Sést til sólar? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 25. júní 2021 11:00 Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil þegar efnahagsmálin eru annars vegar. Afkoma þjóðarinnar er háð sveiflum sem við ráðum ekki við og áföll setja stórt strik í reikninginn. Þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig varð strax ljóst að Íslendingar tækju stærri skell en margar aðrar þjóðir. Við erum eyland sem er háð milliríkjaflutningum með mat og aðrar nauðsynjar. Ferðaþjónustan, sem lagðist að mestu af, er að auki stærri hluti af landsframleiðslu okkar en flestra annarra. Því var fyrirséð að tekjur okkar myndu dragast meira saman og atvinnuleysið yrði meira hér en í samanburðarlöndum. Neikvæð spá Þess vegna hefði þurft að bregðast skjótt við. Raunin varð þó önnur. Evrópusambandið, sem gjarnan hefur verið sakað um að vera svifaseint og þrungið skriffinnsku, kynnti fyrstu aðgerðir sínar á undan íslensku ríkisstjórninni. Og aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ekki markvissar í fyrstu. OECD spáir því núna að Ísland verði síðast Vesturlanda til að ná fyrri efnahagsstyrk eftir áfallið. Þetta er grafalvarleg staða. Enn fremur er því spáð að 2026 verði atvinnuleysi á Íslandi enn 4-5%. Það er tvöfalt meira en við eigum að venjast. Að baki þeim tölum eru þúsundir einstaklinga og fjölskyldna með skertar tekjur og önnur vandamál sem þekkt er að fylgja langvarandi atvinnuleysi. Atvinnuleysinu fylgir líka að afkoma þjóðarinnar verður til langs tíma lægri en hún yrði annars. Sterkur efnahagur Afkoma þjóðarinnar, framleiðsla og tekjur fólksins í landinu, skiptir máli því hún hefur bein áhrif á svigrúm ríkisins til að halda uppi velferðarkerfinu og annarri grunnþjónustu. Ríkið þarf að byggja velferð okkar á tryggum stoðum en ekki fyrirheitum og lánum sem næstu kynslóðir munu þurfa að greiða. Ríkið þarf líka að búa að frjóum jarðvegi sem styður við atvinnusköpun, sérstaklega á einkamarkaði, ef við ætlum að eiga möguleika á því að viðhalda lífsgæðum okkar til framtíðar. Staðreyndin er sú að fyrir heimsfaraldurinn voru þegar kominn upp varúðarmerki með falli flugfélags, samdrætti í útflutningi, loðnubresti og stórauknu atvinnuleysi. Þingmenn Viðreisnar bentu á að þegar þjóðin er á toppi hagsveiflunnar þurfi ríkisstjórnin að halda að sér höndum í útgjöldum. Á það hlustaði hún ekki. Þvert á móti jók ríkisstjórnin opinber útgjöld í nær öllum málaflokkum. Þegar undan fer að halla, líkt og raunin varð í lok árs 2019 þarf síðan að spýta í lófana, auka við arðbæra fjárfestingu, draga úr gjöldum á fyrirtæki og lækka skatta. Það gerði ríkisstjórnin heldur ekki. Ef það hefði verið gert hefði íslenska ríkið verið betur í stakk búið til að takast á við áföllin sem síðar riðu yfir. Hvernig viðrar? Svarið við spurningunni í fyrirsögn er „Já, það sést til sólar en það er enn þungskýjað“. Þess vegna er mikilvægt að í kosningunum í september skili kjósendur flokkum til valda sem standa fyrir ábyrgri efnahagsstjórn. Viðreisn er sá flokkur. Sagan sýnir að þingmenn Viðreisnar, bæði í ríkisstjórn 2016-2017 og í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, eru tilbúnir til þess að leita raunhæfra og ábyrgra lausna í efnahagsmálum. Þau hafa talað af þekkingu og ekki fallið í þá gryfju að leggja fram hástemmd loforð sem ekki er hægt að standa við. Ekki skemmir að Viðreisn er skipuð fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið til að leggja sig allt fram við að skapa hér frjálslynt og opið samfélag, þar sem allir landsmenn fá tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil þegar efnahagsmálin eru annars vegar. Afkoma þjóðarinnar er háð sveiflum sem við ráðum ekki við og áföll setja stórt strik í reikninginn. Þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig varð strax ljóst að Íslendingar tækju stærri skell en margar aðrar þjóðir. Við erum eyland sem er háð milliríkjaflutningum með mat og aðrar nauðsynjar. Ferðaþjónustan, sem lagðist að mestu af, er að auki stærri hluti af landsframleiðslu okkar en flestra annarra. Því var fyrirséð að tekjur okkar myndu dragast meira saman og atvinnuleysið yrði meira hér en í samanburðarlöndum. Neikvæð spá Þess vegna hefði þurft að bregðast skjótt við. Raunin varð þó önnur. Evrópusambandið, sem gjarnan hefur verið sakað um að vera svifaseint og þrungið skriffinnsku, kynnti fyrstu aðgerðir sínar á undan íslensku ríkisstjórninni. Og aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ekki markvissar í fyrstu. OECD spáir því núna að Ísland verði síðast Vesturlanda til að ná fyrri efnahagsstyrk eftir áfallið. Þetta er grafalvarleg staða. Enn fremur er því spáð að 2026 verði atvinnuleysi á Íslandi enn 4-5%. Það er tvöfalt meira en við eigum að venjast. Að baki þeim tölum eru þúsundir einstaklinga og fjölskyldna með skertar tekjur og önnur vandamál sem þekkt er að fylgja langvarandi atvinnuleysi. Atvinnuleysinu fylgir líka að afkoma þjóðarinnar verður til langs tíma lægri en hún yrði annars. Sterkur efnahagur Afkoma þjóðarinnar, framleiðsla og tekjur fólksins í landinu, skiptir máli því hún hefur bein áhrif á svigrúm ríkisins til að halda uppi velferðarkerfinu og annarri grunnþjónustu. Ríkið þarf að byggja velferð okkar á tryggum stoðum en ekki fyrirheitum og lánum sem næstu kynslóðir munu þurfa að greiða. Ríkið þarf líka að búa að frjóum jarðvegi sem styður við atvinnusköpun, sérstaklega á einkamarkaði, ef við ætlum að eiga möguleika á því að viðhalda lífsgæðum okkar til framtíðar. Staðreyndin er sú að fyrir heimsfaraldurinn voru þegar kominn upp varúðarmerki með falli flugfélags, samdrætti í útflutningi, loðnubresti og stórauknu atvinnuleysi. Þingmenn Viðreisnar bentu á að þegar þjóðin er á toppi hagsveiflunnar þurfi ríkisstjórnin að halda að sér höndum í útgjöldum. Á það hlustaði hún ekki. Þvert á móti jók ríkisstjórnin opinber útgjöld í nær öllum málaflokkum. Þegar undan fer að halla, líkt og raunin varð í lok árs 2019 þarf síðan að spýta í lófana, auka við arðbæra fjárfestingu, draga úr gjöldum á fyrirtæki og lækka skatta. Það gerði ríkisstjórnin heldur ekki. Ef það hefði verið gert hefði íslenska ríkið verið betur í stakk búið til að takast á við áföllin sem síðar riðu yfir. Hvernig viðrar? Svarið við spurningunni í fyrirsögn er „Já, það sést til sólar en það er enn þungskýjað“. Þess vegna er mikilvægt að í kosningunum í september skili kjósendur flokkum til valda sem standa fyrir ábyrgri efnahagsstjórn. Viðreisn er sá flokkur. Sagan sýnir að þingmenn Viðreisnar, bæði í ríkisstjórn 2016-2017 og í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, eru tilbúnir til þess að leita raunhæfra og ábyrgra lausna í efnahagsmálum. Þau hafa talað af þekkingu og ekki fallið í þá gryfju að leggja fram hástemmd loforð sem ekki er hægt að standa við. Ekki skemmir að Viðreisn er skipuð fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið til að leggja sig allt fram við að skapa hér frjálslynt og opið samfélag, þar sem allir landsmenn fá tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun