Hjólaði 400 kílómetra með höndunum á sólarhring Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2021 20:08 Arnar Helgi að hjóla fram hjá Skógafossi undir Eyjafjöllunum í dag. Bjarki Viðar Birgisson Arnar Helgi Lárusson, sem er lamaður fyrir neðan brjóst lauk hjólaferð sinni nú í kvöld á Selfoss eftir að hafa hjólað með höndunum fjögur hundruð kílómetra leið á sólarhring með fram suðurströndinni. Hópur fólks fylgdi Arnar Helga allan ferðina sem hófst síðdegis í gær. Arnar lenti í mótorhjólaslysi 2002, þá 26 ára gamall, en í því slysi lamaðist hann frá brjósti og niður. Hann lét þó ekki deigan síga þrátt fyrir hreyfihömlunina og snéri sér fljótlega að allskonar íþróttum. Hann er einnig formaður SEM samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. „Ferðin gekk mjög, mjög vel vel, það var fullt af sendibílum og öðrum bílum og allir tillit samir, þannig að ég er bara því líkt glaður. Ferðin var farin til að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og sýna í raun og veru hvað hreyfihamlaðir geta gert, og í leiðinni að safna fyrir fjórum fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða, þannig að ég geti lánað þau til þeirra, sem þurfa á þeim að halda,“ segir Arnar Helgi. Arnar Helgi, sem náði markmiði sínum að hjóla 400 kílómetra með höndunum á sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ferðina? „Það er náttúrulega Endorfínið, sem mokaðist upp í heila á mér, þú getur rétt ímyndað þér hvað ég er ánægður með sjálfan mig, setja mér einhver markmið, hjóla 400 kílómetra og ná því.“ Sóley Bára Garðarsdóttir, eiginkona Arnars Helga er líka að rifna úr stolti af sínum manni enda fékk hann koss frá henni. „Hann er bara óstöðvandi og geggjaður.“ Þeir, sem vilja styrkja SEM samtökin til kaupa á hjólunum hafa hér upplýsingar um kennitölu og reikningsnúmer. Kennitala 510182-0739 – Reikningsnúmer 0323-26-001323. Skýring: Km400 Sóley Bára og Arnar Helgi, sem eru stolt og glöð með hjólaferðina, sem tókst í alla staði frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skaftárhreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Hornafjörður Hjólreiðar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hópur fólks fylgdi Arnar Helga allan ferðina sem hófst síðdegis í gær. Arnar lenti í mótorhjólaslysi 2002, þá 26 ára gamall, en í því slysi lamaðist hann frá brjósti og niður. Hann lét þó ekki deigan síga þrátt fyrir hreyfihömlunina og snéri sér fljótlega að allskonar íþróttum. Hann er einnig formaður SEM samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. „Ferðin gekk mjög, mjög vel vel, það var fullt af sendibílum og öðrum bílum og allir tillit samir, þannig að ég er bara því líkt glaður. Ferðin var farin til að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og sýna í raun og veru hvað hreyfihamlaðir geta gert, og í leiðinni að safna fyrir fjórum fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða, þannig að ég geti lánað þau til þeirra, sem þurfa á þeim að halda,“ segir Arnar Helgi. Arnar Helgi, sem náði markmiði sínum að hjóla 400 kílómetra með höndunum á sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ferðina? „Það er náttúrulega Endorfínið, sem mokaðist upp í heila á mér, þú getur rétt ímyndað þér hvað ég er ánægður með sjálfan mig, setja mér einhver markmið, hjóla 400 kílómetra og ná því.“ Sóley Bára Garðarsdóttir, eiginkona Arnars Helga er líka að rifna úr stolti af sínum manni enda fékk hann koss frá henni. „Hann er bara óstöðvandi og geggjaður.“ Þeir, sem vilja styrkja SEM samtökin til kaupa á hjólunum hafa hér upplýsingar um kennitölu og reikningsnúmer. Kennitala 510182-0739 – Reikningsnúmer 0323-26-001323. Skýring: Km400 Sóley Bára og Arnar Helgi, sem eru stolt og glöð með hjólaferðina, sem tókst í alla staði frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skaftárhreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Hornafjörður Hjólreiðar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira