Drekar og orkuskipti Ágúst Elvar Bjarnason og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 25. júní 2021 13:31 Á seinnihluta síðustu aldar voru rafmagnsbílabrautir vinsælt leikfang krakka á öllum aldri. Bílarnir voru knúðir rafmagni og þeyttust áfram á ógnarhraða miðað við stærð og sigruðust oftar en ekki á þyngdaraflinu með ævintýralegum hætti. Þá datt fáum í hug að slík ökutæki gætu orðið farskjóti almennings. Þeir sem léku sér að bílabrautunum nýttu sér farskjóta sem drifnir voru áfram af jarðefnaeldsneyti og þeir skjótar sem drukku mest voru oft kallaðir „drekar“ og spúuðu eldi. Eftirspurn eftir vistvænum ökutækjum Sögur og kvikmyndir sem lýsa framtíðinni hafa að mörgu leyti reynst sannspáar og verið hvatning þeirra sem nýttu rafmagn við að knýja bílabrautir, að gera alvöru úr vísindaskáldskapnum með því að þróa og framleiða ökutæki sem ganga fyrir nýorku en þar er rafmagnið hvað straumharðast að sinni. Þá eru ótalin þau áhrif sem umræða um gróðurhúsaáhrif og kolefnisspor hafa haft á þróun þeirra vistvænu orkugjafa sem ætlað er að knýja „dreka“ framtíðarinnar og spúa eldingum. Þvert á eftirspurn eftir bílabrautum hefur eftirspurn eftir ökutækjum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Hlutfall nýskráðra ökutækja hefur aukist jafnt og þétt en fyrstu fimm mánuði þessa árs er hlutfall vistvænna fólksbíla af heildarfjölda nýskráðra ökutækja um helmingur og hefur þrefaldast frá árinu 2019. Verði 20% af bílaleigubílum árið 2025 Ökutækjaleigur eru stærsti einstaki eigandi ökutækja hér á landi með um 25.000 bíla yfir háannatíma sem eru um 10% af heildarflota fólksbíla hér á landi á hverju ári. Ökutækjaleigur eru eðli sínu samkvæmt þar með stærsti frambjóðandi bíla á markaði með notaða bíla en gera má ráð fyrir að þriðji hver bíll sem er í eigu einstaklinga í dag hafi verið nýttur sem bílaleigubíll í upphafi. Í samstarfi við stjórnvöld hafa Ökutækjaleigur sett upp hvatakerfi sem stuðlað að fjölgun vistvænna bílaleigubíla. Til að njóta hvatans þurfa bílaleigur þannig að nýskrá að minnsta kosti 15% vistvænna ökutækja af kaupum sínum á þessu ári en það hlutfall fer í 25% á næsta ári. Markmið með hvatanum er að fjölga vistvænum bílum í umferð og mæta þannig markmiðum stjórnvalda um að árið 2025 gangi 20% af flota ökutækjaleiga fyrir vistvænu eldsneyti. Aðgerðin ætti einnig að skila fleiri vistvænum bílum út á markað með notaða bíla. Mikilvægt að ýta undir orkuskipti Ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli að huga að kolefnisspori sínu og setja sér markmið um lækkun losunar. Mörg fyrirtæki hafa þegar náð góðum árangri á þessu sviði og hlotið viðurkenningar á öllum sviðum. Eins og fram kemur hér að framan eru ökutækjaleigur ein af mörgum greinum ferðaþjónustu sem nýtur þess að þróunin er hvað hröðust á þeirra vettvangi. Mikilvægt er þó að ýta undir orkuskipti og aukna kolefnislosun þvert á greinar í ferðaþjónustu, m.a. í gistingu, veitingum, afþreyingu og fólksflutningum sem og á Keflavíkurflugvelli þar sem mikil tækifæri leynast. Úr eldi í eldingar Loftslagsvísir atvinnulífsins er samstarfsverkefni Grænvangs, stjórnvalda og samtaka sem standa að Samtökum atvinnulífsins ásamt Bændasamtökunum. Loftslagsvísir styður við þá þróun sem ferðaþjónustan þarf á að halda við að gera ferðalag um landið kolefnislaust. Með markvissri uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla og auknu framboði verður hægt að bjóða ferðamönnum að aka þeim um landið án vandkvæða. Öflug innkoma ferðaþjónustu að orkuskiptum er þannig eitt stærsta skref greinarinnar að því að leggja grunn að kolefnislausu ferðalagi um áfangastaðinn Ísland. Markmið loftslagsvísis mæta markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum auk þess að virka sem hvatning til fyrirtækja til að bæta kolefnisspor sitt og stuðla að eflingu orkuskipta og fá þannig drekana til að fara úr eldi í eldingar. Höfundar eru verkefnastjórar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Á seinnihluta síðustu aldar voru rafmagnsbílabrautir vinsælt leikfang krakka á öllum aldri. Bílarnir voru knúðir rafmagni og þeyttust áfram á ógnarhraða miðað við stærð og sigruðust oftar en ekki á þyngdaraflinu með ævintýralegum hætti. Þá datt fáum í hug að slík ökutæki gætu orðið farskjóti almennings. Þeir sem léku sér að bílabrautunum nýttu sér farskjóta sem drifnir voru áfram af jarðefnaeldsneyti og þeir skjótar sem drukku mest voru oft kallaðir „drekar“ og spúuðu eldi. Eftirspurn eftir vistvænum ökutækjum Sögur og kvikmyndir sem lýsa framtíðinni hafa að mörgu leyti reynst sannspáar og verið hvatning þeirra sem nýttu rafmagn við að knýja bílabrautir, að gera alvöru úr vísindaskáldskapnum með því að þróa og framleiða ökutæki sem ganga fyrir nýorku en þar er rafmagnið hvað straumharðast að sinni. Þá eru ótalin þau áhrif sem umræða um gróðurhúsaáhrif og kolefnisspor hafa haft á þróun þeirra vistvænu orkugjafa sem ætlað er að knýja „dreka“ framtíðarinnar og spúa eldingum. Þvert á eftirspurn eftir bílabrautum hefur eftirspurn eftir ökutækjum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Hlutfall nýskráðra ökutækja hefur aukist jafnt og þétt en fyrstu fimm mánuði þessa árs er hlutfall vistvænna fólksbíla af heildarfjölda nýskráðra ökutækja um helmingur og hefur þrefaldast frá árinu 2019. Verði 20% af bílaleigubílum árið 2025 Ökutækjaleigur eru stærsti einstaki eigandi ökutækja hér á landi með um 25.000 bíla yfir háannatíma sem eru um 10% af heildarflota fólksbíla hér á landi á hverju ári. Ökutækjaleigur eru eðli sínu samkvæmt þar með stærsti frambjóðandi bíla á markaði með notaða bíla en gera má ráð fyrir að þriðji hver bíll sem er í eigu einstaklinga í dag hafi verið nýttur sem bílaleigubíll í upphafi. Í samstarfi við stjórnvöld hafa Ökutækjaleigur sett upp hvatakerfi sem stuðlað að fjölgun vistvænna bílaleigubíla. Til að njóta hvatans þurfa bílaleigur þannig að nýskrá að minnsta kosti 15% vistvænna ökutækja af kaupum sínum á þessu ári en það hlutfall fer í 25% á næsta ári. Markmið með hvatanum er að fjölga vistvænum bílum í umferð og mæta þannig markmiðum stjórnvalda um að árið 2025 gangi 20% af flota ökutækjaleiga fyrir vistvænu eldsneyti. Aðgerðin ætti einnig að skila fleiri vistvænum bílum út á markað með notaða bíla. Mikilvægt að ýta undir orkuskipti Ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli að huga að kolefnisspori sínu og setja sér markmið um lækkun losunar. Mörg fyrirtæki hafa þegar náð góðum árangri á þessu sviði og hlotið viðurkenningar á öllum sviðum. Eins og fram kemur hér að framan eru ökutækjaleigur ein af mörgum greinum ferðaþjónustu sem nýtur þess að þróunin er hvað hröðust á þeirra vettvangi. Mikilvægt er þó að ýta undir orkuskipti og aukna kolefnislosun þvert á greinar í ferðaþjónustu, m.a. í gistingu, veitingum, afþreyingu og fólksflutningum sem og á Keflavíkurflugvelli þar sem mikil tækifæri leynast. Úr eldi í eldingar Loftslagsvísir atvinnulífsins er samstarfsverkefni Grænvangs, stjórnvalda og samtaka sem standa að Samtökum atvinnulífsins ásamt Bændasamtökunum. Loftslagsvísir styður við þá þróun sem ferðaþjónustan þarf á að halda við að gera ferðalag um landið kolefnislaust. Með markvissri uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla og auknu framboði verður hægt að bjóða ferðamönnum að aka þeim um landið án vandkvæða. Öflug innkoma ferðaþjónustu að orkuskiptum er þannig eitt stærsta skref greinarinnar að því að leggja grunn að kolefnislausu ferðalagi um áfangastaðinn Ísland. Markmið loftslagsvísis mæta markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum auk þess að virka sem hvatning til fyrirtækja til að bæta kolefnisspor sitt og stuðla að eflingu orkuskipta og fá þannig drekana til að fara úr eldi í eldingar. Höfundar eru verkefnastjórar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun