Gallað veiðigjald Daði Már Kristófersson skrifar 24. júní 2021 15:26 Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið á að veita eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, hlutdeild í arði af útgerð. Upphæð veiðigjalds hefur verið stöðug uppspretta deilna síðan það var lagt á. Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu. Frá 2012 til 2018 var starfrækt sérstök nefnd sem ákvarðaði veiðigjald á hverjum tíma, nefnd sem ég átti sæti í. Ég hef því kynnt mér vandlega útreikninga á afkomu í sjávarútvegi. Ég varð á þessum tíma mjög efins um þessa nálgun. Ástæðan er einföld. Afar erfitt er að meta hver raunveruleg afkoma í fiskveiðum er. Aðgengi að hráefni, fiskinum, er takmarkandi þátturinn í sjávarútvegi. Fiskverð ætti að endurspegla það. Lang stærstur hluti viðskipta með fisk á Íslandi fer hins vegar fram innan fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna. Á þessu eru undantekningar. Verðlagning afla á fiskmörkuðum er raunveruleg. En minnihluti afla fer um fiskmarkaðina, mest er selt beint. Ef verðið á fiski endurspeglar ekki verðmæti þá er lítið að marka mælikvarða á afkomu eins og t.d. hagnað. Ef við vitum ekki afkomuna hvernig eigum við þá að leggja á sanngjarnt gjald? Ef fiskverð væri rétt ætti afkoma í fiskvinnslu að vera svipuð og í atvinnulífinu á Íslandi almennt. Hagnaður, umfram eðlilega ávöxtun á bundnu fjármagni, ætti þannig einungis að vera til staðar í veiðum. Nú vill svo til að til er nýlegt mat á umframhagnaði í sjávarútvegi á Íslandi í greininni Resource Rent and its Distribution in Iceland's Fisheries sem birtist í fyrra í Marine Resource Economics. Hvert ætti fiskverð að vera ef fiskurinn væri verðlagður sem sú takmarkaða auðlind sem hann er? Samkvæmt fyrrnefndum niðurstöðum er opinbert verð á fiski, það sem notað er við útreikning veiðigjalds og uppgjöri við sjómenn, 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Þetta virðist kannski sakleysislegur munur en áhrifin á stofn veiðigjalds eru tvöföldun. Veiðigjald er því um helmingur af því sem væri ef fiskverð endurspeglaði verðmæti fisks. Sjómenn og útgerðin hafa lengi deilt um fiskverð, af fyrrnefndri ástæðu. Hverju mundi muna ef við notum verðmæti fisks í að reikna laun sjómanna? Niðurstaðan er að aflahlutir sjómanna hefðu verið tæpum 10 milljörðum hærri á ári að meðaltali undanfarin áratug. Deilur sjómanna og útgerða verða leystar við samningaborðið. Hér er því um reikniæfingu að ræða – en hún undirstrikar mikilvægi fiskverðs. Hvað er til ráða? Má leiðrétta fyrir þessu? Um það er ég efins. Ég tel ekki að bæta ætti þessari leiðréttingu við þegar stagbætta aðferð við útreikning veiðigjalds. Til er mun betri og áreiðanlegri aðferð. Setja hluta kvótans á markað á hverju ári og láta markaðinn svara þeirri spurningu hvert virðið er. Þannig er verðmæti flestra annarra eigna metið, frá fasteignum til kartaflna. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda um fiskveiðikvóta? Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið á að veita eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, hlutdeild í arði af útgerð. Upphæð veiðigjalds hefur verið stöðug uppspretta deilna síðan það var lagt á. Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu. Frá 2012 til 2018 var starfrækt sérstök nefnd sem ákvarðaði veiðigjald á hverjum tíma, nefnd sem ég átti sæti í. Ég hef því kynnt mér vandlega útreikninga á afkomu í sjávarútvegi. Ég varð á þessum tíma mjög efins um þessa nálgun. Ástæðan er einföld. Afar erfitt er að meta hver raunveruleg afkoma í fiskveiðum er. Aðgengi að hráefni, fiskinum, er takmarkandi þátturinn í sjávarútvegi. Fiskverð ætti að endurspegla það. Lang stærstur hluti viðskipta með fisk á Íslandi fer hins vegar fram innan fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna. Á þessu eru undantekningar. Verðlagning afla á fiskmörkuðum er raunveruleg. En minnihluti afla fer um fiskmarkaðina, mest er selt beint. Ef verðið á fiski endurspeglar ekki verðmæti þá er lítið að marka mælikvarða á afkomu eins og t.d. hagnað. Ef við vitum ekki afkomuna hvernig eigum við þá að leggja á sanngjarnt gjald? Ef fiskverð væri rétt ætti afkoma í fiskvinnslu að vera svipuð og í atvinnulífinu á Íslandi almennt. Hagnaður, umfram eðlilega ávöxtun á bundnu fjármagni, ætti þannig einungis að vera til staðar í veiðum. Nú vill svo til að til er nýlegt mat á umframhagnaði í sjávarútvegi á Íslandi í greininni Resource Rent and its Distribution in Iceland's Fisheries sem birtist í fyrra í Marine Resource Economics. Hvert ætti fiskverð að vera ef fiskurinn væri verðlagður sem sú takmarkaða auðlind sem hann er? Samkvæmt fyrrnefndum niðurstöðum er opinbert verð á fiski, það sem notað er við útreikning veiðigjalds og uppgjöri við sjómenn, 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Þetta virðist kannski sakleysislegur munur en áhrifin á stofn veiðigjalds eru tvöföldun. Veiðigjald er því um helmingur af því sem væri ef fiskverð endurspeglaði verðmæti fisks. Sjómenn og útgerðin hafa lengi deilt um fiskverð, af fyrrnefndri ástæðu. Hverju mundi muna ef við notum verðmæti fisks í að reikna laun sjómanna? Niðurstaðan er að aflahlutir sjómanna hefðu verið tæpum 10 milljörðum hærri á ári að meðaltali undanfarin áratug. Deilur sjómanna og útgerða verða leystar við samningaborðið. Hér er því um reikniæfingu að ræða – en hún undirstrikar mikilvægi fiskverðs. Hvað er til ráða? Má leiðrétta fyrir þessu? Um það er ég efins. Ég tel ekki að bæta ætti þessari leiðréttingu við þegar stagbætta aðferð við útreikning veiðigjalds. Til er mun betri og áreiðanlegri aðferð. Setja hluta kvótans á markað á hverju ári og láta markaðinn svara þeirri spurningu hvert virðið er. Þannig er verðmæti flestra annarra eigna metið, frá fasteignum til kartaflna. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda um fiskveiðikvóta? Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun