Falsfrelsi ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. júní 2021 12:01 Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð. Þessi grein er um slík fyrirheit. Ekki þó um hálendisþjóðgarð eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem eru á leið í skrúfuna á höktandi siglingu stjórnarflokkanna. Ekki heldur um margyfirlýsta „björgun“ heilbrigðiskerfisins sem endaði sem örgustu öfugmæli eða öll hin fögru fyrirheit menntamálaráðherra sem voru lítið annað en loftið eitt. En vissulega nóg af lofti. Nei, ég er tala um frelsismálin sem ríkisstjórnin skreytti sig með. Málin sem þau skutu inn hér og þar eins og til að segja: „Sko, víst er okkur annt um frelsi fólks til athafna.“ Til að gæta sanngirni snerist þetta frekar um að einstaka ráðherrar og þingmenn gætu skreytt sig frelsisfjöðrum, flestum þeirra var nokk sama, margir jafnvel með ofnæmi fyrir svona fjöðrum. Instagramfrelsið Frelsisfjaðrirnar voru helst viðraðar á samfélagsmiðlunum. Kannski var ætlunin að ná athygli unga fólksins þar en krossa svo fingur og vona að athyglin næði ekki alla leið inn í þingsal þar sem nú hefur endanlega komið í ljós að þetta voru bara orðin tóm. Þessi ríkisstjórn var aldrei að fara að auka frjálsræði á leigubílamarkaði með því að leyfa starfsemi farveitna eða opna á frelsi fólks til að velja sér eigin nöfn óháð afskiptum ríkisins. Og stóra vínfrelsismálið varð að engu. Frá víni í verslanir, yfir í netsölu á áfengi, yfir í bjórkippu yfir borðið á framleiðslustað, sem enn á eftir að komist í gegnum nálaraugað. Fyrirheit um afnám refsinga fyrir vörslu fíkniefna er enn bara fyrirheit. Þegar lyfjalög voru til afgreiðslu um mitt kjörtímabil lagði ég fram breytingartillögu sem fól í sér leyfi til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun að uppfylltum ströngum skilyrðum. Þá tillögu felldu stjórnarliðar samviskusamlega. Þetta má vissulega úti á landi svo ekki sitja öryggissjónarmiðin í stjórnvöldum, bara hreinræktuð forsjárhyggja. Skrautfjaðrir eru ágætar til síns brúks. Eitt er þó víst, það er ekki flogið með þeim. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð. Þessi grein er um slík fyrirheit. Ekki þó um hálendisþjóðgarð eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem eru á leið í skrúfuna á höktandi siglingu stjórnarflokkanna. Ekki heldur um margyfirlýsta „björgun“ heilbrigðiskerfisins sem endaði sem örgustu öfugmæli eða öll hin fögru fyrirheit menntamálaráðherra sem voru lítið annað en loftið eitt. En vissulega nóg af lofti. Nei, ég er tala um frelsismálin sem ríkisstjórnin skreytti sig með. Málin sem þau skutu inn hér og þar eins og til að segja: „Sko, víst er okkur annt um frelsi fólks til athafna.“ Til að gæta sanngirni snerist þetta frekar um að einstaka ráðherrar og þingmenn gætu skreytt sig frelsisfjöðrum, flestum þeirra var nokk sama, margir jafnvel með ofnæmi fyrir svona fjöðrum. Instagramfrelsið Frelsisfjaðrirnar voru helst viðraðar á samfélagsmiðlunum. Kannski var ætlunin að ná athygli unga fólksins þar en krossa svo fingur og vona að athyglin næði ekki alla leið inn í þingsal þar sem nú hefur endanlega komið í ljós að þetta voru bara orðin tóm. Þessi ríkisstjórn var aldrei að fara að auka frjálsræði á leigubílamarkaði með því að leyfa starfsemi farveitna eða opna á frelsi fólks til að velja sér eigin nöfn óháð afskiptum ríkisins. Og stóra vínfrelsismálið varð að engu. Frá víni í verslanir, yfir í netsölu á áfengi, yfir í bjórkippu yfir borðið á framleiðslustað, sem enn á eftir að komist í gegnum nálaraugað. Fyrirheit um afnám refsinga fyrir vörslu fíkniefna er enn bara fyrirheit. Þegar lyfjalög voru til afgreiðslu um mitt kjörtímabil lagði ég fram breytingartillögu sem fól í sér leyfi til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun að uppfylltum ströngum skilyrðum. Þá tillögu felldu stjórnarliðar samviskusamlega. Þetta má vissulega úti á landi svo ekki sitja öryggissjónarmiðin í stjórnvöldum, bara hreinræktuð forsjárhyggja. Skrautfjaðrir eru ágætar til síns brúks. Eitt er þó víst, það er ekki flogið með þeim. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun