„Þú ert ekki foreldri, þið eruð ekki fjölskylda“ Lúðvík Júlíusson skrifar 8. júní 2021 12:00 Stjórnvöld eru mjög sérstök í barnamálum. Allt á að gera fyrir fjölskyldur. Í stjórnarskrá eru réttindi barna tryggð(1), í lögum eru réttindi fjölskyldna tryggð, í reglum fá fjölskyldur þjónustu og svo framvegis. Alþingi vill gera allt fyrir fjölskyldur Á Alþingi hafa verið samþykkt frumvörp sem gagnast eiga fjölskyldum. Til dæmis leikskólalög, grunnskólalög, lög um þjónustu við fatlað fólk(2), barnasáttmáli SÞ(3)(4) og barnalög(5). Alþingismenn tala oft um nauðsyn þess að aðstoða barnafjölskyldur, hækkun barnabóta, skóla án aðgreiningar og svo framvegis. Allt skal gera fyrir barnafjölskyldur. Samfélagábyrgð og hagaðilar Samfélagsábyrgð vísar til þess að þegar ákvarðanir eru teknar að þá skuli ekki aðeins horfa til eigin nærtækustu hagsmuna heldur líta til allra aðila sem ákvörðunin hefur áhrif á, hvort sem þeir eru tengdir þeim sem tekur ákvörðunina eða ekki.(6) Þegar ákvarðanir eru teknar eða lög eru sett sem varða börn þá eru bæði börn og foreldrar hagaðilar. Það er því samfélagsábyrgð að líta til þess hvaða áhrif ákvörðunin eða lagasetningin hefur á daglegt líf þeirra. Alþingi ætti því að meta áhrif lagasetninga á líf barna og foreldra. Börn eftir skilnað Nú gerist það nokkuð oft að foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa foreldrar að taka ákvörðum um lögheimili barns, forsjá(sameiginleg eða ekki) og umgengni. Þetta eru þrjú atriði sem þarf að taka ákvörðun um. Lögheimili snýst um skráða búsetu í Þjóðskrá og fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera, forsjá snýst um ábyrgð og umgengni um samveru með barni eftir skilnað. Þú ert ekki fjölskylda barnsins Þegar foreldrar skilja þá þurfa foreldrar einnig að ákveða hvort þeirra skuli vera fjölskylda barnsins. Þetta gera þeir oftast óafvitandi. Það foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins er ekki lengur fjölskylda barnsins. Þegar barn fer til foreldris og ættingja sinna þá er það ekki að fara til fjölskyldu sinnar heldur til einhleyps barnslauss einstaklings. Merkilegt. Á Íslandi á 21. öldinni þá getur barn aðeins tilheyrt einni fjölskyldu búi foreldrar ekki saman. Þjónusta til fjölskyldu barnsins Öll þjónusta hins opinbera, réttindi, aðild, stuðningur, aðstoð og fleira sem veita á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglum fer til fjölskyldu barnsins. Það þýðir að annað foreldrið er án allra réttinda og barnið er í lakari stöðu á því heimili en börn almennt. Leyfi til að vera með þýðir ekki það sama og hafa réttindi. Oft mega báðir foreldrar vera með en þegar á reynir þá eru engin lög sem tryggja þátttöku þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins þrátt fyrir að forsjá sé sameiginleg. Það er ekki talin stjórnvaldsákvörðun að útiloka annað foreldri barnsins. Þetta telja stjórnvöld og eftirlitsaðilar vera í lagi. „Þú ert ekki foreldri barnsins, þú ert ekki fjölskylda barnsins“ Þegar foreldri barns með mikla fötlun(andlega og/eða líkamlega) óskar eftir aðgangi að málastjóra/tengilið, þjónustu, stuðningi, aðild og að fá upplýsingar með eðlilegum hætti þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki foreldri barnsins.“ Þegar foreldrið segir að það sé nú foreldri samkvæmt barnalögum(5) þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki fjölskylda barnsins.“ Umboðsmaður barna og Umboðsmaður Alþingis hafa ekki gagnrýnt þessa túlkun stjórnvalda. Aldrei er litið til þarfa barnsins, til réttinda barnsins, til stjórnarskrárinnar, laga eða barnasáttmála SÞ. Þetta virðast marklaus plögg þegar kemur að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum. Réttindi fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum eru því mun lakari en annarra barna. Staðan er næstum því vonlaus. Styrkur foreldris Treysta þarf á styrk, úthald, úrræðasemi og getu foreldra til að aðstoða barnið því enga aðstoð er að fá. Barnið er sett í geymslu í hvert skipti sem það fer í umgengni. Þetta finnst alþingismönnum almennt bara fínt. Getur einhver sagt mér hvernig þetta getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvernig svona framkoma getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvað er barnvænt við þetta? Hvað ef foreldri getur ekki sinnt barni sínu án aðstoðar? Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn flokkur á þingi vill breyta þessu og vinna í þágu barna? Nú er tækifæri til breytinga. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um „samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna“.(7) Með því að bæta við skilgreiningu um foreldra í lögunum sem þá sem fara með „forsjá barna sinna eða hafa reglulega umgengni“ þá fá öll börn fá viðeigandi stuðning, allir foreldrar fá að styðja barnið sitt og barn verður þungamiðja þjónustu. Ég skora á þingmenn að taka frumkvæðið, setja börn í fyrsta sætið og í þungamiðju þjónustu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru mjög sérstök í barnamálum. Allt á að gera fyrir fjölskyldur. Í stjórnarskrá eru réttindi barna tryggð(1), í lögum eru réttindi fjölskyldna tryggð, í reglum fá fjölskyldur þjónustu og svo framvegis. Alþingi vill gera allt fyrir fjölskyldur Á Alþingi hafa verið samþykkt frumvörp sem gagnast eiga fjölskyldum. Til dæmis leikskólalög, grunnskólalög, lög um þjónustu við fatlað fólk(2), barnasáttmáli SÞ(3)(4) og barnalög(5). Alþingismenn tala oft um nauðsyn þess að aðstoða barnafjölskyldur, hækkun barnabóta, skóla án aðgreiningar og svo framvegis. Allt skal gera fyrir barnafjölskyldur. Samfélagábyrgð og hagaðilar Samfélagsábyrgð vísar til þess að þegar ákvarðanir eru teknar að þá skuli ekki aðeins horfa til eigin nærtækustu hagsmuna heldur líta til allra aðila sem ákvörðunin hefur áhrif á, hvort sem þeir eru tengdir þeim sem tekur ákvörðunina eða ekki.(6) Þegar ákvarðanir eru teknar eða lög eru sett sem varða börn þá eru bæði börn og foreldrar hagaðilar. Það er því samfélagsábyrgð að líta til þess hvaða áhrif ákvörðunin eða lagasetningin hefur á daglegt líf þeirra. Alþingi ætti því að meta áhrif lagasetninga á líf barna og foreldra. Börn eftir skilnað Nú gerist það nokkuð oft að foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa foreldrar að taka ákvörðum um lögheimili barns, forsjá(sameiginleg eða ekki) og umgengni. Þetta eru þrjú atriði sem þarf að taka ákvörðun um. Lögheimili snýst um skráða búsetu í Þjóðskrá og fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera, forsjá snýst um ábyrgð og umgengni um samveru með barni eftir skilnað. Þú ert ekki fjölskylda barnsins Þegar foreldrar skilja þá þurfa foreldrar einnig að ákveða hvort þeirra skuli vera fjölskylda barnsins. Þetta gera þeir oftast óafvitandi. Það foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins er ekki lengur fjölskylda barnsins. Þegar barn fer til foreldris og ættingja sinna þá er það ekki að fara til fjölskyldu sinnar heldur til einhleyps barnslauss einstaklings. Merkilegt. Á Íslandi á 21. öldinni þá getur barn aðeins tilheyrt einni fjölskyldu búi foreldrar ekki saman. Þjónusta til fjölskyldu barnsins Öll þjónusta hins opinbera, réttindi, aðild, stuðningur, aðstoð og fleira sem veita á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglum fer til fjölskyldu barnsins. Það þýðir að annað foreldrið er án allra réttinda og barnið er í lakari stöðu á því heimili en börn almennt. Leyfi til að vera með þýðir ekki það sama og hafa réttindi. Oft mega báðir foreldrar vera með en þegar á reynir þá eru engin lög sem tryggja þátttöku þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins þrátt fyrir að forsjá sé sameiginleg. Það er ekki talin stjórnvaldsákvörðun að útiloka annað foreldri barnsins. Þetta telja stjórnvöld og eftirlitsaðilar vera í lagi. „Þú ert ekki foreldri barnsins, þú ert ekki fjölskylda barnsins“ Þegar foreldri barns með mikla fötlun(andlega og/eða líkamlega) óskar eftir aðgangi að málastjóra/tengilið, þjónustu, stuðningi, aðild og að fá upplýsingar með eðlilegum hætti þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki foreldri barnsins.“ Þegar foreldrið segir að það sé nú foreldri samkvæmt barnalögum(5) þá segja stjórnvöld „nei, þú ert ekki fjölskylda barnsins.“ Umboðsmaður barna og Umboðsmaður Alþingis hafa ekki gagnrýnt þessa túlkun stjórnvalda. Aldrei er litið til þarfa barnsins, til réttinda barnsins, til stjórnarskrárinnar, laga eða barnasáttmála SÞ. Þetta virðast marklaus plögg þegar kemur að réttindum barna sem tilheyra þessum jaðarhópum. Réttindi fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum eru því mun lakari en annarra barna. Staðan er næstum því vonlaus. Styrkur foreldris Treysta þarf á styrk, úthald, úrræðasemi og getu foreldra til að aðstoða barnið því enga aðstoð er að fá. Barnið er sett í geymslu í hvert skipti sem það fer í umgengni. Þetta finnst alþingismönnum almennt bara fínt. Getur einhver sagt mér hvernig þetta getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvernig svona framkoma getur talist vera í lagi? Getur einhver sagt mér hvað er barnvænt við þetta? Hvað ef foreldri getur ekki sinnt barni sínu án aðstoðar? Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn flokkur á þingi vill breyta þessu og vinna í þágu barna? Nú er tækifæri til breytinga. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um „samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna“.(7) Með því að bæta við skilgreiningu um foreldra í lögunum sem þá sem fara með „forsjá barna sinna eða hafa reglulega umgengni“ þá fá öll börn fá viðeigandi stuðning, allir foreldrar fá að styðja barnið sitt og barn verður þungamiðja þjónustu. Ég skora á þingmenn að taka frumkvæðið, setja börn í fyrsta sætið og í þungamiðju þjónustu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html
Heimildir (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html (2) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html (3) https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/umfjollun-um-barnasattmalann (4) https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id= 76745&fbclid=IwAR2Y66yv3cSSO4lneaQ0fd7bPZ44q52Xd8d9yvWrZqAOyujcD8s014tg_Lk (7) https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun