Áhrifavaldar vilja að Neytendastofa sé enn skýrari Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júní 2021 22:31 Neytendastofa hefur heimild til að sekta fólk og fyrirtæki. Sektarheimild stofnunarinnar er allt upp í tíu milljónir. Vísir/Samsett Hópur áhrifavalda, sem er fólk sem fær greitt fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum sínum, kallar eftir skýrari reglum um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur í gegnum tíðina gripið til aðgerða gegn áhrifavöldum sem fylgja ekki reglum um duldar auglýsingar og gefið út sérstakar leiðbeiningar í málaflokknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áhrifavaldar kalla eftir þessu. Arna Þorsteinsdóttir er meðeigandi auglýsingastofunnar Sahara, sem starfað hefur með ýmsum áhrifavöldum. Hún segist telja að reglur um duldar auglýsingar séu ekki nógu skýrar. Samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu eiga auglýsendur að búa svo um hnútana að ljóst sé að efni sem þeir senda frá sér teljist til auglýsinga. „Reglurnar eru kannski ekki svo aðgengilegar. Þær eru ekki nógu skýrar og þess vegna held ég að þessi misskilningur sé enn þá að gerast. Að færslur eru ekki rétt merktar eða eru ekki merktar yfir höfuð og svo framvegis,“ sagði Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hún telur að samskiptum milli áhrifavalda og Neytendastofu, sem hefur heimild til að sekta fyrir brot gegn reglum um duldar auglýsingar, sé ábótavant. Í gær var greint frá því að Neytendastofa hefði komist að þeirri niðurstöðu að leikkonan Kristín Pétursdóttir hefði gerst sek um að auglýsa á Instagram-síðu sinni án þess að fram komi með skýrum hætti að um auglýsingar sé að ræða. Fjöldi annarra áhrifavalda hefur lent í Neytendastofu með svipuðum hætti, eins og Emmsjé Gauti, Sólrún Diego, Fanney Ingvarsdóttir, Svana Lovísa á Trendnet og Tinna Alavis. Veltir því upp hvar ábyrgðin eigi að liggja Arna segist vita til þess að einhverjir áhrifavaldar og fyrirtæki þeim tengd hefðu óskað eftir betri leiðbeinandi reglum, en ekki hafi verið orðið við því. „Svo koma upp svona mál þar sem einhver er bara tekinn fyrir og tekinn á teppið. Sem á þá kannski að vera leiðbeinandi, þessi sé búinn að læra og kominn í skammarkrókinn.“ Arna segir vanta skilgreiningu á því hver teljist áhrifavaldur, hvernig hann megi haga sér innan ramma laganna og fleira. Hún tekur sem dæmi mál Kristínar, sem fékk sendan blómvönd frá fyrirtækinu Blómahönnun, án þess að hafa falast eftir því. Henni hafi þótt blómin falleg og deilt mynd af þeim og merkt fyrirtækið á myndina. „Þarna finnst mér ábyrgðin liggja rosalega mikið hjá lögaðilanum. Því leiðbeiningarnar ganga á báða bóga, bæði einstaklinginn og lögaðilann.“ Arna Þorsteinsdóttir er einn af eigendum auglýsingastofunnar Sahara.Aðsend Arna segir sérlega óskýrt hver teljist til áhrifavalds og hver ekki. Henni þyki ekki nóg að miða við að um opinbera persónu sé að ræða. Þá hafi hún einhvers staðar séð miðað við að einstaklingur sé með eitt þúsund fylgjendur eða fleiri á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur þó gefið út sérstakar leiðbeiningar um auðþekkjanlegar auglýsingar. Í þeim er meðal annars að finna umfjöllun um markmið laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, leiðbeiningar um hvenær eigi að merkja auglýsingar, um hvern lögin gilda og viðurlög við því að brjóta gegn lögunum. Viðurlögin geta meðal annars verið sektir, en Neytendastofa hefur áður sektað áhrifavalda að merkja ekki auglýsingar sínar eða merkja þær illa. Í leiðbeiningunum segir meðal annars: „Grundvallarreglan er sú að ef greitt er fyrir umfjöllun eða annað endurgjald kemur fyrir umfjöllun um vöru eða þjónustu í fjölmiðli eða á bloggi – vefsíðu – samfélagsmiðli, þá er um auglýsingu að ræða og þá þarf að segja frá því að um auglýsingu sé að ræða. Greiðsla og annað endurgjald í þessum skilningi getur til dæmis verið í formi peninga, gjafa eða láns og ekki skiptir máli hvort fyrirtæki hafi leiðbeint viðkomandi um efni textans eða ekki. Það nægir að greitt hafi verið fyrir umfjöllun eða annað endurgjald komið fyrir.“ Þannig virðist ekki skipta máli hvort um eiginlegan áhrifavald er að ræða, heldur eingöngu hvort viðkomandi hafi fengið greitt í einhverju formi fyrir að fjalla um vöru eða þjónustu. Eðli málsins samkvæmt má þó ætla að einstaklingar með meira fylgi en gengur og gerist á samfélagsmiðlum fái fleiri beiðnir um að auglýsa á miðlum sínum heldur en aðrir. Þá er í leiðbeiningunum sérstaklega tekið fram að merkja þurfi auglýsingar sem slíkar, hvort sem fyrirtækið sem vill auglýsa hafði samband við viðkomandi, eða öfugt. Ekki fyrsta ákall áhrifavalda Arna segist ekki telja að það komi umbjóðendum auglýsingastofunnar á óvart að verið sé að „taka áhrifavalda aftur fyrir.“ Hún bendir á að auglýsingar í sjónvarpsþáttum séu aðeins merktar sem slíkar í upphafi, en ekki séu gegnumgangandi í þættinum. „Svo eru liðnar tíu mínútur inn í sjónvarpsþáttinn og ég fer og horfi á, sé þessa vöru kannski X-oft en hef ekki hugmynd um að hún sé kostuð. Á það sama ekki við um Instagram-story?“ spyr Arna. Hún segist telja að það myndi einfalda öllum lífið ef reglur yrðu skýrari, jafnvel Neytendastofu. Hún segist sjálf vera tilbúin að taka þátt í vinnu við auglýsingaherferð um slíkt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fram kemur ákall um skýrari reglur frá áhrifavöldum, en árið 2018 birtist færsla á bloggsíðunni Trendnet undir yfirskriftinni „Skýrari reglur og áfram gakk!“ Tilefnið var að Neytendastofa hafði birt ákvörðun þar sem bloggurunum Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur var bannað að nota duldar auglýsingar. Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00 Sek um duldar auglýsingar en skilgreinir sig ekki sem áhrifavald Kristín Pétursdóttir leikkona hefur gerst sek um auglýsa á Instagram-síðu sinni án þess að fram komi með skýrum hætti að um auglýsingar sé að ræða. 15. júní 2021 14:15 Segir Neytendastofu reyna að nota hann til að hræða aðra áhrifavalda Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á "rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. 8. apríl 2019 18:27 Sólrún Diego og Tinna Alavis brutu lög með duldum auglýsingum Sólrúnu Lilju Diego Elmarsdóttur og Tinnu Alavisdóttur hefur verið gert að hætta birtingu duldra auglýsinga á samfélagsmiðlum. 26. nóvember 2019 13:00 Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Arna Þorsteinsdóttir er meðeigandi auglýsingastofunnar Sahara, sem starfað hefur með ýmsum áhrifavöldum. Hún segist telja að reglur um duldar auglýsingar séu ekki nógu skýrar. Samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu eiga auglýsendur að búa svo um hnútana að ljóst sé að efni sem þeir senda frá sér teljist til auglýsinga. „Reglurnar eru kannski ekki svo aðgengilegar. Þær eru ekki nógu skýrar og þess vegna held ég að þessi misskilningur sé enn þá að gerast. Að færslur eru ekki rétt merktar eða eru ekki merktar yfir höfuð og svo framvegis,“ sagði Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hún telur að samskiptum milli áhrifavalda og Neytendastofu, sem hefur heimild til að sekta fyrir brot gegn reglum um duldar auglýsingar, sé ábótavant. Í gær var greint frá því að Neytendastofa hefði komist að þeirri niðurstöðu að leikkonan Kristín Pétursdóttir hefði gerst sek um að auglýsa á Instagram-síðu sinni án þess að fram komi með skýrum hætti að um auglýsingar sé að ræða. Fjöldi annarra áhrifavalda hefur lent í Neytendastofu með svipuðum hætti, eins og Emmsjé Gauti, Sólrún Diego, Fanney Ingvarsdóttir, Svana Lovísa á Trendnet og Tinna Alavis. Veltir því upp hvar ábyrgðin eigi að liggja Arna segist vita til þess að einhverjir áhrifavaldar og fyrirtæki þeim tengd hefðu óskað eftir betri leiðbeinandi reglum, en ekki hafi verið orðið við því. „Svo koma upp svona mál þar sem einhver er bara tekinn fyrir og tekinn á teppið. Sem á þá kannski að vera leiðbeinandi, þessi sé búinn að læra og kominn í skammarkrókinn.“ Arna segir vanta skilgreiningu á því hver teljist áhrifavaldur, hvernig hann megi haga sér innan ramma laganna og fleira. Hún tekur sem dæmi mál Kristínar, sem fékk sendan blómvönd frá fyrirtækinu Blómahönnun, án þess að hafa falast eftir því. Henni hafi þótt blómin falleg og deilt mynd af þeim og merkt fyrirtækið á myndina. „Þarna finnst mér ábyrgðin liggja rosalega mikið hjá lögaðilanum. Því leiðbeiningarnar ganga á báða bóga, bæði einstaklinginn og lögaðilann.“ Arna Þorsteinsdóttir er einn af eigendum auglýsingastofunnar Sahara.Aðsend Arna segir sérlega óskýrt hver teljist til áhrifavalds og hver ekki. Henni þyki ekki nóg að miða við að um opinbera persónu sé að ræða. Þá hafi hún einhvers staðar séð miðað við að einstaklingur sé með eitt þúsund fylgjendur eða fleiri á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur þó gefið út sérstakar leiðbeiningar um auðþekkjanlegar auglýsingar. Í þeim er meðal annars að finna umfjöllun um markmið laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, leiðbeiningar um hvenær eigi að merkja auglýsingar, um hvern lögin gilda og viðurlög við því að brjóta gegn lögunum. Viðurlögin geta meðal annars verið sektir, en Neytendastofa hefur áður sektað áhrifavalda að merkja ekki auglýsingar sínar eða merkja þær illa. Í leiðbeiningunum segir meðal annars: „Grundvallarreglan er sú að ef greitt er fyrir umfjöllun eða annað endurgjald kemur fyrir umfjöllun um vöru eða þjónustu í fjölmiðli eða á bloggi – vefsíðu – samfélagsmiðli, þá er um auglýsingu að ræða og þá þarf að segja frá því að um auglýsingu sé að ræða. Greiðsla og annað endurgjald í þessum skilningi getur til dæmis verið í formi peninga, gjafa eða láns og ekki skiptir máli hvort fyrirtæki hafi leiðbeint viðkomandi um efni textans eða ekki. Það nægir að greitt hafi verið fyrir umfjöllun eða annað endurgjald komið fyrir.“ Þannig virðist ekki skipta máli hvort um eiginlegan áhrifavald er að ræða, heldur eingöngu hvort viðkomandi hafi fengið greitt í einhverju formi fyrir að fjalla um vöru eða þjónustu. Eðli málsins samkvæmt má þó ætla að einstaklingar með meira fylgi en gengur og gerist á samfélagsmiðlum fái fleiri beiðnir um að auglýsa á miðlum sínum heldur en aðrir. Þá er í leiðbeiningunum sérstaklega tekið fram að merkja þurfi auglýsingar sem slíkar, hvort sem fyrirtækið sem vill auglýsa hafði samband við viðkomandi, eða öfugt. Ekki fyrsta ákall áhrifavalda Arna segist ekki telja að það komi umbjóðendum auglýsingastofunnar á óvart að verið sé að „taka áhrifavalda aftur fyrir.“ Hún bendir á að auglýsingar í sjónvarpsþáttum séu aðeins merktar sem slíkar í upphafi, en ekki séu gegnumgangandi í þættinum. „Svo eru liðnar tíu mínútur inn í sjónvarpsþáttinn og ég fer og horfi á, sé þessa vöru kannski X-oft en hef ekki hugmynd um að hún sé kostuð. Á það sama ekki við um Instagram-story?“ spyr Arna. Hún segist telja að það myndi einfalda öllum lífið ef reglur yrðu skýrari, jafnvel Neytendastofu. Hún segist sjálf vera tilbúin að taka þátt í vinnu við auglýsingaherferð um slíkt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fram kemur ákall um skýrari reglur frá áhrifavöldum, en árið 2018 birtist færsla á bloggsíðunni Trendnet undir yfirskriftinni „Skýrari reglur og áfram gakk!“ Tilefnið var að Neytendastofa hafði birt ákvörðun þar sem bloggurunum Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur var bannað að nota duldar auglýsingar.
„Grundvallarreglan er sú að ef greitt er fyrir umfjöllun eða annað endurgjald kemur fyrir umfjöllun um vöru eða þjónustu í fjölmiðli eða á bloggi – vefsíðu – samfélagsmiðli, þá er um auglýsingu að ræða og þá þarf að segja frá því að um auglýsingu sé að ræða. Greiðsla og annað endurgjald í þessum skilningi getur til dæmis verið í formi peninga, gjafa eða láns og ekki skiptir máli hvort fyrirtæki hafi leiðbeint viðkomandi um efni textans eða ekki. Það nægir að greitt hafi verið fyrir umfjöllun eða annað endurgjald komið fyrir.“
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00 Sek um duldar auglýsingar en skilgreinir sig ekki sem áhrifavald Kristín Pétursdóttir leikkona hefur gerst sek um auglýsa á Instagram-síðu sinni án þess að fram komi með skýrum hætti að um auglýsingar sé að ræða. 15. júní 2021 14:15 Segir Neytendastofu reyna að nota hann til að hræða aðra áhrifavalda Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á "rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. 8. apríl 2019 18:27 Sólrún Diego og Tinna Alavis brutu lög með duldum auglýsingum Sólrúnu Lilju Diego Elmarsdóttur og Tinnu Alavisdóttur hefur verið gert að hætta birtingu duldra auglýsinga á samfélagsmiðlum. 26. nóvember 2019 13:00 Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00
Sek um duldar auglýsingar en skilgreinir sig ekki sem áhrifavald Kristín Pétursdóttir leikkona hefur gerst sek um auglýsa á Instagram-síðu sinni án þess að fram komi með skýrum hætti að um auglýsingar sé að ræða. 15. júní 2021 14:15
Segir Neytendastofu reyna að nota hann til að hræða aðra áhrifavalda Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á "rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. 8. apríl 2019 18:27
Sólrún Diego og Tinna Alavis brutu lög með duldum auglýsingum Sólrúnu Lilju Diego Elmarsdóttur og Tinnu Alavisdóttur hefur verið gert að hætta birtingu duldra auglýsinga á samfélagsmiðlum. 26. nóvember 2019 13:00
Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43