Gallað veiðigjald Daði Már Kristófersson skrifar 24. júní 2021 15:26 Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið á að veita eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, hlutdeild í arði af útgerð. Upphæð veiðigjalds hefur verið stöðug uppspretta deilna síðan það var lagt á. Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu. Frá 2012 til 2018 var starfrækt sérstök nefnd sem ákvarðaði veiðigjald á hverjum tíma, nefnd sem ég átti sæti í. Ég hef því kynnt mér vandlega útreikninga á afkomu í sjávarútvegi. Ég varð á þessum tíma mjög efins um þessa nálgun. Ástæðan er einföld. Afar erfitt er að meta hver raunveruleg afkoma í fiskveiðum er. Aðgengi að hráefni, fiskinum, er takmarkandi þátturinn í sjávarútvegi. Fiskverð ætti að endurspegla það. Lang stærstur hluti viðskipta með fisk á Íslandi fer hins vegar fram innan fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna. Á þessu eru undantekningar. Verðlagning afla á fiskmörkuðum er raunveruleg. En minnihluti afla fer um fiskmarkaðina, mest er selt beint. Ef verðið á fiski endurspeglar ekki verðmæti þá er lítið að marka mælikvarða á afkomu eins og t.d. hagnað. Ef við vitum ekki afkomuna hvernig eigum við þá að leggja á sanngjarnt gjald? Ef fiskverð væri rétt ætti afkoma í fiskvinnslu að vera svipuð og í atvinnulífinu á Íslandi almennt. Hagnaður, umfram eðlilega ávöxtun á bundnu fjármagni, ætti þannig einungis að vera til staðar í veiðum. Nú vill svo til að til er nýlegt mat á umframhagnaði í sjávarútvegi á Íslandi í greininni Resource Rent and its Distribution in Iceland's Fisheries sem birtist í fyrra í Marine Resource Economics. Hvert ætti fiskverð að vera ef fiskurinn væri verðlagður sem sú takmarkaða auðlind sem hann er? Samkvæmt fyrrnefndum niðurstöðum er opinbert verð á fiski, það sem notað er við útreikning veiðigjalds og uppgjöri við sjómenn, 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Þetta virðist kannski sakleysislegur munur en áhrifin á stofn veiðigjalds eru tvöföldun. Veiðigjald er því um helmingur af því sem væri ef fiskverð endurspeglaði verðmæti fisks. Sjómenn og útgerðin hafa lengi deilt um fiskverð, af fyrrnefndri ástæðu. Hverju mundi muna ef við notum verðmæti fisks í að reikna laun sjómanna? Niðurstaðan er að aflahlutir sjómanna hefðu verið tæpum 10 milljörðum hærri á ári að meðaltali undanfarin áratug. Deilur sjómanna og útgerða verða leystar við samningaborðið. Hér er því um reikniæfingu að ræða – en hún undirstrikar mikilvægi fiskverðs. Hvað er til ráða? Má leiðrétta fyrir þessu? Um það er ég efins. Ég tel ekki að bæta ætti þessari leiðréttingu við þegar stagbætta aðferð við útreikning veiðigjalds. Til er mun betri og áreiðanlegri aðferð. Setja hluta kvótans á markað á hverju ári og láta markaðinn svara þeirri spurningu hvert virðið er. Þannig er verðmæti flestra annarra eigna metið, frá fasteignum til kartaflna. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda um fiskveiðikvóta? Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið á að veita eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, hlutdeild í arði af útgerð. Upphæð veiðigjalds hefur verið stöðug uppspretta deilna síðan það var lagt á. Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu. Frá 2012 til 2018 var starfrækt sérstök nefnd sem ákvarðaði veiðigjald á hverjum tíma, nefnd sem ég átti sæti í. Ég hef því kynnt mér vandlega útreikninga á afkomu í sjávarútvegi. Ég varð á þessum tíma mjög efins um þessa nálgun. Ástæðan er einföld. Afar erfitt er að meta hver raunveruleg afkoma í fiskveiðum er. Aðgengi að hráefni, fiskinum, er takmarkandi þátturinn í sjávarútvegi. Fiskverð ætti að endurspegla það. Lang stærstur hluti viðskipta með fisk á Íslandi fer hins vegar fram innan fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna. Á þessu eru undantekningar. Verðlagning afla á fiskmörkuðum er raunveruleg. En minnihluti afla fer um fiskmarkaðina, mest er selt beint. Ef verðið á fiski endurspeglar ekki verðmæti þá er lítið að marka mælikvarða á afkomu eins og t.d. hagnað. Ef við vitum ekki afkomuna hvernig eigum við þá að leggja á sanngjarnt gjald? Ef fiskverð væri rétt ætti afkoma í fiskvinnslu að vera svipuð og í atvinnulífinu á Íslandi almennt. Hagnaður, umfram eðlilega ávöxtun á bundnu fjármagni, ætti þannig einungis að vera til staðar í veiðum. Nú vill svo til að til er nýlegt mat á umframhagnaði í sjávarútvegi á Íslandi í greininni Resource Rent and its Distribution in Iceland's Fisheries sem birtist í fyrra í Marine Resource Economics. Hvert ætti fiskverð að vera ef fiskurinn væri verðlagður sem sú takmarkaða auðlind sem hann er? Samkvæmt fyrrnefndum niðurstöðum er opinbert verð á fiski, það sem notað er við útreikning veiðigjalds og uppgjöri við sjómenn, 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Þetta virðist kannski sakleysislegur munur en áhrifin á stofn veiðigjalds eru tvöföldun. Veiðigjald er því um helmingur af því sem væri ef fiskverð endurspeglaði verðmæti fisks. Sjómenn og útgerðin hafa lengi deilt um fiskverð, af fyrrnefndri ástæðu. Hverju mundi muna ef við notum verðmæti fisks í að reikna laun sjómanna? Niðurstaðan er að aflahlutir sjómanna hefðu verið tæpum 10 milljörðum hærri á ári að meðaltali undanfarin áratug. Deilur sjómanna og útgerða verða leystar við samningaborðið. Hér er því um reikniæfingu að ræða – en hún undirstrikar mikilvægi fiskverðs. Hvað er til ráða? Má leiðrétta fyrir þessu? Um það er ég efins. Ég tel ekki að bæta ætti þessari leiðréttingu við þegar stagbætta aðferð við útreikning veiðigjalds. Til er mun betri og áreiðanlegri aðferð. Setja hluta kvótans á markað á hverju ári og láta markaðinn svara þeirri spurningu hvert virðið er. Þannig er verðmæti flestra annarra eigna metið, frá fasteignum til kartaflna. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda um fiskveiðikvóta? Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun