Veitingamenn ósáttir við valdmannslega heimsókn skattstjóra Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 10:14 Fámennt hefur verið á veitingastöðum í miðborginni á Covid-tímum. Það er að breytast og meðal fyrstu gesta eftir að opnunartímar voru lengdir voru starfsmenn skattsins, ýmsum veitingamanninum til armæðu. vísir/vilhelm Útsendarar Ríkisskattstjóra mættu á nokkra vel valda veitingastaði í miðborginni í gærkvöldi og kröfðust þess að fá að sjá posastrimla. Vísir hefur rætt við veitingamenn sem eru heldur óhressir með þessa heimsókn en starfsmenn skattsins tóku rúnt á staðina. Vildu athuga hvort sjóðastaða stemmdi við posana og hvort starfsmenn væru skráðir. Um er að ræða hefðbundið eftirlit en það breytir ekki því að veitingamönnum mörgum finnst þetta lýsa heldur miklu tillitsleysi í sinn garð. Eins og fram hefur komið hafa þeir mátt lepja dauðann úr skel á tímum Covid; með allskyns takmörkunum á opnunartíma og fjölda gesta. Sumir hafa þurft að loka og er því ekki feitan gölt að flá. Einn veitingamaður sem Vísir ræddi við sagði að hann hafi ekkert að fela og sé hlynntur aðgerðum gegn skattsvikum. Hann hafi átt gott spjall nú í morgun við starfsmann skattsins og sé sáttur. En þetta sé hins vegar spurning um tímasetningu. Beint ofan í Covid-ið. Hvort þetta væri virkilega nauðsynlegt nú loksins þegar starfsemin er að rúlla af stað; að mæta á háannatíma og nánast vera með hálfgerðan dólg fyrir framan viðskiptavinina. Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Skattar og tollar Tengdar fréttir Allt annað líf að fá að standa berskjaldaður andspænis kúnnunum Ætla má að veitingahúsa- og bareigendur landsins hafi margir hverjir séð tilefni til að gleðjast í dag yfir boðuðum tilslökunum á sóttvarnareglum. Það er Björn Árnason, eigandi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að afgreiða fólk grímulaus. 21. maí 2021 21:15 Líf að færast í miðborgina en veitingamenn vildu gjarnan mega fá fleiri í hús Svo virðist sem líf sé aftur að færast í miðborgina en víða er nú fullbókað á veitingastöðum um helgar og þá hafa barir og skemmtistaður aftur opnað dyrnar eftir að hafa verið lokaðir frá því snemma í október. 13. febrúar 2021 09:26 Lokuðu í miðjum faraldri og opna ekki aftur Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. 5. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vísir hefur rætt við veitingamenn sem eru heldur óhressir með þessa heimsókn en starfsmenn skattsins tóku rúnt á staðina. Vildu athuga hvort sjóðastaða stemmdi við posana og hvort starfsmenn væru skráðir. Um er að ræða hefðbundið eftirlit en það breytir ekki því að veitingamönnum mörgum finnst þetta lýsa heldur miklu tillitsleysi í sinn garð. Eins og fram hefur komið hafa þeir mátt lepja dauðann úr skel á tímum Covid; með allskyns takmörkunum á opnunartíma og fjölda gesta. Sumir hafa þurft að loka og er því ekki feitan gölt að flá. Einn veitingamaður sem Vísir ræddi við sagði að hann hafi ekkert að fela og sé hlynntur aðgerðum gegn skattsvikum. Hann hafi átt gott spjall nú í morgun við starfsmann skattsins og sé sáttur. En þetta sé hins vegar spurning um tímasetningu. Beint ofan í Covid-ið. Hvort þetta væri virkilega nauðsynlegt nú loksins þegar starfsemin er að rúlla af stað; að mæta á háannatíma og nánast vera með hálfgerðan dólg fyrir framan viðskiptavinina.
Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Skattar og tollar Tengdar fréttir Allt annað líf að fá að standa berskjaldaður andspænis kúnnunum Ætla má að veitingahúsa- og bareigendur landsins hafi margir hverjir séð tilefni til að gleðjast í dag yfir boðuðum tilslökunum á sóttvarnareglum. Það er Björn Árnason, eigandi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að afgreiða fólk grímulaus. 21. maí 2021 21:15 Líf að færast í miðborgina en veitingamenn vildu gjarnan mega fá fleiri í hús Svo virðist sem líf sé aftur að færast í miðborgina en víða er nú fullbókað á veitingastöðum um helgar og þá hafa barir og skemmtistaður aftur opnað dyrnar eftir að hafa verið lokaðir frá því snemma í október. 13. febrúar 2021 09:26 Lokuðu í miðjum faraldri og opna ekki aftur Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. 5. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Allt annað líf að fá að standa berskjaldaður andspænis kúnnunum Ætla má að veitingahúsa- og bareigendur landsins hafi margir hverjir séð tilefni til að gleðjast í dag yfir boðuðum tilslökunum á sóttvarnareglum. Það er Björn Árnason, eigandi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að afgreiða fólk grímulaus. 21. maí 2021 21:15
Líf að færast í miðborgina en veitingamenn vildu gjarnan mega fá fleiri í hús Svo virðist sem líf sé aftur að færast í miðborgina en víða er nú fullbókað á veitingastöðum um helgar og þá hafa barir og skemmtistaður aftur opnað dyrnar eftir að hafa verið lokaðir frá því snemma í október. 13. febrúar 2021 09:26
Lokuðu í miðjum faraldri og opna ekki aftur Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. 5. ágúst 2020 09:00