Að bjóða ómöguleika Linda Björk Markúsdóttir skrifar 16. júní 2021 14:00 Á Íslandi öllu eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi, um það bil einn á hverja 2.500 íbúa. Málþroskaröskun er með algengustu þroskaröskunum og ætla má að 7-8% barna á öllum skólastigum séu haldin henni, eða 1-2 börn í hverjum 20 manna bekk. Þá er ótalið allt annað sem getur krafist inngrips talmeinafræðings, svo sem framburðarfrávik, málstol, raddtruflanir, stam og kyngingarerfiðleikar. En hvernig gengur þessi stærðfræði upp? Hvernig geta 144 talmeinafræðingar sinnt þessu öllu saman? Stutta svarið er að þeir geta það ekki og á biðlistum eftir þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga á landsvísu eru hundruð barna, unglinga og fullorðinna sem geta átt von á því að dúsa á þessum listum mánuðum og jafnvel árum saman. Við erum ekki eina fámenna stéttin hérlendis og þið veltið því kannski fyrir ykkur hvaða harmavæl þetta sé. Jú, haldið ykkur nú fast. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar eru með gildandi rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem hefur ákveðið að þeir einir geti orðið aðilar að þessum samningi sem hafi tveggja ára starfsreynslu sem talmeinafræðingar. Það þýðir að þeir sem útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði geta ekki lagt sín lóð á biðlistavogarskálarnar fyrr en tveimur og hálfu ári eftir útskrift þar sem hálfs árs handleiðslu er krafist áður starfsleyfi fæst frá Landlæknisembættinu. Mikið hefur gengið á vegna þessa ákvæðis og SÍ hefur boðið stéttinni svokallaða fyrirtækjasamninga í stað núgildandi rammasamnings. Þá er samið við hverja starfsstöð fyrir sig og er myndin máluð þannig að ef nægilega margir innan starfsstöðvarinnar séu reynslumiklir megi ráða 1-2 nýtalmeinafræðinga. Frábært? Nei. Það eru sárafáar stofur talmeinafræðinga sem uppfylla skilyrði mögulegra fyrirtækjasamninga og einyrkjarnir sem starfa úti á landi fá ekki slíkan samning. Það vill svo merkilega til að málþroskaraskanir og aðrir tal- og málgallar hafa ekki hugmynd um þau eigi að halda sig innan höfuðborgarsvæðisins og því er þörfin síst minni á landsbyggðinni. Fyrirtækjasamningar leysa því engan vanda og eru líklegir til að valda óæskilegri samkeppni og sundrung innan stéttarinnar. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, ber fyrir sig að fjárveitingar frá Alþingi til málaflokksins dugi ekki til. Fjármagnið sem málaflokkurinn þarfnast er smáaurar borið saman við þann samfélagslega ávinning sem hér gæti verið um að ræða. Ef peningar eru í raun öll ástæðan fyrir ákvæðinu biðlum við talmeinafræðingar, fyrir hönd allra sem bíða eftir þjónustu okkar, til ríkisstjórnarinnar og Alþingis alls að seilast örlítið dýpra í vasana og velta öllum ríkispullunum við. Látið okkur svo vita hvað þið finnið. Hver veit nema stéttin, kosningabærir skjólstæðingar hennar og allir aðstandendurnir finni þá flokksbókstafinn ykkar í komandi kosningum. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi öllu eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi, um það bil einn á hverja 2.500 íbúa. Málþroskaröskun er með algengustu þroskaröskunum og ætla má að 7-8% barna á öllum skólastigum séu haldin henni, eða 1-2 börn í hverjum 20 manna bekk. Þá er ótalið allt annað sem getur krafist inngrips talmeinafræðings, svo sem framburðarfrávik, málstol, raddtruflanir, stam og kyngingarerfiðleikar. En hvernig gengur þessi stærðfræði upp? Hvernig geta 144 talmeinafræðingar sinnt þessu öllu saman? Stutta svarið er að þeir geta það ekki og á biðlistum eftir þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga á landsvísu eru hundruð barna, unglinga og fullorðinna sem geta átt von á því að dúsa á þessum listum mánuðum og jafnvel árum saman. Við erum ekki eina fámenna stéttin hérlendis og þið veltið því kannski fyrir ykkur hvaða harmavæl þetta sé. Jú, haldið ykkur nú fast. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar eru með gildandi rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem hefur ákveðið að þeir einir geti orðið aðilar að þessum samningi sem hafi tveggja ára starfsreynslu sem talmeinafræðingar. Það þýðir að þeir sem útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði geta ekki lagt sín lóð á biðlistavogarskálarnar fyrr en tveimur og hálfu ári eftir útskrift þar sem hálfs árs handleiðslu er krafist áður starfsleyfi fæst frá Landlæknisembættinu. Mikið hefur gengið á vegna þessa ákvæðis og SÍ hefur boðið stéttinni svokallaða fyrirtækjasamninga í stað núgildandi rammasamnings. Þá er samið við hverja starfsstöð fyrir sig og er myndin máluð þannig að ef nægilega margir innan starfsstöðvarinnar séu reynslumiklir megi ráða 1-2 nýtalmeinafræðinga. Frábært? Nei. Það eru sárafáar stofur talmeinafræðinga sem uppfylla skilyrði mögulegra fyrirtækjasamninga og einyrkjarnir sem starfa úti á landi fá ekki slíkan samning. Það vill svo merkilega til að málþroskaraskanir og aðrir tal- og málgallar hafa ekki hugmynd um þau eigi að halda sig innan höfuðborgarsvæðisins og því er þörfin síst minni á landsbyggðinni. Fyrirtækjasamningar leysa því engan vanda og eru líklegir til að valda óæskilegri samkeppni og sundrung innan stéttarinnar. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, ber fyrir sig að fjárveitingar frá Alþingi til málaflokksins dugi ekki til. Fjármagnið sem málaflokkurinn þarfnast er smáaurar borið saman við þann samfélagslega ávinning sem hér gæti verið um að ræða. Ef peningar eru í raun öll ástæðan fyrir ákvæðinu biðlum við talmeinafræðingar, fyrir hönd allra sem bíða eftir þjónustu okkar, til ríkisstjórnarinnar og Alþingis alls að seilast örlítið dýpra í vasana og velta öllum ríkispullunum við. Látið okkur svo vita hvað þið finnið. Hver veit nema stéttin, kosningabærir skjólstæðingar hennar og allir aðstandendurnir finni þá flokksbókstafinn ykkar í komandi kosningum. Höfundur er talmeinafræðingur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun