Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2021 16:25 Björn Leví segir að umfram fé Íslandsbanka, sem er þá meira en það umframfé banka sem Seðlabanki gerir kröfu um verði banki fyrir áhlaupi, hafi verið 20 milljarðar. Sem fylgdi að hluta til með í kaupunum gefins. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Björn Leví var gestur í útvarpþættinum Harmageddon í morgun og var þar salan á Íslandsbanka til umfjöllunar. Þingmaðurinn sagði að um væri að ræða díl aldarinnar, en þá fyrir þá sem keyptu á því verði sem var í boði. „En ekki fyrir þann sem seldi, sem er ríkið, sameign okkar allra. Bara á þessum tölum skeikar, bara á þessum tölum, rúmum tíu milljörðum sem við verðum sameiginlega af og fer þá til þeirra sem keyptu. Mjög góð ákvörðun hjá þeim, ég kvarta ekkert undan því en ég kvarta undan ákvörðun fjármálaráðherra að selja á þessu verði.“ Eigið fé Íslandsbanka tuttugu milljarðar umfram kröfu Seðlabankans Ljóst er að margir furða sig á því hvernig að þessari sölu var staðið og hvernig hún fór. Vísir greindi frá útreikningum Gunnars Smára Egilssonar Sósíalistaflokki en hann telur um grímulausa tilfærslu á sameiginlegum eigum til þeirra ríku. Björn Leví sagði að þetta hafi verið vitað, margbúið hafi verið að vara við þessu, strax í upphafi árs hafi þessu verið spáð og meiru. „Bankinn er með eigið fé, sem hann hefur til hliðar umfram skuldir og eignir, sem hann hefur uppá að hlaupa ef hann verður fyrir áhlaupi. Þetta er skylda sem Seðlabankinn setur á bankana í kjölfar hruns. Varúðarráðstöfun. Íslandsbanki er með enn meira eiginfé en Seðlabankinn gerir kröfu um. Tæplega tuttugu milljörðum umfram kröfu Seðlabankans.“ Björn Leví rakti að þetta hafi komið mjög vel í umsögnum bankasýslunnar. „Ef verðið yrði í kringum áttatíu prósent af eigin fé, 0,8 stuðull, kæmi til greina að greiða út arðinn af þessu umfram eiginfé. Þetta er frír peningur sem er þarna aukalega. Eigendur geta gengið beint í þetta án þess að ganga á kröfur Seðlabankans.“ Milljarðar bókstaflega gefnir kaupendum Björn Leví segir að þessu megi líkja við það að húseign sé til sölu á 50 milljónir og það fylgi með í kaupunum, án þess að það hafi neitt með verðið að gera en allir viti, að í bílskúrnum sé öruggisskápur sem þú færð lykil að þegar þú kaupir íbúðina þar sem eru 10 milljónir sem þú getur bara stungið í vasann. „Það var seldur einn þriðji af bankanum. Sá hluti af eiginfé sem var úthlutað til nýrra eigenda. Eftir því sem ég best veit var þessi aukaarðgreiðsla ekki greidd út fyrir kaupin sem jafnast á við að þarna hafi verið að úthluta fjórum eða fimm milljörðum til þeirra sem voru að kaupa. Svo er verðmunurinn á verði hlutabréfa sem hækkaði eftir opnum.“ Spurður um það hvort ekki væri gild röksemd sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sett fram að vert hafi verið að hleypa bankanum af krafti inn á markað segir Björn Leví það ekki svo vera. „Nei, hann á að gæta að sameign okkar allra og þegar eftirspurnin er svona gríðarlega mikil ætti það að vera skilaboð um að eitthvað hafi ekki verið alveg rétt stillt í þeirri ráðgjöf sem fjármálaráðuneytið fékk. Og sú ráðgjöf var keypt á 1,4 milljarða króna.“ Björn Leví segir að fjármálaráðherra hafi á öllum stigum máls hafa getað stigið á bremsuna, þar til búið var að borga. Þau voru skilaboðin sem við fengum um hvernig umboðsferlið virkaði. Bremsumöguleikar nánast hvenær sem er en Bjarni fylgdi hinni rándýru ráðgjöf. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harmageddon Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Björn Leví var gestur í útvarpþættinum Harmageddon í morgun og var þar salan á Íslandsbanka til umfjöllunar. Þingmaðurinn sagði að um væri að ræða díl aldarinnar, en þá fyrir þá sem keyptu á því verði sem var í boði. „En ekki fyrir þann sem seldi, sem er ríkið, sameign okkar allra. Bara á þessum tölum skeikar, bara á þessum tölum, rúmum tíu milljörðum sem við verðum sameiginlega af og fer þá til þeirra sem keyptu. Mjög góð ákvörðun hjá þeim, ég kvarta ekkert undan því en ég kvarta undan ákvörðun fjármálaráðherra að selja á þessu verði.“ Eigið fé Íslandsbanka tuttugu milljarðar umfram kröfu Seðlabankans Ljóst er að margir furða sig á því hvernig að þessari sölu var staðið og hvernig hún fór. Vísir greindi frá útreikningum Gunnars Smára Egilssonar Sósíalistaflokki en hann telur um grímulausa tilfærslu á sameiginlegum eigum til þeirra ríku. Björn Leví sagði að þetta hafi verið vitað, margbúið hafi verið að vara við þessu, strax í upphafi árs hafi þessu verið spáð og meiru. „Bankinn er með eigið fé, sem hann hefur til hliðar umfram skuldir og eignir, sem hann hefur uppá að hlaupa ef hann verður fyrir áhlaupi. Þetta er skylda sem Seðlabankinn setur á bankana í kjölfar hruns. Varúðarráðstöfun. Íslandsbanki er með enn meira eiginfé en Seðlabankinn gerir kröfu um. Tæplega tuttugu milljörðum umfram kröfu Seðlabankans.“ Björn Leví rakti að þetta hafi komið mjög vel í umsögnum bankasýslunnar. „Ef verðið yrði í kringum áttatíu prósent af eigin fé, 0,8 stuðull, kæmi til greina að greiða út arðinn af þessu umfram eiginfé. Þetta er frír peningur sem er þarna aukalega. Eigendur geta gengið beint í þetta án þess að ganga á kröfur Seðlabankans.“ Milljarðar bókstaflega gefnir kaupendum Björn Leví segir að þessu megi líkja við það að húseign sé til sölu á 50 milljónir og það fylgi með í kaupunum, án þess að það hafi neitt með verðið að gera en allir viti, að í bílskúrnum sé öruggisskápur sem þú færð lykil að þegar þú kaupir íbúðina þar sem eru 10 milljónir sem þú getur bara stungið í vasann. „Það var seldur einn þriðji af bankanum. Sá hluti af eiginfé sem var úthlutað til nýrra eigenda. Eftir því sem ég best veit var þessi aukaarðgreiðsla ekki greidd út fyrir kaupin sem jafnast á við að þarna hafi verið að úthluta fjórum eða fimm milljörðum til þeirra sem voru að kaupa. Svo er verðmunurinn á verði hlutabréfa sem hækkaði eftir opnum.“ Spurður um það hvort ekki væri gild röksemd sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sett fram að vert hafi verið að hleypa bankanum af krafti inn á markað segir Björn Leví það ekki svo vera. „Nei, hann á að gæta að sameign okkar allra og þegar eftirspurnin er svona gríðarlega mikil ætti það að vera skilaboð um að eitthvað hafi ekki verið alveg rétt stillt í þeirri ráðgjöf sem fjármálaráðuneytið fékk. Og sú ráðgjöf var keypt á 1,4 milljarða króna.“ Björn Leví segir að fjármálaráðherra hafi á öllum stigum máls hafa getað stigið á bremsuna, þar til búið var að borga. Þau voru skilaboðin sem við fengum um hvernig umboðsferlið virkaði. Bremsumöguleikar nánast hvenær sem er en Bjarni fylgdi hinni rándýru ráðgjöf.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harmageddon Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56
Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent