Hvað gerum við nú? Finnur Ricart Andrason skrifar 7. júní 2021 08:31 Pælingar eftir áhorf Apausalypse Hvað segjum við, hvað gerum við, nú þegar faraldurinn tekur að lægja? Við höfum lært að líta inn á við, að takast á við einmanaleika og innilokun. Við höfum uppgötvað á ný hve mikils virði mannleg samskipti, tengsl, ást og umhyggja eru. Nú þegar við stöndum nær brúninni enn nokkru sinni áður, þá má spurja sig: ætlum við að nýta þetta tækifæri og takast á, af alvöru, við þau gríðarstóru vandamál sem liggja frammi fyrir okkur? Eða ætlum við að hrökklast aftur til baka inn í þægindin, inn í ysinn og þysinn? Þetta eru spurningarnar sem vakna við áhorf Apausalypse, leikstýrt af Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnasyni. Ég held að þessi mynd verði mikilvægur gripur, í sagnfræðilegu samhengi, í framtíðinni. Hún nær að fanga það absúrd og abstrakt andrúmsloft sem skapaðist þegar samfélaginu var skellt í lás og þegar hagkerfið var stöðvað. Myndin nær að fanga sjaldgæfan atburð í mannkynssögunni, mögulegan vendipunkt sem gæti hrint af stað stórum samfélagslegum breytingum. Myndin setur heimsfaraldurinn í samhengi við tækifæri sem við höfum fengið til að endurhugsa lifnaðarhætti og forgangsraðanir okkar. Við höfum séð hvað við getum gert í krísuástandi. Nú þurfum við að ákveða hvort við viljum breyta þessari krísu í tækifæri, í verulegan vendipunkt. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig við endurreisum samfélagið okkar og hvort við tökumst á við loftslags vána, og aðrar minni sýnilegar samfélagslegar krísur, af sama krafti og við tókumst á við heimsfaraldurinn. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að nota þetta tækifæri sem faraldurinn hefur veitt okkur til þess að ráðast í breytingar í samfélaginu og endurraða gildum okkar. Við söknuðum snertingar og mannlegra samskipta. Við komumst að því hversu mikið við þurfum á hvert öðru að halda, og okkur þykir jafnvel enn væntar um okkar nánust heldur en áður. Núna þurfum við að framlengja þessa væntumþykju til framtíðarkynslóða sem eru í hættu vegna gjörða okkar og aðgerðarleysis. Ef þú vilt komast að því hvort þú deilir þessari skoðun með mér mæli ég með að þú farir á Apausalypse í Bío Paradís. Höfundur er loftslagsaktívisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Pælingar eftir áhorf Apausalypse Hvað segjum við, hvað gerum við, nú þegar faraldurinn tekur að lægja? Við höfum lært að líta inn á við, að takast á við einmanaleika og innilokun. Við höfum uppgötvað á ný hve mikils virði mannleg samskipti, tengsl, ást og umhyggja eru. Nú þegar við stöndum nær brúninni enn nokkru sinni áður, þá má spurja sig: ætlum við að nýta þetta tækifæri og takast á, af alvöru, við þau gríðarstóru vandamál sem liggja frammi fyrir okkur? Eða ætlum við að hrökklast aftur til baka inn í þægindin, inn í ysinn og þysinn? Þetta eru spurningarnar sem vakna við áhorf Apausalypse, leikstýrt af Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnasyni. Ég held að þessi mynd verði mikilvægur gripur, í sagnfræðilegu samhengi, í framtíðinni. Hún nær að fanga það absúrd og abstrakt andrúmsloft sem skapaðist þegar samfélaginu var skellt í lás og þegar hagkerfið var stöðvað. Myndin nær að fanga sjaldgæfan atburð í mannkynssögunni, mögulegan vendipunkt sem gæti hrint af stað stórum samfélagslegum breytingum. Myndin setur heimsfaraldurinn í samhengi við tækifæri sem við höfum fengið til að endurhugsa lifnaðarhætti og forgangsraðanir okkar. Við höfum séð hvað við getum gert í krísuástandi. Nú þurfum við að ákveða hvort við viljum breyta þessari krísu í tækifæri, í verulegan vendipunkt. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig við endurreisum samfélagið okkar og hvort við tökumst á við loftslags vána, og aðrar minni sýnilegar samfélagslegar krísur, af sama krafti og við tókumst á við heimsfaraldurinn. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að nota þetta tækifæri sem faraldurinn hefur veitt okkur til þess að ráðast í breytingar í samfélaginu og endurraða gildum okkar. Við söknuðum snertingar og mannlegra samskipta. Við komumst að því hversu mikið við þurfum á hvert öðru að halda, og okkur þykir jafnvel enn væntar um okkar nánust heldur en áður. Núna þurfum við að framlengja þessa væntumþykju til framtíðarkynslóða sem eru í hættu vegna gjörða okkar og aðgerðarleysis. Ef þú vilt komast að því hvort þú deilir þessari skoðun með mér mæli ég með að þú farir á Apausalypse í Bío Paradís. Höfundur er loftslagsaktívisti.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar