Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2021 16:25 Björn Leví segir að umfram fé Íslandsbanka, sem er þá meira en það umframfé banka sem Seðlabanki gerir kröfu um verði banki fyrir áhlaupi, hafi verið 20 milljarðar. Sem fylgdi að hluta til með í kaupunum gefins. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Björn Leví var gestur í útvarpþættinum Harmageddon í morgun og var þar salan á Íslandsbanka til umfjöllunar. Þingmaðurinn sagði að um væri að ræða díl aldarinnar, en þá fyrir þá sem keyptu á því verði sem var í boði. „En ekki fyrir þann sem seldi, sem er ríkið, sameign okkar allra. Bara á þessum tölum skeikar, bara á þessum tölum, rúmum tíu milljörðum sem við verðum sameiginlega af og fer þá til þeirra sem keyptu. Mjög góð ákvörðun hjá þeim, ég kvarta ekkert undan því en ég kvarta undan ákvörðun fjármálaráðherra að selja á þessu verði.“ Eigið fé Íslandsbanka tuttugu milljarðar umfram kröfu Seðlabankans Ljóst er að margir furða sig á því hvernig að þessari sölu var staðið og hvernig hún fór. Vísir greindi frá útreikningum Gunnars Smára Egilssonar Sósíalistaflokki en hann telur um grímulausa tilfærslu á sameiginlegum eigum til þeirra ríku. Björn Leví sagði að þetta hafi verið vitað, margbúið hafi verið að vara við þessu, strax í upphafi árs hafi þessu verið spáð og meiru. „Bankinn er með eigið fé, sem hann hefur til hliðar umfram skuldir og eignir, sem hann hefur uppá að hlaupa ef hann verður fyrir áhlaupi. Þetta er skylda sem Seðlabankinn setur á bankana í kjölfar hruns. Varúðarráðstöfun. Íslandsbanki er með enn meira eiginfé en Seðlabankinn gerir kröfu um. Tæplega tuttugu milljörðum umfram kröfu Seðlabankans.“ Björn Leví rakti að þetta hafi komið mjög vel í umsögnum bankasýslunnar. „Ef verðið yrði í kringum áttatíu prósent af eigin fé, 0,8 stuðull, kæmi til greina að greiða út arðinn af þessu umfram eiginfé. Þetta er frír peningur sem er þarna aukalega. Eigendur geta gengið beint í þetta án þess að ganga á kröfur Seðlabankans.“ Milljarðar bókstaflega gefnir kaupendum Björn Leví segir að þessu megi líkja við það að húseign sé til sölu á 50 milljónir og það fylgi með í kaupunum, án þess að það hafi neitt með verðið að gera en allir viti, að í bílskúrnum sé öruggisskápur sem þú færð lykil að þegar þú kaupir íbúðina þar sem eru 10 milljónir sem þú getur bara stungið í vasann. „Það var seldur einn þriðji af bankanum. Sá hluti af eiginfé sem var úthlutað til nýrra eigenda. Eftir því sem ég best veit var þessi aukaarðgreiðsla ekki greidd út fyrir kaupin sem jafnast á við að þarna hafi verið að úthluta fjórum eða fimm milljörðum til þeirra sem voru að kaupa. Svo er verðmunurinn á verði hlutabréfa sem hækkaði eftir opnum.“ Spurður um það hvort ekki væri gild röksemd sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sett fram að vert hafi verið að hleypa bankanum af krafti inn á markað segir Björn Leví það ekki svo vera. „Nei, hann á að gæta að sameign okkar allra og þegar eftirspurnin er svona gríðarlega mikil ætti það að vera skilaboð um að eitthvað hafi ekki verið alveg rétt stillt í þeirri ráðgjöf sem fjármálaráðuneytið fékk. Og sú ráðgjöf var keypt á 1,4 milljarða króna.“ Björn Leví segir að fjármálaráðherra hafi á öllum stigum máls hafa getað stigið á bremsuna, þar til búið var að borga. Þau voru skilaboðin sem við fengum um hvernig umboðsferlið virkaði. Bremsumöguleikar nánast hvenær sem er en Bjarni fylgdi hinni rándýru ráðgjöf. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harmageddon Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Björn Leví var gestur í útvarpþættinum Harmageddon í morgun og var þar salan á Íslandsbanka til umfjöllunar. Þingmaðurinn sagði að um væri að ræða díl aldarinnar, en þá fyrir þá sem keyptu á því verði sem var í boði. „En ekki fyrir þann sem seldi, sem er ríkið, sameign okkar allra. Bara á þessum tölum skeikar, bara á þessum tölum, rúmum tíu milljörðum sem við verðum sameiginlega af og fer þá til þeirra sem keyptu. Mjög góð ákvörðun hjá þeim, ég kvarta ekkert undan því en ég kvarta undan ákvörðun fjármálaráðherra að selja á þessu verði.“ Eigið fé Íslandsbanka tuttugu milljarðar umfram kröfu Seðlabankans Ljóst er að margir furða sig á því hvernig að þessari sölu var staðið og hvernig hún fór. Vísir greindi frá útreikningum Gunnars Smára Egilssonar Sósíalistaflokki en hann telur um grímulausa tilfærslu á sameiginlegum eigum til þeirra ríku. Björn Leví sagði að þetta hafi verið vitað, margbúið hafi verið að vara við þessu, strax í upphafi árs hafi þessu verið spáð og meiru. „Bankinn er með eigið fé, sem hann hefur til hliðar umfram skuldir og eignir, sem hann hefur uppá að hlaupa ef hann verður fyrir áhlaupi. Þetta er skylda sem Seðlabankinn setur á bankana í kjölfar hruns. Varúðarráðstöfun. Íslandsbanki er með enn meira eiginfé en Seðlabankinn gerir kröfu um. Tæplega tuttugu milljörðum umfram kröfu Seðlabankans.“ Björn Leví rakti að þetta hafi komið mjög vel í umsögnum bankasýslunnar. „Ef verðið yrði í kringum áttatíu prósent af eigin fé, 0,8 stuðull, kæmi til greina að greiða út arðinn af þessu umfram eiginfé. Þetta er frír peningur sem er þarna aukalega. Eigendur geta gengið beint í þetta án þess að ganga á kröfur Seðlabankans.“ Milljarðar bókstaflega gefnir kaupendum Björn Leví segir að þessu megi líkja við það að húseign sé til sölu á 50 milljónir og það fylgi með í kaupunum, án þess að það hafi neitt með verðið að gera en allir viti, að í bílskúrnum sé öruggisskápur sem þú færð lykil að þegar þú kaupir íbúðina þar sem eru 10 milljónir sem þú getur bara stungið í vasann. „Það var seldur einn þriðji af bankanum. Sá hluti af eiginfé sem var úthlutað til nýrra eigenda. Eftir því sem ég best veit var þessi aukaarðgreiðsla ekki greidd út fyrir kaupin sem jafnast á við að þarna hafi verið að úthluta fjórum eða fimm milljörðum til þeirra sem voru að kaupa. Svo er verðmunurinn á verði hlutabréfa sem hækkaði eftir opnum.“ Spurður um það hvort ekki væri gild röksemd sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sett fram að vert hafi verið að hleypa bankanum af krafti inn á markað segir Björn Leví það ekki svo vera. „Nei, hann á að gæta að sameign okkar allra og þegar eftirspurnin er svona gríðarlega mikil ætti það að vera skilaboð um að eitthvað hafi ekki verið alveg rétt stillt í þeirri ráðgjöf sem fjármálaráðuneytið fékk. Og sú ráðgjöf var keypt á 1,4 milljarða króna.“ Björn Leví segir að fjármálaráðherra hafi á öllum stigum máls hafa getað stigið á bremsuna, þar til búið var að borga. Þau voru skilaboðin sem við fengum um hvernig umboðsferlið virkaði. Bremsumöguleikar nánast hvenær sem er en Bjarni fylgdi hinni rándýru ráðgjöf.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harmageddon Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56
Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50