Sést til sólar? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 25. júní 2021 11:00 Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil þegar efnahagsmálin eru annars vegar. Afkoma þjóðarinnar er háð sveiflum sem við ráðum ekki við og áföll setja stórt strik í reikninginn. Þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig varð strax ljóst að Íslendingar tækju stærri skell en margar aðrar þjóðir. Við erum eyland sem er háð milliríkjaflutningum með mat og aðrar nauðsynjar. Ferðaþjónustan, sem lagðist að mestu af, er að auki stærri hluti af landsframleiðslu okkar en flestra annarra. Því var fyrirséð að tekjur okkar myndu dragast meira saman og atvinnuleysið yrði meira hér en í samanburðarlöndum. Neikvæð spá Þess vegna hefði þurft að bregðast skjótt við. Raunin varð þó önnur. Evrópusambandið, sem gjarnan hefur verið sakað um að vera svifaseint og þrungið skriffinnsku, kynnti fyrstu aðgerðir sínar á undan íslensku ríkisstjórninni. Og aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ekki markvissar í fyrstu. OECD spáir því núna að Ísland verði síðast Vesturlanda til að ná fyrri efnahagsstyrk eftir áfallið. Þetta er grafalvarleg staða. Enn fremur er því spáð að 2026 verði atvinnuleysi á Íslandi enn 4-5%. Það er tvöfalt meira en við eigum að venjast. Að baki þeim tölum eru þúsundir einstaklinga og fjölskyldna með skertar tekjur og önnur vandamál sem þekkt er að fylgja langvarandi atvinnuleysi. Atvinnuleysinu fylgir líka að afkoma þjóðarinnar verður til langs tíma lægri en hún yrði annars. Sterkur efnahagur Afkoma þjóðarinnar, framleiðsla og tekjur fólksins í landinu, skiptir máli því hún hefur bein áhrif á svigrúm ríkisins til að halda uppi velferðarkerfinu og annarri grunnþjónustu. Ríkið þarf að byggja velferð okkar á tryggum stoðum en ekki fyrirheitum og lánum sem næstu kynslóðir munu þurfa að greiða. Ríkið þarf líka að búa að frjóum jarðvegi sem styður við atvinnusköpun, sérstaklega á einkamarkaði, ef við ætlum að eiga möguleika á því að viðhalda lífsgæðum okkar til framtíðar. Staðreyndin er sú að fyrir heimsfaraldurinn voru þegar kominn upp varúðarmerki með falli flugfélags, samdrætti í útflutningi, loðnubresti og stórauknu atvinnuleysi. Þingmenn Viðreisnar bentu á að þegar þjóðin er á toppi hagsveiflunnar þurfi ríkisstjórnin að halda að sér höndum í útgjöldum. Á það hlustaði hún ekki. Þvert á móti jók ríkisstjórnin opinber útgjöld í nær öllum málaflokkum. Þegar undan fer að halla, líkt og raunin varð í lok árs 2019 þarf síðan að spýta í lófana, auka við arðbæra fjárfestingu, draga úr gjöldum á fyrirtæki og lækka skatta. Það gerði ríkisstjórnin heldur ekki. Ef það hefði verið gert hefði íslenska ríkið verið betur í stakk búið til að takast á við áföllin sem síðar riðu yfir. Hvernig viðrar? Svarið við spurningunni í fyrirsögn er „Já, það sést til sólar en það er enn þungskýjað“. Þess vegna er mikilvægt að í kosningunum í september skili kjósendur flokkum til valda sem standa fyrir ábyrgri efnahagsstjórn. Viðreisn er sá flokkur. Sagan sýnir að þingmenn Viðreisnar, bæði í ríkisstjórn 2016-2017 og í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, eru tilbúnir til þess að leita raunhæfra og ábyrgra lausna í efnahagsmálum. Þau hafa talað af þekkingu og ekki fallið í þá gryfju að leggja fram hástemmd loforð sem ekki er hægt að standa við. Ekki skemmir að Viðreisn er skipuð fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið til að leggja sig allt fram við að skapa hér frjálslynt og opið samfélag, þar sem allir landsmenn fá tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil þegar efnahagsmálin eru annars vegar. Afkoma þjóðarinnar er háð sveiflum sem við ráðum ekki við og áföll setja stórt strik í reikninginn. Þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig varð strax ljóst að Íslendingar tækju stærri skell en margar aðrar þjóðir. Við erum eyland sem er háð milliríkjaflutningum með mat og aðrar nauðsynjar. Ferðaþjónustan, sem lagðist að mestu af, er að auki stærri hluti af landsframleiðslu okkar en flestra annarra. Því var fyrirséð að tekjur okkar myndu dragast meira saman og atvinnuleysið yrði meira hér en í samanburðarlöndum. Neikvæð spá Þess vegna hefði þurft að bregðast skjótt við. Raunin varð þó önnur. Evrópusambandið, sem gjarnan hefur verið sakað um að vera svifaseint og þrungið skriffinnsku, kynnti fyrstu aðgerðir sínar á undan íslensku ríkisstjórninni. Og aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ekki markvissar í fyrstu. OECD spáir því núna að Ísland verði síðast Vesturlanda til að ná fyrri efnahagsstyrk eftir áfallið. Þetta er grafalvarleg staða. Enn fremur er því spáð að 2026 verði atvinnuleysi á Íslandi enn 4-5%. Það er tvöfalt meira en við eigum að venjast. Að baki þeim tölum eru þúsundir einstaklinga og fjölskyldna með skertar tekjur og önnur vandamál sem þekkt er að fylgja langvarandi atvinnuleysi. Atvinnuleysinu fylgir líka að afkoma þjóðarinnar verður til langs tíma lægri en hún yrði annars. Sterkur efnahagur Afkoma þjóðarinnar, framleiðsla og tekjur fólksins í landinu, skiptir máli því hún hefur bein áhrif á svigrúm ríkisins til að halda uppi velferðarkerfinu og annarri grunnþjónustu. Ríkið þarf að byggja velferð okkar á tryggum stoðum en ekki fyrirheitum og lánum sem næstu kynslóðir munu þurfa að greiða. Ríkið þarf líka að búa að frjóum jarðvegi sem styður við atvinnusköpun, sérstaklega á einkamarkaði, ef við ætlum að eiga möguleika á því að viðhalda lífsgæðum okkar til framtíðar. Staðreyndin er sú að fyrir heimsfaraldurinn voru þegar kominn upp varúðarmerki með falli flugfélags, samdrætti í útflutningi, loðnubresti og stórauknu atvinnuleysi. Þingmenn Viðreisnar bentu á að þegar þjóðin er á toppi hagsveiflunnar þurfi ríkisstjórnin að halda að sér höndum í útgjöldum. Á það hlustaði hún ekki. Þvert á móti jók ríkisstjórnin opinber útgjöld í nær öllum málaflokkum. Þegar undan fer að halla, líkt og raunin varð í lok árs 2019 þarf síðan að spýta í lófana, auka við arðbæra fjárfestingu, draga úr gjöldum á fyrirtæki og lækka skatta. Það gerði ríkisstjórnin heldur ekki. Ef það hefði verið gert hefði íslenska ríkið verið betur í stakk búið til að takast á við áföllin sem síðar riðu yfir. Hvernig viðrar? Svarið við spurningunni í fyrirsögn er „Já, það sést til sólar en það er enn þungskýjað“. Þess vegna er mikilvægt að í kosningunum í september skili kjósendur flokkum til valda sem standa fyrir ábyrgri efnahagsstjórn. Viðreisn er sá flokkur. Sagan sýnir að þingmenn Viðreisnar, bæði í ríkisstjórn 2016-2017 og í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, eru tilbúnir til þess að leita raunhæfra og ábyrgra lausna í efnahagsmálum. Þau hafa talað af þekkingu og ekki fallið í þá gryfju að leggja fram hástemmd loforð sem ekki er hægt að standa við. Ekki skemmir að Viðreisn er skipuð fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið til að leggja sig allt fram við að skapa hér frjálslynt og opið samfélag, þar sem allir landsmenn fá tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun