Netagerð og kvenfrelsi Drífa Snædal skrifar 18. júní 2021 17:01 Á morgun 19. júní fögnum við því að 106 ár eru liðin frá því að konur fengu fyrst almennan kosningarétt á Íslandi, samhliða því að eignalausir karlar hlutu rétt til að ganga kjörborðinu. Á réttindum kvenna voru þó takmarkanir þar sem ótti var við að konur myndu hreinlega taka lýðræðið yfir ef þær fengju allar kosningarétt á einu bretti. Því voru aldursmörk rituð inn í lögin en þau áttu smám saman að taka breytingum. Fimm árum síðar var vikið frá þessari þróun og skrefið stigið til fulls. Þetta var stærsta formlega skrefið sem stigið hefur verið í lýðræðisátt á síðari tímum svo ekki sé talað um í kvenfrelsisátt. Þarna fengu konur í fyrsta sinn eitthvað að segja um hvaða fulltrúar tækju ákvarðanir sem varða þeirra líf og gátu haft áhrif með því að bjóða sig fram til Alþingis. Rúmri öld síðar hefur jafnrétti ekki verið náð. Við sjáum það í launamisrétti, misrétti í eignastöðu, misjöfnu álagi vegna fjölskyldulífs og launalausri umönnun. Birtingarmyndin er hvað skýrust þegar litið er til kynbundins ofbeldis og það er óþolandi að slíkt ofbeldi skuli líðast í svo miklum mæli að það er hreinlega hversdagslegt. Sú bylgja sem nú gengur yfir og er kennd við #metoo er enn ein áminning þess að kynbundið ofbeldi hefur þrifist allt of lengi. Enn og aftur rísa konur upp gegn ofbeldinu og svona bylgjur munu rísa aftur og aftur þangað til konur finna til öryggis, þangað til kerfin okkar ná utan um glæpina og kyn hefur ekki áhrif á virði eða frelsi. Þangað er töluvert í land ennþá. Í síðustu viku var ég viðstödd útgáfu sögu netagerðar á Íslandi en það er fyrsta staðfesta greinin þar sem kvennataxtar voru hækkaðir upp í karlataxtana á fimmta áratugnum, sem sagt formlegt launajafnrétti. Vertíð var að bresta á og stjórnvöld hlutuðust til um þessa kjarabreytingu enda var ekki hægt að missa netagerðarkonur í verkfall. Það var þjóðarhagur að mæta kröfum um jöfn laun fyrir sömu vinnu. Síðan eru liðnir áratugir og ýmsum tilraunum til að auka jafnrétti hefur verið hrint í framkvæmd en misréttið virðist vera eins og á sem finnur sér sífellt nýjan farveg. Einn lykill í baráttunni fyrir jafnrétti er að okkur takist að leggja mat á ólík störf og verðleggja þau óháð því hvort þau eru hefðbundin karlastörf eða hefðbundin kvennastörf. Vinna við slíka útfærslu er nú í gangi sem næsta skref í þessari baráttu og er þar til mikils að vinna. Ég óska lesendum til hamingju með 19. júní! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun 19. júní fögnum við því að 106 ár eru liðin frá því að konur fengu fyrst almennan kosningarétt á Íslandi, samhliða því að eignalausir karlar hlutu rétt til að ganga kjörborðinu. Á réttindum kvenna voru þó takmarkanir þar sem ótti var við að konur myndu hreinlega taka lýðræðið yfir ef þær fengju allar kosningarétt á einu bretti. Því voru aldursmörk rituð inn í lögin en þau áttu smám saman að taka breytingum. Fimm árum síðar var vikið frá þessari þróun og skrefið stigið til fulls. Þetta var stærsta formlega skrefið sem stigið hefur verið í lýðræðisátt á síðari tímum svo ekki sé talað um í kvenfrelsisátt. Þarna fengu konur í fyrsta sinn eitthvað að segja um hvaða fulltrúar tækju ákvarðanir sem varða þeirra líf og gátu haft áhrif með því að bjóða sig fram til Alþingis. Rúmri öld síðar hefur jafnrétti ekki verið náð. Við sjáum það í launamisrétti, misrétti í eignastöðu, misjöfnu álagi vegna fjölskyldulífs og launalausri umönnun. Birtingarmyndin er hvað skýrust þegar litið er til kynbundins ofbeldis og það er óþolandi að slíkt ofbeldi skuli líðast í svo miklum mæli að það er hreinlega hversdagslegt. Sú bylgja sem nú gengur yfir og er kennd við #metoo er enn ein áminning þess að kynbundið ofbeldi hefur þrifist allt of lengi. Enn og aftur rísa konur upp gegn ofbeldinu og svona bylgjur munu rísa aftur og aftur þangað til konur finna til öryggis, þangað til kerfin okkar ná utan um glæpina og kyn hefur ekki áhrif á virði eða frelsi. Þangað er töluvert í land ennþá. Í síðustu viku var ég viðstödd útgáfu sögu netagerðar á Íslandi en það er fyrsta staðfesta greinin þar sem kvennataxtar voru hækkaðir upp í karlataxtana á fimmta áratugnum, sem sagt formlegt launajafnrétti. Vertíð var að bresta á og stjórnvöld hlutuðust til um þessa kjarabreytingu enda var ekki hægt að missa netagerðarkonur í verkfall. Það var þjóðarhagur að mæta kröfum um jöfn laun fyrir sömu vinnu. Síðan eru liðnir áratugir og ýmsum tilraunum til að auka jafnrétti hefur verið hrint í framkvæmd en misréttið virðist vera eins og á sem finnur sér sífellt nýjan farveg. Einn lykill í baráttunni fyrir jafnrétti er að okkur takist að leggja mat á ólík störf og verðleggja þau óháð því hvort þau eru hefðbundin karlastörf eða hefðbundin kvennastörf. Vinna við slíka útfærslu er nú í gangi sem næsta skref í þessari baráttu og er þar til mikils að vinna. Ég óska lesendum til hamingju með 19. júní!
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun