Áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á málefnum barna Lúðvík Júlíusson skrifar 16. júní 2021 12:01 Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli.(1) Aðallega hefur þetta snúist um að búa til glansmynd, halda skemmtilega blaðamannafundi og brosa framan í myndavélar. Ef spurt er um efndir þá er svarið oftast að þær muni koma í framtíðinni með öðrum lögum sem hvorki eru tímasett né mikilvægum málum forgangsraðað. Brýn mál þarf að leysa en stjórnvöld gera lítið sem ekkert. Ráðherrar áhugalausir um málefni barna Ég óskaði eftir fundi með forsætisráðherra um stöðu barna með fötlun þann 14. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra 3. október 2018 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með dómsmálaráðherra 18. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með félagsmálaráðherra og fékk einn fund. Sá fundur skilaði litlu. Á fundinum lagði ég áherslu á að börn sem þurfa á aðstoð að halda á lífsleiðinni gætu haft báða foreldra sér til halds og trausts. Í frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu barna greiddi Ásmundur Einar Daðason, ásamt öllum stjórnarþingmönnum, gegn breytingatillögu minnihluta velferðarnefndar um að foreldrar væru skilgreindir þeir sem hefðu lögheimili, forsjá(einnig sameiginlega) og/eða reglulega umgengni.(1) Foreldrar og fjölskyldur sem fá engan stuðning vegna COVID Félagsmálaráðuneytið, Menntamálaráðuneytið og Forsætisráðuneytið skilgreina nefnilega ekki foreldra með sama hætti og gert er í barnalögum. Þessi ráðuneyti telja til foreldra aðeins þá sem hafa lögheimili barna sinna. Þetta er mjög útilokandi skilgreining sem bitnar sannanlega á börnum. Foreldrar sem sinna mikilli umönnun barna eru einfaldlega ekki hafðir með í úrræðum stjórnvalda. Besta dæmið um þröngsýni stjórnvalda í málefnum barna er að ekki ein króna fór í að styðja fjölskyldur og foreldra sem ekki hafa lögheimili barna sinna þrátt fyrir að þeir hafi sannanlega sinnt umönnun barnanna og borið þungar byrðar þegar skólar voru lokaðir og tómstundir lágu niðri, ekkert minna en aðrir foreldrar. Lélegt vinnusiðferði Þegar mál eru smá þá skipta þau oftast litlu máli. En lítil mál er auðvelt að leysa og það tekjur oftast litla fyrirhöfn og lágmarks kostnað. Ef þessi mál sem ég ræði um eru svona smávægileg og skipta ekki máli þá ætti ekki að vera nokkur vandi fyrir stjórnvöld að leysa þau til frambúðar. Vilja og áhugaleysi stjórnvalda sýnir einfaldlega lélegt vinnusiðferði. Tími kominn á breytingar Börn eru ekki að fá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þurfa vegna þröngsýni stjórnvalda. Er ekki kominn tími á breytingar? Á hugarfari, vinnusiðferði og nálgun í málefnum barna? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um málefni barna. Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli.(1) Aðallega hefur þetta snúist um að búa til glansmynd, halda skemmtilega blaðamannafundi og brosa framan í myndavélar. Ef spurt er um efndir þá er svarið oftast að þær muni koma í framtíðinni með öðrum lögum sem hvorki eru tímasett né mikilvægum málum forgangsraðað. Brýn mál þarf að leysa en stjórnvöld gera lítið sem ekkert. Ráðherrar áhugalausir um málefni barna Ég óskaði eftir fundi með forsætisráðherra um stöðu barna með fötlun þann 14. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra 3. október 2018 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með dómsmálaráðherra 18. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með félagsmálaráðherra og fékk einn fund. Sá fundur skilaði litlu. Á fundinum lagði ég áherslu á að börn sem þurfa á aðstoð að halda á lífsleiðinni gætu haft báða foreldra sér til halds og trausts. Í frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu barna greiddi Ásmundur Einar Daðason, ásamt öllum stjórnarþingmönnum, gegn breytingatillögu minnihluta velferðarnefndar um að foreldrar væru skilgreindir þeir sem hefðu lögheimili, forsjá(einnig sameiginlega) og/eða reglulega umgengni.(1) Foreldrar og fjölskyldur sem fá engan stuðning vegna COVID Félagsmálaráðuneytið, Menntamálaráðuneytið og Forsætisráðuneytið skilgreina nefnilega ekki foreldra með sama hætti og gert er í barnalögum. Þessi ráðuneyti telja til foreldra aðeins þá sem hafa lögheimili barna sinna. Þetta er mjög útilokandi skilgreining sem bitnar sannanlega á börnum. Foreldrar sem sinna mikilli umönnun barna eru einfaldlega ekki hafðir með í úrræðum stjórnvalda. Besta dæmið um þröngsýni stjórnvalda í málefnum barna er að ekki ein króna fór í að styðja fjölskyldur og foreldra sem ekki hafa lögheimili barna sinna þrátt fyrir að þeir hafi sannanlega sinnt umönnun barnanna og borið þungar byrðar þegar skólar voru lokaðir og tómstundir lágu niðri, ekkert minna en aðrir foreldrar. Lélegt vinnusiðferði Þegar mál eru smá þá skipta þau oftast litlu máli. En lítil mál er auðvelt að leysa og það tekjur oftast litla fyrirhöfn og lágmarks kostnað. Ef þessi mál sem ég ræði um eru svona smávægileg og skipta ekki máli þá ætti ekki að vera nokkur vandi fyrir stjórnvöld að leysa þau til frambúðar. Vilja og áhugaleysi stjórnvalda sýnir einfaldlega lélegt vinnusiðferði. Tími kominn á breytingar Börn eru ekki að fá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þurfa vegna þröngsýni stjórnvalda. Er ekki kominn tími á breytingar? Á hugarfari, vinnusiðferði og nálgun í málefnum barna? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um málefni barna. Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01
Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar