„Vínáhugamaður“ skrifar níðgrein Arnar Sigurðsson skrifar 8. júní 2021 14:30 Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. Sætir greinin nokkurri furðu fyrir vikið því flestir vínáhugamenn hafa fyrir margt löngu snúið baki við hinu arfaslaka úrvali einsleitra vína sem þar finnast. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Jón Páll er einn af hilluplásshöfum ÁTVR og greinin því undir fölsku flaggi. En þó að Jóni Páli verði fótaskortur á tungunni, jafnast það þó ekki á við heldur slaklega reiknigetu vínáhugamannsins þegar hann fullyrðir að allar vörur í netverslun Sante, sem eru til afgreiðslu og jafnvel heimsendingar samdægurs, séu dýrari heldur en í hinni rómuðu vefverslun einokunarverslunarinnar gegn sérpöntun sem Jón telur að tryggi í senn hagstætt verð og gott úrval. Þess má geta að afgreiðslutími sérpantana getur verið talinn í vikum hjá ríkisversluninni. Sante.is tekur hugtakið samfélagsleg ábyrgð alvarlega og einfaldlega selur engar vörur til einokunarverslana. Á þeim degi sem grein vínáhugamansins er skrifuð má þó finna nokkur kampavín frá Drappier auk bjóra sem finnast í báðum verslunum og eru samkvæmt útreikningum Jóns ódýrari í einokuninni: Lesendur bíða svo spenntir eftir tillögum Jóns um að einokunarverslunin muni bæta aftur inn fleiri vörum til að lagfæra þau mistök sem Jón telur að séu að undirlagi Sjálfstæðisflokksins og hafi reynst neytendum dýrkeypt: Jón Páll fer víða í athugasemdum sínum og vekur m.a. athygli á að lagerbjór frá Stella er framleiddur í nokkrum styrkleikaflokkum 4,6%- 4,8% og 5% en Sante.is hefur selt bjór í efsta og neðsta þrepi sem munar félagið kr.17 í áfengisgjaldi og hefur ekki þótt tilefni til verðbreytinga en bjórinn er seldur á meira en 25% lægra verði en í hinum margrómuðu einokunarverslunum Jóns. Vínáhugamaðurinn bendir einnig á að hið erlenda félag Santewines.SAS skuli ekki tiltaka íslenskt virðisaukaskatts númer sem vínáhugamaðurinn telur grunsamlegt en fæstir erlendir lögaðilar hafa þó vsk. númer nema í sínu heimalandi. Á þessu er þó undantekning því netverslun Santewines SAS hefur einmitt eitt slíkt. Þó erfitt sé um að spá hvað hilluplásshafinn Jón Páll muni nefna í sínum framhaldsgreinum, skal því þó slegið föstu að hann muni ekki fjalla um að rósakampavín frá Laurent Perrier fáist í netverslun Sante á 20% lægra verði en í ÁTVR. Ástæðan er einföld því innflytjandinn er jafnframt eiginkona Jóns. Höfundur er víninnflytjandi og vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. Sætir greinin nokkurri furðu fyrir vikið því flestir vínáhugamenn hafa fyrir margt löngu snúið baki við hinu arfaslaka úrvali einsleitra vína sem þar finnast. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Jón Páll er einn af hilluplásshöfum ÁTVR og greinin því undir fölsku flaggi. En þó að Jóni Páli verði fótaskortur á tungunni, jafnast það þó ekki á við heldur slaklega reiknigetu vínáhugamannsins þegar hann fullyrðir að allar vörur í netverslun Sante, sem eru til afgreiðslu og jafnvel heimsendingar samdægurs, séu dýrari heldur en í hinni rómuðu vefverslun einokunarverslunarinnar gegn sérpöntun sem Jón telur að tryggi í senn hagstætt verð og gott úrval. Þess má geta að afgreiðslutími sérpantana getur verið talinn í vikum hjá ríkisversluninni. Sante.is tekur hugtakið samfélagsleg ábyrgð alvarlega og einfaldlega selur engar vörur til einokunarverslana. Á þeim degi sem grein vínáhugamansins er skrifuð má þó finna nokkur kampavín frá Drappier auk bjóra sem finnast í báðum verslunum og eru samkvæmt útreikningum Jóns ódýrari í einokuninni: Lesendur bíða svo spenntir eftir tillögum Jóns um að einokunarverslunin muni bæta aftur inn fleiri vörum til að lagfæra þau mistök sem Jón telur að séu að undirlagi Sjálfstæðisflokksins og hafi reynst neytendum dýrkeypt: Jón Páll fer víða í athugasemdum sínum og vekur m.a. athygli á að lagerbjór frá Stella er framleiddur í nokkrum styrkleikaflokkum 4,6%- 4,8% og 5% en Sante.is hefur selt bjór í efsta og neðsta þrepi sem munar félagið kr.17 í áfengisgjaldi og hefur ekki þótt tilefni til verðbreytinga en bjórinn er seldur á meira en 25% lægra verði en í hinum margrómuðu einokunarverslunum Jóns. Vínáhugamaðurinn bendir einnig á að hið erlenda félag Santewines.SAS skuli ekki tiltaka íslenskt virðisaukaskatts númer sem vínáhugamaðurinn telur grunsamlegt en fæstir erlendir lögaðilar hafa þó vsk. númer nema í sínu heimalandi. Á þessu er þó undantekning því netverslun Santewines SAS hefur einmitt eitt slíkt. Þó erfitt sé um að spá hvað hilluplásshafinn Jón Páll muni nefna í sínum framhaldsgreinum, skal því þó slegið föstu að hann muni ekki fjalla um að rósakampavín frá Laurent Perrier fáist í netverslun Sante á 20% lægra verði en í ÁTVR. Ástæðan er einföld því innflytjandinn er jafnframt eiginkona Jóns. Höfundur er víninnflytjandi og vínáhugamaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar