kast við reglur um samkomubann. Írskur ráðherra tilkynnti um afsögn sína eftir að í ljós kom að hann hafði sótt hádegisverð í golfklúbbi. Sé aðeins horft til Norðurlanda má nefna að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var í vor dæmd til að greiða 20 þúsund norskar krónur í sekt fyrir að brjóta sóttvarnalög þar í landi eftir að í ljós kom að hún hefði efnt til sextugsafmælis síns í þrettán manna hópi, þrátt fyrir að tíu manna samkomubann. Viðkvæðið hjá yfirmanni lögreglu þar í landi var á þá leið að það væru allir jafnir fyrir lögunum, en það væru ekki allir jafnir almennt. Hin ámælisverða háttsemi Hér skal ekki fullyrt um hvort rétt sé að láta strangari viðurlög eiga við um ráðherra í ríkisstjórn sem tekur ákvarðanir um ákaflega íþyngjandi fjöldatakmarkanir í þágu sóttvarnarráðstafana á fordæmalausum tímum í formi reglugerðar líkt og einhverjir töldu hafa átt sér stað í Noregi. Hins vegar liggur fyrir að eigendur Ásmundarsals voru sektuð fyrir brot á þágildandi reglugerð og lögreglumenn hafa verið áminntir. Nefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tók málið til sérstakrar umfjöllunar og hefur nú meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að óvarfærin ummæli lögreglumannanna um meint framapot veislugesta í Ásmundarsal fælu í sér háttsemi sem gæti talist ámælisverð og þess eðlis að tilefni væri til að senda þann þátt málsins til meðferðar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá liggur fyrir að lögreglunúmer þeirra hafa verið birt í skýrslu nefndarinnar sem send var fjölmiðlum. Með lögum skal land byggja Í lýðræðislegu réttarríki er sjálfsagt að virkt og ríkt eftirlit sé með öllum störfum lögreglu. Hvað sem öðru líður hefur lögreglan valdbeitingarrétt gagnvart borgurum og gagnsæi verður að ríkja um störf þeirra, sem verða aldrei hafin yfir gagnrýni. Almenningur á jafnframt ríkan rétt á því að hafa ítarlega yfirsýn yfir búkmyndavélar einstakra lögreglumanna á vettvangi og gilda meginreglur persónuverndarlaga vöktun af þeirra hálfu, rétt eins og um alla aðra upptöku sem fer fram í öryggis- og eftirlitsskyni. Þá verða lögreglumenn ekki síst að vera meðvitaðir um eðli upptökunnar og þekkja þær reglur sem gilda um miðlun þeirra upplýsinga sem verða til þegar efni úr myndavélunum er skoðað, þar á meðal ummæli sem þeir mögulega töldu að væri aðeins þeirra á milli. Það er verkefni löggæsluyfirvalda að kanna hvort úrbóta sé þörf að þessu leyti og Persónuverndar að kanna hvort miðlun á hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum um lögreglumenn hafi verið ólögmæt. Þetta kemur okkur við Lýðræðislegt aðhald nær hins vegar ekki eingöngu til lögreglu. Lögreglumennirnir sem höfðu mætt á kvöldvakt á Þorláksmessu sinntu útkalli um fjöldasamkvæmi þar sem fjölmargir aðilar voru undir sama þaki, og gripu til verklags sem fréttir bera með sér að hafi almennt verið í samræmi við hlutverk þeirra, þó svo dagbókarfærsla um atvikið hafi falið í sér óbeina persónugreiningu á ráðherra. Í flestum ef ekki öllum lýðræðisríkjum ríkir almenn sátt um þá sýn að upplýsingar um lögbrot ráðamanna eiga almennt erindi við almenning. Persónuvernd hefur jafnframt tekið undir framangreint í samtölum sínum við fjölmiðla. Gjör rétt, og þol ei órétt? Ummæli lögreglumanna í upptöku á búkmyndavél breyttu því ekki að fjármálaráðherra var staddur í margmenni á Þorláksmessu og braut að öllum líkindum reglur um samkomubann, sem reyndar var aldrei rannsakað til fulls. Tilraunir ráðamanna til að beina spjótum að ummælum þeirra um viðstadda sem óafsakanlegu athæfi eru dapurlegar. Skilaboðin sem ríkisstjórnin hefur sent til lögreglumanna með aðgerðum sínum bera með sér að þeir skuli hugsa sig tvisvar um áður en þeir sinna lögbundnu hlutverki sínu næst þegar ráðherrar í ríkisstjórn liggja undir grun um lögbrot, jafnvel á tímum sem eiga sér fordæmi. Lærdómur okkar hinna er sá að sá eini sem ekki á að mæta teljandi afleiðingum vegna málsins er sjálfur fjármálaráðherra. Það ber ekki merki um djúpstæða sannfæringu á gamalkunnum einkunnarorðum Sjálfstæðisflokksins og hlutverki löggæsluyfirvalda í lýðræðislegu réttarríki. Höfundur er lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun