Sleppið því að koma Guðmundur Gunnarsson skrifar 25. júní 2021 13:01 Það væri synd að segja að maður missi hökuna í gólfið í hvert skipti sem ráðherra veldur manni vonbrigðum. Eins og nú þegar þær fréttir berast af því að framkvæmdum á Dynjandisheiði hafi enn eina ferðina verið slegið á frest. Vegna fjárskorts. Sannar enn og aftur að það má ekki missa augun af þessu fólki. Sem segist skilja og viðurkenna að Vestfirðir hafi velkst um í sáru svelti alltof lengi. Flagga fögrum loforðum og yfirbót sem reynist svo lítið annað en heitt loft. Merkilegt hvað þessi blessaði ríkiskassi virðist alltaf grunsamlega tómur þegar kemur að því að umbreyta djúpsárum skilningi í aðgerðir. Því lengra sem baukurinn ferðast frá fjármálaráðuneytinu því hærra glymur í honum tómahljóðið. Merkilegur fjandi. En við hverju á maður svo sem að búast? Þegar við getum ekki einu sinni klárað löngu fjármögnuð ofanflóðaverkefni til að verja þorpin. Fyrr en einhverjum áratugum of seint. Vegna sofandaháttar. Þessi vanvirðing við öryggi fólks og þessi síendurteknu svik við æðakerfi samfélaganna er auðvitað til háborinnar skammar. En vísast á maður ekki að vera að kvabba þetta. Þakka frekar fyrir vegstubbana sem þó er verið að tjasla saman á kjálkanum. Stubbum, sem hampað er sem nýframkvæmdum, en eru í reynd tilfærsla á fé sem annars ætti að fara í viðhald á svæðinu og verður til þess að aðrir lúnir vegir um fjölfarna ferðamannastaði drabbast ofan í foraðið á sér. Það er öll innspýtingin. Viðspyrnan. Bragabótin. Það getur ekki verið að ég sé einn um að vera orðinn þreyttur á rykinu sem þyrlast upp undan lakkskóm þessara loforða. Já, ég er að horfa á þig kæri samgönguráðherra. Og já, ég er að horfa á þig kæri fjármálaráðherra. Þið eruð góðir menn og ég vil trúa því að þið meinið vel. Ég verð samt að biðja ykkur um eitt. Næst þegar þið birtist í ofboði með tárvot hvolpaaugu eftir hamfarir, segið okkur þá bara eins og er. Að ykkur finnist svæðið ekki nægilega mikilvægt til að halda úti grunnkerfum. Eða að þið gefið því ekki gaum að íbúar fjórðungsins eigi rétt á lágmarks þjónustu. Þið sóið tíma fólks með því að fylla verðmætt vestfirskt fjallaloft af innantómum loforðum. Þetta er komið gott. Ef þið getið ekki sagt satt og staðið við stóru orðin, sleppið því þá frekar að koma. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Samgöngur Viðreisn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það væri synd að segja að maður missi hökuna í gólfið í hvert skipti sem ráðherra veldur manni vonbrigðum. Eins og nú þegar þær fréttir berast af því að framkvæmdum á Dynjandisheiði hafi enn eina ferðina verið slegið á frest. Vegna fjárskorts. Sannar enn og aftur að það má ekki missa augun af þessu fólki. Sem segist skilja og viðurkenna að Vestfirðir hafi velkst um í sáru svelti alltof lengi. Flagga fögrum loforðum og yfirbót sem reynist svo lítið annað en heitt loft. Merkilegt hvað þessi blessaði ríkiskassi virðist alltaf grunsamlega tómur þegar kemur að því að umbreyta djúpsárum skilningi í aðgerðir. Því lengra sem baukurinn ferðast frá fjármálaráðuneytinu því hærra glymur í honum tómahljóðið. Merkilegur fjandi. En við hverju á maður svo sem að búast? Þegar við getum ekki einu sinni klárað löngu fjármögnuð ofanflóðaverkefni til að verja þorpin. Fyrr en einhverjum áratugum of seint. Vegna sofandaháttar. Þessi vanvirðing við öryggi fólks og þessi síendurteknu svik við æðakerfi samfélaganna er auðvitað til háborinnar skammar. En vísast á maður ekki að vera að kvabba þetta. Þakka frekar fyrir vegstubbana sem þó er verið að tjasla saman á kjálkanum. Stubbum, sem hampað er sem nýframkvæmdum, en eru í reynd tilfærsla á fé sem annars ætti að fara í viðhald á svæðinu og verður til þess að aðrir lúnir vegir um fjölfarna ferðamannastaði drabbast ofan í foraðið á sér. Það er öll innspýtingin. Viðspyrnan. Bragabótin. Það getur ekki verið að ég sé einn um að vera orðinn þreyttur á rykinu sem þyrlast upp undan lakkskóm þessara loforða. Já, ég er að horfa á þig kæri samgönguráðherra. Og já, ég er að horfa á þig kæri fjármálaráðherra. Þið eruð góðir menn og ég vil trúa því að þið meinið vel. Ég verð samt að biðja ykkur um eitt. Næst þegar þið birtist í ofboði með tárvot hvolpaaugu eftir hamfarir, segið okkur þá bara eins og er. Að ykkur finnist svæðið ekki nægilega mikilvægt til að halda úti grunnkerfum. Eða að þið gefið því ekki gaum að íbúar fjórðungsins eigi rétt á lágmarks þjónustu. Þið sóið tíma fólks með því að fylla verðmætt vestfirskt fjallaloft af innantómum loforðum. Þetta er komið gott. Ef þið getið ekki sagt satt og staðið við stóru orðin, sleppið því þá frekar að koma. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar