Astra-dagur verður líklega að Janssen-degi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2021 14:27 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, dregur í handahófskenndar bólusetningar. Síðasta vikan er nú að renna upp. Vísir/vilhelm Fyrirhugaðri bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á fimmtudag verður líklega frestað fram í vikuna á eftir, þar sem útlit er fyrir að efnið berist ekki til landsins í tæka tíð. Stefnt er að því að bólusetja í það minnsta tuttugu þúsund með bóluefnum Janssen og Pfizer á þriðjudag og miðvikudag – og mögulega verður bætt við Janssen-degi á fimmtudag. „Við höfðum sett Astra-dag á plan í næstu viku upp á von og óvon að efnið kæmi til okkar en okkur sýnist að það muni ekki nást þannig að við þurfum að færa það aftur yfir í vikuna þar á eftir, alveg í lok júní, þannig að við stefnum á tvo stóra Astra-daga þarna 30. júní og 1. júlí,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Um tuttugu þúsund manns eiga eftir að fá Astra-skammt en allir hafa þeir fengið fyrri skammtinn af efninu. Þá er nú að renna upp síðasta vika handahófskenndu árgangabólusetninganna. „Við erum að klára þá fyrsta skammtinn í þessari viku, verðum með stóran dag á þriðjudaginn sem er Janssen og á miðvikudaginn er líka stór Pfizer-dagur,“ segir Ragnheiður og reiknar með að tíu þúsund manns verði bólusettir hvorn daginn. „Svo rennum við svolítið blint í sjóinn með það hverjir verða eftir, hvað það er stór hópur sem óskar eftir bólusetningu en hefur ekki komist á settum tíma,“ segir hún. „Þannig að eftir klukkan tvö á þriðjudaginn og eftir klukkan þrjú á miðvikudaginn er þá kannski eitthvað uppsóp en við þurfum að átta okkur á því hvað þetta eru margir. Ef þetta verða mjög margir þurfum við líklega að skipuleggja einhverja aðra daga.“ Hugsanlega eigi þau fimmtudaginn upp á að hlaupa ef fram fer sem horfir með AstraZeneca-efnið. „Og getum þá kannski ef við eigum nóg Janssen-efni, að setja það á þann dag.“ Ragnheiður segir ekki ljóst hversu margir eigi eftir að koma í bólusetningu. „En þegar við höfðum uppsópsdag fyrir alla sem voru fæddir 75 og fyrr voru heimtur miklu minni en við bjuggumst við,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Sjá meira
„Við höfðum sett Astra-dag á plan í næstu viku upp á von og óvon að efnið kæmi til okkar en okkur sýnist að það muni ekki nást þannig að við þurfum að færa það aftur yfir í vikuna þar á eftir, alveg í lok júní, þannig að við stefnum á tvo stóra Astra-daga þarna 30. júní og 1. júlí,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Um tuttugu þúsund manns eiga eftir að fá Astra-skammt en allir hafa þeir fengið fyrri skammtinn af efninu. Þá er nú að renna upp síðasta vika handahófskenndu árgangabólusetninganna. „Við erum að klára þá fyrsta skammtinn í þessari viku, verðum með stóran dag á þriðjudaginn sem er Janssen og á miðvikudaginn er líka stór Pfizer-dagur,“ segir Ragnheiður og reiknar með að tíu þúsund manns verði bólusettir hvorn daginn. „Svo rennum við svolítið blint í sjóinn með það hverjir verða eftir, hvað það er stór hópur sem óskar eftir bólusetningu en hefur ekki komist á settum tíma,“ segir hún. „Þannig að eftir klukkan tvö á þriðjudaginn og eftir klukkan þrjú á miðvikudaginn er þá kannski eitthvað uppsóp en við þurfum að átta okkur á því hvað þetta eru margir. Ef þetta verða mjög margir þurfum við líklega að skipuleggja einhverja aðra daga.“ Hugsanlega eigi þau fimmtudaginn upp á að hlaupa ef fram fer sem horfir með AstraZeneca-efnið. „Og getum þá kannski ef við eigum nóg Janssen-efni, að setja það á þann dag.“ Ragnheiður segir ekki ljóst hversu margir eigi eftir að koma í bólusetningu. „En þegar við höfðum uppsópsdag fyrir alla sem voru fæddir 75 og fyrr voru heimtur miklu minni en við bjuggumst við,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Sjá meira