„Make JL-húsið Great Again“ Snorri Másson skrifar 12. júní 2021 07:30 Árni Kristjánsson, Bragi Ægisson og Haukur Már Gestsson, þrír eigenda Skor í JL-húsinu. Aðsend mynd Rekstur er hafinn á enn einum pílustaðnum á höfuðborgarsvæðinu, sem út af fyrir sig væri ekki í frásögur færandi enda spretta þeir upp eins og gorkúlur nú um mundir. Pílubarinn Skor er hins vegar boðberi nýrra tíma að því leyti að eigendur hans ákváðu að koma honum á kopp í JL-húsinu við Hringbraut, á gríðarstórri jarðhæð sem staðið hefur auð í nokkur ár. „Ég held að þetta JL-hús sé bara mjög vanmetið. Ég held að það hafi kannski verið einhver neikvæðni í garð hússins en hún á ekki rétt á sér,“ segir Bragi Ægisson, framkvæmdastjóri 0101 ehf., sem rekur Skor. Það eru allir í pílu.Aðsend mynd „Nú er bara að Make JL-húsið Great Again,“ segir Bragi, sem býður einnig upp á karókí í rýminu. Áður var Skor í tímabundnu húsnæði á Hafnartorgi. Á árum áður var verslun Nóatúns lengi í húsnæðinu, alveg þar til hótelið Oddsson tók við og var með móttöku og veitingastað í rýminu. Frá dögum Oddsson eru enn innréttingar fyrir karókí, sem eru færðar í nyt í nýrri starfsemi. Hótelið hætti starfsemi á staðnum 2018. „Pílan er náttúrulega búin að vera vinsæl. Að mörgu leyti er það vegna sjónvarpsins. En hérna er þetta ekki endilega bara pílan. Þetta er bara stemning sem hentar vel fyrir hópa,“ segir Bragi. Cariokeí-málið Hóparnir finna sig einmitt einnig í karókí, eða „cariokeí“, eins og stendur utan á staðnum. Sá ritháttur hefur farið öfugt ofan í suma. Bragi: „Er þetta ekki skrifað svona? Þetta var okkar besta gisk, alla vega.“ „Við erum að tala um cariokeí,“ sagði maðurinn. Bragi útskýrir að enginn viti hvernig eigi að skrifa karókí en á það má benda að íslensk orðabók talar um „karókí“. En eigi óhefðbundinn rithátturinn að vekja athygli í þessu tilviki, hefur það ætlunarverk tekist. Staðurinn opnaði í síðustu viku og var fullur alla helgi eins og mátti búast við af Íslendingum í afléttingarfasa eftir fimbulvetur. Bragi og félagar vilja hreiðra almennilega um sig í JL-húsinu og ætla að stækka staðinn hægt og rólega, enda nægt svigrúm innan rýmisins til slíks. HVERS KONAR GLÆPUR ER ÞETTA? CARIOKEÍ? Ég er traumatized. pic.twitter.com/5ZrqOZQJS0— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) June 6, 2021 Reykjavík Pílukast Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45 XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Pílubarinn Skor er hins vegar boðberi nýrra tíma að því leyti að eigendur hans ákváðu að koma honum á kopp í JL-húsinu við Hringbraut, á gríðarstórri jarðhæð sem staðið hefur auð í nokkur ár. „Ég held að þetta JL-hús sé bara mjög vanmetið. Ég held að það hafi kannski verið einhver neikvæðni í garð hússins en hún á ekki rétt á sér,“ segir Bragi Ægisson, framkvæmdastjóri 0101 ehf., sem rekur Skor. Það eru allir í pílu.Aðsend mynd „Nú er bara að Make JL-húsið Great Again,“ segir Bragi, sem býður einnig upp á karókí í rýminu. Áður var Skor í tímabundnu húsnæði á Hafnartorgi. Á árum áður var verslun Nóatúns lengi í húsnæðinu, alveg þar til hótelið Oddsson tók við og var með móttöku og veitingastað í rýminu. Frá dögum Oddsson eru enn innréttingar fyrir karókí, sem eru færðar í nyt í nýrri starfsemi. Hótelið hætti starfsemi á staðnum 2018. „Pílan er náttúrulega búin að vera vinsæl. Að mörgu leyti er það vegna sjónvarpsins. En hérna er þetta ekki endilega bara pílan. Þetta er bara stemning sem hentar vel fyrir hópa,“ segir Bragi. Cariokeí-málið Hóparnir finna sig einmitt einnig í karókí, eða „cariokeí“, eins og stendur utan á staðnum. Sá ritháttur hefur farið öfugt ofan í suma. Bragi: „Er þetta ekki skrifað svona? Þetta var okkar besta gisk, alla vega.“ „Við erum að tala um cariokeí,“ sagði maðurinn. Bragi útskýrir að enginn viti hvernig eigi að skrifa karókí en á það má benda að íslensk orðabók talar um „karókí“. En eigi óhefðbundinn rithátturinn að vekja athygli í þessu tilviki, hefur það ætlunarverk tekist. Staðurinn opnaði í síðustu viku og var fullur alla helgi eins og mátti búast við af Íslendingum í afléttingarfasa eftir fimbulvetur. Bragi og félagar vilja hreiðra almennilega um sig í JL-húsinu og ætla að stækka staðinn hægt og rólega, enda nægt svigrúm innan rýmisins til slíks. HVERS KONAR GLÆPUR ER ÞETTA? CARIOKEÍ? Ég er traumatized. pic.twitter.com/5ZrqOZQJS0— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) June 6, 2021
Reykjavík Pílukast Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45 XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45
XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16