Sjö konur látnar innan þriggja ára frá innlögn vegna heimilisofbeldis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. júní 2021 19:01 Fjörutíu og níu konur voru lagðar inn á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi á fimmtán ára tímabili samkvæmt nýrri rannsókn. Sjö kvennanna létust innan þriggja ára frá innlögn. Doktorsnemi og hjúkrunarfræðingur segja samræmt verklag í málaflokknum skorta innan heilbrigðiskerfisins. Tæplega fimmtán hundruð konur leituðu á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi á árunum 2005 til 2014 samkvæmt doktorsrannsókn Drífu Jónasdóttur. Þá sýnir rannsóknin að að meðaltali koma hundrað og fimmtíu konur árlega á spítalann með áverka eftir ofbeldið. Eyrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur hefur á síðustu mánuðum rannsakað hjúkrunarferli þeirra kvenna sem lögðust inn á spítalann vegna áverka eftir heimilisofbeldi undir handleiðslu Drífu. „Á tímabilinu þá lögðust inn fjörutíu og níu konur og þær höfðu allar komið í gegn um bráðamóttökuna,“ segir Eyrún. Niðurstaða rannsóknarinnar var meðal annars að hjúkrunarskráningu sé ábótavant. „Hjúkrunarfræðingar eru ekki að skrá mikið um ofbeldið, það er ekki samræmt verklag hvaða hjúkrunargreiningar eru notaðar og hvernig er skráð og hvaða aðstoðar er leitað fyrir þessar konur,“ segir Eyrún. Þá hafi dánartíðni kvennanna komið verulega á óvart. „Fjórtán prósent af þessum konum eru dánar og meðalaldurinn þegar þær deyja eru fimmtíu ár. Í þessum tölum var ein kona á níræðisaldri og ef við tökum hana frá menginu er meðalaldur þessara kvenna kannski fjörutíu ár en meðalaldur kvenna á Íslandi samkvæmt Hagstofunni eru 84 ár. Það er mjög sjokkerandi og þær eru að deyja, þessar sjö konur, að meðaltali núll til þremur árum frá því þær eru lagðar inn,“ segir Drífa. Það sé þó ekki vitað hvers vegna konurnar dóu og segja þær það vera efni í nýja rannsókn. Þá kom fram í rannsókninni að aðeins í tólf prósent tilvika skráðu hjúkrunarfræðingar aðkomu barnaverndar eða rannsóknarlögreglu. „Ég dró þá ályktun að það væri þannig að hjúkrunarfræðinum fyndist það ekki vera sitt hlutvek heldur að það væri meira á borði lækna eða félagsráðgjafa, sem þarf ekki að vera slæmt, en það þarf bara að að vera skráð að það hafi verið gert,“ segir Eyrún. Skráningu sé greinilega ábótavant. Drífa tekur nú þátt í vinnu innan heilbrigðisráðneytisins við að móta samræmt verklag í heimilisofbeldismálum á landsvísu sem þær vona að skili árangri. Heimilisofbeldi Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Tæplega fimmtán hundruð konur leituðu á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi á árunum 2005 til 2014 samkvæmt doktorsrannsókn Drífu Jónasdóttur. Þá sýnir rannsóknin að að meðaltali koma hundrað og fimmtíu konur árlega á spítalann með áverka eftir ofbeldið. Eyrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur hefur á síðustu mánuðum rannsakað hjúkrunarferli þeirra kvenna sem lögðust inn á spítalann vegna áverka eftir heimilisofbeldi undir handleiðslu Drífu. „Á tímabilinu þá lögðust inn fjörutíu og níu konur og þær höfðu allar komið í gegn um bráðamóttökuna,“ segir Eyrún. Niðurstaða rannsóknarinnar var meðal annars að hjúkrunarskráningu sé ábótavant. „Hjúkrunarfræðingar eru ekki að skrá mikið um ofbeldið, það er ekki samræmt verklag hvaða hjúkrunargreiningar eru notaðar og hvernig er skráð og hvaða aðstoðar er leitað fyrir þessar konur,“ segir Eyrún. Þá hafi dánartíðni kvennanna komið verulega á óvart. „Fjórtán prósent af þessum konum eru dánar og meðalaldurinn þegar þær deyja eru fimmtíu ár. Í þessum tölum var ein kona á níræðisaldri og ef við tökum hana frá menginu er meðalaldur þessara kvenna kannski fjörutíu ár en meðalaldur kvenna á Íslandi samkvæmt Hagstofunni eru 84 ár. Það er mjög sjokkerandi og þær eru að deyja, þessar sjö konur, að meðaltali núll til þremur árum frá því þær eru lagðar inn,“ segir Drífa. Það sé þó ekki vitað hvers vegna konurnar dóu og segja þær það vera efni í nýja rannsókn. Þá kom fram í rannsókninni að aðeins í tólf prósent tilvika skráðu hjúkrunarfræðingar aðkomu barnaverndar eða rannsóknarlögreglu. „Ég dró þá ályktun að það væri þannig að hjúkrunarfræðinum fyndist það ekki vera sitt hlutvek heldur að það væri meira á borði lækna eða félagsráðgjafa, sem þarf ekki að vera slæmt, en það þarf bara að að vera skráð að það hafi verið gert,“ segir Eyrún. Skráningu sé greinilega ábótavant. Drífa tekur nú þátt í vinnu innan heilbrigðisráðneytisins við að móta samræmt verklag í heimilisofbeldismálum á landsvísu sem þær vona að skili árangri.
Heimilisofbeldi Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira