Sjö konur látnar innan þriggja ára frá innlögn vegna heimilisofbeldis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. júní 2021 19:01 Fjörutíu og níu konur voru lagðar inn á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi á fimmtán ára tímabili samkvæmt nýrri rannsókn. Sjö kvennanna létust innan þriggja ára frá innlögn. Doktorsnemi og hjúkrunarfræðingur segja samræmt verklag í málaflokknum skorta innan heilbrigðiskerfisins. Tæplega fimmtán hundruð konur leituðu á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi á árunum 2005 til 2014 samkvæmt doktorsrannsókn Drífu Jónasdóttur. Þá sýnir rannsóknin að að meðaltali koma hundrað og fimmtíu konur árlega á spítalann með áverka eftir ofbeldið. Eyrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur hefur á síðustu mánuðum rannsakað hjúkrunarferli þeirra kvenna sem lögðust inn á spítalann vegna áverka eftir heimilisofbeldi undir handleiðslu Drífu. „Á tímabilinu þá lögðust inn fjörutíu og níu konur og þær höfðu allar komið í gegn um bráðamóttökuna,“ segir Eyrún. Niðurstaða rannsóknarinnar var meðal annars að hjúkrunarskráningu sé ábótavant. „Hjúkrunarfræðingar eru ekki að skrá mikið um ofbeldið, það er ekki samræmt verklag hvaða hjúkrunargreiningar eru notaðar og hvernig er skráð og hvaða aðstoðar er leitað fyrir þessar konur,“ segir Eyrún. Þá hafi dánartíðni kvennanna komið verulega á óvart. „Fjórtán prósent af þessum konum eru dánar og meðalaldurinn þegar þær deyja eru fimmtíu ár. Í þessum tölum var ein kona á níræðisaldri og ef við tökum hana frá menginu er meðalaldur þessara kvenna kannski fjörutíu ár en meðalaldur kvenna á Íslandi samkvæmt Hagstofunni eru 84 ár. Það er mjög sjokkerandi og þær eru að deyja, þessar sjö konur, að meðaltali núll til þremur árum frá því þær eru lagðar inn,“ segir Drífa. Það sé þó ekki vitað hvers vegna konurnar dóu og segja þær það vera efni í nýja rannsókn. Þá kom fram í rannsókninni að aðeins í tólf prósent tilvika skráðu hjúkrunarfræðingar aðkomu barnaverndar eða rannsóknarlögreglu. „Ég dró þá ályktun að það væri þannig að hjúkrunarfræðinum fyndist það ekki vera sitt hlutvek heldur að það væri meira á borði lækna eða félagsráðgjafa, sem þarf ekki að vera slæmt, en það þarf bara að að vera skráð að það hafi verið gert,“ segir Eyrún. Skráningu sé greinilega ábótavant. Drífa tekur nú þátt í vinnu innan heilbrigðisráðneytisins við að móta samræmt verklag í heimilisofbeldismálum á landsvísu sem þær vona að skili árangri. Heimilisofbeldi Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Tæplega fimmtán hundruð konur leituðu á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi á árunum 2005 til 2014 samkvæmt doktorsrannsókn Drífu Jónasdóttur. Þá sýnir rannsóknin að að meðaltali koma hundrað og fimmtíu konur árlega á spítalann með áverka eftir ofbeldið. Eyrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur hefur á síðustu mánuðum rannsakað hjúkrunarferli þeirra kvenna sem lögðust inn á spítalann vegna áverka eftir heimilisofbeldi undir handleiðslu Drífu. „Á tímabilinu þá lögðust inn fjörutíu og níu konur og þær höfðu allar komið í gegn um bráðamóttökuna,“ segir Eyrún. Niðurstaða rannsóknarinnar var meðal annars að hjúkrunarskráningu sé ábótavant. „Hjúkrunarfræðingar eru ekki að skrá mikið um ofbeldið, það er ekki samræmt verklag hvaða hjúkrunargreiningar eru notaðar og hvernig er skráð og hvaða aðstoðar er leitað fyrir þessar konur,“ segir Eyrún. Þá hafi dánartíðni kvennanna komið verulega á óvart. „Fjórtán prósent af þessum konum eru dánar og meðalaldurinn þegar þær deyja eru fimmtíu ár. Í þessum tölum var ein kona á níræðisaldri og ef við tökum hana frá menginu er meðalaldur þessara kvenna kannski fjörutíu ár en meðalaldur kvenna á Íslandi samkvæmt Hagstofunni eru 84 ár. Það er mjög sjokkerandi og þær eru að deyja, þessar sjö konur, að meðaltali núll til þremur árum frá því þær eru lagðar inn,“ segir Drífa. Það sé þó ekki vitað hvers vegna konurnar dóu og segja þær það vera efni í nýja rannsókn. Þá kom fram í rannsókninni að aðeins í tólf prósent tilvika skráðu hjúkrunarfræðingar aðkomu barnaverndar eða rannsóknarlögreglu. „Ég dró þá ályktun að það væri þannig að hjúkrunarfræðinum fyndist það ekki vera sitt hlutvek heldur að það væri meira á borði lækna eða félagsráðgjafa, sem þarf ekki að vera slæmt, en það þarf bara að að vera skráð að það hafi verið gert,“ segir Eyrún. Skráningu sé greinilega ábótavant. Drífa tekur nú þátt í vinnu innan heilbrigðisráðneytisins við að móta samræmt verklag í heimilisofbeldismálum á landsvísu sem þær vona að skili árangri.
Heimilisofbeldi Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira