Hindrar ÁTVR frjálsa samkeppni í áfengissölu eða verndar? Jón Páll Haraldsson skrifar 6. júní 2021 14:02 Árið 2001 lögðu sjálfstæðismenn fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að léttvín og bjór yrðu leyfileg í almennri sölu og aðeins sterkt vín yrðir selt í ÁTVR. Þegar ég ræddi þetta eitt sinn við einn af frummælendum frumvarpsins þar sem ég nefndi við hann að þetta gæti aldrei gengið upp, því það væri ekki hægt að reka ÁTVR með tekjur eingöngu með sterkvínssölu. Viðkomandi leit þá á mig og svaraði: „so“. Það var því greinilega vitað að ef þetta frumvarp yrði samþykkt, þá kæmi sterka vínið á eftir, þar sem ekki væri hægt að reka ÁTVR bara á sterkvínssölu. Það átti sem sagt að blekkja fólk til að koma allri áfengissölu í frjálsa sölu. Nýlegt frumvarp dómsmálaráðherra sem var að vísu dregið til baka hafði líka þann keim að það ætti að reyna að plata almenning til að halda að þetta væri sakleysislegt frumvarp og því ætlað að auka jafnrétti, en sem betur fer tóku þingmenn eftir því að þetta var ekki svo einfalt. Ef frumvarpið hefði náð fram að ganga, hefðu matvöruverslanir farið að selja áfengi með matvörupöntunum á netinu. Enn lifir þó frumvarp um að smærri „brugghús“ muni geta selt sínar vörur í smásölu og gæti það frumvarp verið samþykkt á Alþingi, en þetta frumvarp er svolítið vanhugsað, eða kannski ekki? Afleiðingin verður að barir sem verða með svokallað „microbrewery“, það er, barir/veitingastaðir sem framleiða sinn eigin bjór, munu geta selt sína framleiðslu í smásölu út frá staðnum. Þetta mun skapa mismunun á milli bara / veitingastaða, þar sem fólk mun geta keypt 6-pack á einum bar og tekið með heim, en ekki af þeim næsta sem ekki framleiðir sinn eigin bjór Er virkilega skortur á samkeppni á áfengismarkaðnum? Hvað er ÁTVR? Ég hef það á tilfinningunni að ansi margir geri sér ekki í raun grein fyrir því hvað ÁTVR býður upp á í vöru og þjónustu. Ég hef lesið athugasemdir þeirra sem vilja að ÁTVR verði lagt niður að ÁTVR sé að „troða sínum vörum á þjóðina og að úrval og þjónusta verði margfalt meiri ef sala verði gefin frjáls“. ÁTVR rekur í dag 51 verslun á landinu. Úrval í þessum verslunum er mismunandi mikið eftir stærð verslana. Í ÁTVR starfar stór hópur vínsérfræðinga, einstaklingar sem hafa í fyrir eigin áhuga og þjálfun á vegum ÁTVR safnað mikilli þekkingu um vín, bjór og sterkt áfengi. Þetta fólk er til ráðgjafar og aðstoðar við viðskiptavini ÁTVR. Margir halda að ÁTVR velji þau vín sem í boði er, en það er aðeins í tilfellum mjög sjaldgæfra vína sem þau hjá ÁTVR telja að þurfi að vera í boði í vínbúðum, þrátt fyrir að eftirspurn sé mjög takmörkuð. Annað áfengi er fáanlegt miðað við tilboð frá Íslenskum birgjum og eftirspurn viðskiptavina ÁTVR. Öllum sem hafa leyfi til að flytja inn eða framleiða áfengi á Íslandi er leyfilegt að bjóða sínar vörur til sölu í ÁTVR. Bjóði framleiðandi eða innflytjandi sína vöru til sölu hjá ÁTVR, fær vara 12 mánuði til að sanna sig, þar sem varan verður fáanleg í 4 til 7 verslunum og ef eftirspurn er nægileg mikil, er varan flutt í svokallaða kjarnasölu. Fyrsta árið í kjarnasölu er varan vernduð gegn því að þurfa að hætta í sölu, þrátt fyrir að eftirspurn sé lítil, en eftir því sem vara verðu vinsælli, því fleiri búðir munu bjóða upp á hana. Í eðli sínu, ætti þetta að vera hið fullkomna kerfi, þar sem viðskiptavinir ÁTVR ákveða í raun hvað fæst í vínbúðunum og einnig í hversu mörgum búðum varan fæst. Því miður virðast nokkrar heildsölur misnota þetta góða kerfi. En það er ekki kerfinu að kenna, heldur þeim sem vilja misnota það. Í dag starfar ÁTVR með 126 Íslenskum birgjum og eða Íslenskum framleiðendum. • Vörur eru frá 62 löndum • Vín frá 23 löndum • 100 tegundir af bjór eru í reynslusölu, 223 tegundir í kjarnasölu og 246 í sérflokki, samtals 569 tegundir af bjór • 523 tegundir af víni er í reynslu, 540 í kjarna og 566 í sérflokki. Samtals 1.629 tegundir af víni • 131 tegund af sterku víni er í reynslusölu, 235 í kjarna og 266 í sérflokki. Samtals 632 tegundir af sterku áfengi. Allar þessar vörur er hægt að frá afgreiddar frá hvaða vínbúð sem viðskiptavinir ÁTVR óska sér Í viðbót við ofangreinda 126 Íslenska birgja ÁTVR, eru á fjórða hundrað veitingastaðir sem hafa áfengissöluleyfi og þar með leyfi til að flytja inn vín og endurselja á sinum veitingastöðum, til annara veitingastaða eða til ÁTVR. Nú er nýr aðili kominn á markaðinn sem fullyrðir að hann sé búinn að finna leið til að selja á löglegan hátt áfengi í smásölu og þar með bjóðist Íslendingum að kaupa vín án 18% álagningar ÁTVR. Þessi aðili sem virðist samkvæmt Facebook síðu sinni mjög vel tengdur Dómsmálaráðherra og öðrum Sjálfstæðismönnum gefur þar með til kynnar að hans vörur séu ódýrari en sambærilegar vörur í ÁTVR. Þegar ég gerði samanburð á verðum á vefsíðunni sante.is og sambærilegum vörum í ÁTVR, reyndist aðeins eitt Cotes de Rhone vín vera ódýrara hjá sante.is. Þetta á við hvítvín rauðvín og rósavín. Það vakti einnig mikla athygli hjá mér að þegar ég var saman verð á kampavíninu Drappier, þá eru verð hjá sente.is nánast það sama og í ÁTVR. Bæði Sante.is og sá sem selur Drappier kampavínið til ÁTVR kaup kampavínið frá framleiðandanum, þannig að ætla mætti miðað við yfirlýsingar eiganda Sante.is Arnars Sigurðssonar, þá ætti Drappier að vera því sem samsvarar álagningu ÁTVR (18%) ódýrara hjá Sante.is, en það er það ekki . Arnar, nefndi sérstaklega sem dæmi um sparnað verð á bjór. Bjórinn Stella í 33cl flöskum þar sem hann hélt því fram að Stellan væri 100 kr ódýrari hjá honum. Honum láðist þó að segja að bjórinn sem hann býður til sölu er 4,6% en ekki 5% eins og Stella sem fæst í ÁTVR. Allt bendir til að sante.is sé ekki innflytjandinn á Stella bjórnum, heldur sér hann keyptur í Costco af lager sem er ætlaður sem heildsölulager fyrir veitingastaði. Ef svo er, þá er hann væntanlega að kaupa bjórinn inn á 218,75 kr án VSK og síðan endurselur hann bjórinn í smásölu á 288 kr. Ég bar einnig saman verð hjá sante.is við netverslanir í Evrópu og reyndust verð vera í langflestum tilfellum dýrar á sante.is, þrátt fyrir að 20% VSK sé innifalinn í Frönskum verðum. Einnig vakti kvittun sem aðili sem ég þekki, fékk þegar bjór var keyptur hjá sante.is að kennitala seljanda var ekki á nótunni og þar með ekki hægt að sjá hver raunverulegur seljandi er. Nafn sante.is eða SanteWines SAS er vissulega á nótunni, en ekki Íslensk kennitala eins og væntanlega á að vera. Þetta fær mig líka til að spyrja hvernig erlent fyrirtæki geti rukkað Íslenskan VSK og hver gerir skil á honum? Því VSK er tilgreindur sem hluti af endanlegu verði vörunnar. Það hlýtur að vera svo, að ef VSK er innheimtur, sé það Íslenskt fyrirtæki og þar með er Íslenska fyrirtækið í raun seljandi áfengisins. Ýmsir gætu nú spurt af hverju ég sé á móti frelsi í áfengissölu, sem ég er ekki. En ég óttast fákeppni. Ég tel að fákeppni sé í dag einn helsti óvinur Íslenskra neytenda; fákeppni í bönkum, tryggingum, matvörusölurslunum og matvöruframleiðslu. Ég bý í Sviss og ég versla áfengi og matvörur bæði hér í Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Ég er mjög hrifinn að geta verslað t.d. að minnsta kosti 10 mismunandi tegundir af eplum á haustin, hátt í 10 tegundir af kartöflum allt árið í kring þar sem ég get keypt kartöflur miðað við, hvað ég ætla mér að gera við þær. Ég hef sennilega val um 30 mismunandi tegundir af skinku, ekki minna af spæipylsum og ýmsu öðru áleggi. Það eru að vísu landbúnaðarreglur sem koma í veg fyrir þetta breiða úrval af áleggi á Íslandi en ekkert væri því til fyrirstöðu að sama úrval væri til af ávöxtum og grænmeti, en vegna smæðar samfélagsins, reikna innkaupaaðilar þessara vara sennilega ekki með að það sé eftirspurn eftir þetta miklu úrvali. Þessi sömu rök munu koma í veg fyrir að það úrval sem fæst í ÁTVR fengist Íslenskum matvöruverslunum og þess vegna mun úrval minka mjög hratt ef sala verður gefin frjáls. Kannski ekki fyrsta árið, því það munu svo margir keppast við að opna vínbúðir og ætlas sér að græða svo mikið. En á seinna ári þá mun úrval minnka allt að 40% og enn meira á næstu árum. Álagning í smásölu mun líka hækka, því í samkeppni, munu fáir ráða við að vera með þá álagningu sem ÁTVR er með í dag (12% á sterkt og 18% á annað). Gott dæmi um álagningu er að sante.is virðist telja sig þurfa heildsölu og 18% álagningu á sín vín því verðin hjá þeim eru oft hærri en hjá ÁTVR. Ég get líka fullyrt að sú vörubreidd sem ÁTVR býður uppá er hvorki finnanleg í þeim stórmörkuðum né í sérhæfðum vínbúðum sem ég versla í. Ég held í fullri einlægni að orðatiltækið „ENGIN VEIT HVAÐ ÁTT HEFUR FYRR EN MISST HEFUR“ muni sjaldan eða aldrei eiga betur við ef ÁTVR verður lagt niður. Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Árið 2001 lögðu sjálfstæðismenn fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að léttvín og bjór yrðu leyfileg í almennri sölu og aðeins sterkt vín yrðir selt í ÁTVR. Þegar ég ræddi þetta eitt sinn við einn af frummælendum frumvarpsins þar sem ég nefndi við hann að þetta gæti aldrei gengið upp, því það væri ekki hægt að reka ÁTVR með tekjur eingöngu með sterkvínssölu. Viðkomandi leit þá á mig og svaraði: „so“. Það var því greinilega vitað að ef þetta frumvarp yrði samþykkt, þá kæmi sterka vínið á eftir, þar sem ekki væri hægt að reka ÁTVR bara á sterkvínssölu. Það átti sem sagt að blekkja fólk til að koma allri áfengissölu í frjálsa sölu. Nýlegt frumvarp dómsmálaráðherra sem var að vísu dregið til baka hafði líka þann keim að það ætti að reyna að plata almenning til að halda að þetta væri sakleysislegt frumvarp og því ætlað að auka jafnrétti, en sem betur fer tóku þingmenn eftir því að þetta var ekki svo einfalt. Ef frumvarpið hefði náð fram að ganga, hefðu matvöruverslanir farið að selja áfengi með matvörupöntunum á netinu. Enn lifir þó frumvarp um að smærri „brugghús“ muni geta selt sínar vörur í smásölu og gæti það frumvarp verið samþykkt á Alþingi, en þetta frumvarp er svolítið vanhugsað, eða kannski ekki? Afleiðingin verður að barir sem verða með svokallað „microbrewery“, það er, barir/veitingastaðir sem framleiða sinn eigin bjór, munu geta selt sína framleiðslu í smásölu út frá staðnum. Þetta mun skapa mismunun á milli bara / veitingastaða, þar sem fólk mun geta keypt 6-pack á einum bar og tekið með heim, en ekki af þeim næsta sem ekki framleiðir sinn eigin bjór Er virkilega skortur á samkeppni á áfengismarkaðnum? Hvað er ÁTVR? Ég hef það á tilfinningunni að ansi margir geri sér ekki í raun grein fyrir því hvað ÁTVR býður upp á í vöru og þjónustu. Ég hef lesið athugasemdir þeirra sem vilja að ÁTVR verði lagt niður að ÁTVR sé að „troða sínum vörum á þjóðina og að úrval og þjónusta verði margfalt meiri ef sala verði gefin frjáls“. ÁTVR rekur í dag 51 verslun á landinu. Úrval í þessum verslunum er mismunandi mikið eftir stærð verslana. Í ÁTVR starfar stór hópur vínsérfræðinga, einstaklingar sem hafa í fyrir eigin áhuga og þjálfun á vegum ÁTVR safnað mikilli þekkingu um vín, bjór og sterkt áfengi. Þetta fólk er til ráðgjafar og aðstoðar við viðskiptavini ÁTVR. Margir halda að ÁTVR velji þau vín sem í boði er, en það er aðeins í tilfellum mjög sjaldgæfra vína sem þau hjá ÁTVR telja að þurfi að vera í boði í vínbúðum, þrátt fyrir að eftirspurn sé mjög takmörkuð. Annað áfengi er fáanlegt miðað við tilboð frá Íslenskum birgjum og eftirspurn viðskiptavina ÁTVR. Öllum sem hafa leyfi til að flytja inn eða framleiða áfengi á Íslandi er leyfilegt að bjóða sínar vörur til sölu í ÁTVR. Bjóði framleiðandi eða innflytjandi sína vöru til sölu hjá ÁTVR, fær vara 12 mánuði til að sanna sig, þar sem varan verður fáanleg í 4 til 7 verslunum og ef eftirspurn er nægileg mikil, er varan flutt í svokallaða kjarnasölu. Fyrsta árið í kjarnasölu er varan vernduð gegn því að þurfa að hætta í sölu, þrátt fyrir að eftirspurn sé lítil, en eftir því sem vara verðu vinsælli, því fleiri búðir munu bjóða upp á hana. Í eðli sínu, ætti þetta að vera hið fullkomna kerfi, þar sem viðskiptavinir ÁTVR ákveða í raun hvað fæst í vínbúðunum og einnig í hversu mörgum búðum varan fæst. Því miður virðast nokkrar heildsölur misnota þetta góða kerfi. En það er ekki kerfinu að kenna, heldur þeim sem vilja misnota það. Í dag starfar ÁTVR með 126 Íslenskum birgjum og eða Íslenskum framleiðendum. • Vörur eru frá 62 löndum • Vín frá 23 löndum • 100 tegundir af bjór eru í reynslusölu, 223 tegundir í kjarnasölu og 246 í sérflokki, samtals 569 tegundir af bjór • 523 tegundir af víni er í reynslu, 540 í kjarna og 566 í sérflokki. Samtals 1.629 tegundir af víni • 131 tegund af sterku víni er í reynslusölu, 235 í kjarna og 266 í sérflokki. Samtals 632 tegundir af sterku áfengi. Allar þessar vörur er hægt að frá afgreiddar frá hvaða vínbúð sem viðskiptavinir ÁTVR óska sér Í viðbót við ofangreinda 126 Íslenska birgja ÁTVR, eru á fjórða hundrað veitingastaðir sem hafa áfengissöluleyfi og þar með leyfi til að flytja inn vín og endurselja á sinum veitingastöðum, til annara veitingastaða eða til ÁTVR. Nú er nýr aðili kominn á markaðinn sem fullyrðir að hann sé búinn að finna leið til að selja á löglegan hátt áfengi í smásölu og þar með bjóðist Íslendingum að kaupa vín án 18% álagningar ÁTVR. Þessi aðili sem virðist samkvæmt Facebook síðu sinni mjög vel tengdur Dómsmálaráðherra og öðrum Sjálfstæðismönnum gefur þar með til kynnar að hans vörur séu ódýrari en sambærilegar vörur í ÁTVR. Þegar ég gerði samanburð á verðum á vefsíðunni sante.is og sambærilegum vörum í ÁTVR, reyndist aðeins eitt Cotes de Rhone vín vera ódýrara hjá sante.is. Þetta á við hvítvín rauðvín og rósavín. Það vakti einnig mikla athygli hjá mér að þegar ég var saman verð á kampavíninu Drappier, þá eru verð hjá sente.is nánast það sama og í ÁTVR. Bæði Sante.is og sá sem selur Drappier kampavínið til ÁTVR kaup kampavínið frá framleiðandanum, þannig að ætla mætti miðað við yfirlýsingar eiganda Sante.is Arnars Sigurðssonar, þá ætti Drappier að vera því sem samsvarar álagningu ÁTVR (18%) ódýrara hjá Sante.is, en það er það ekki . Arnar, nefndi sérstaklega sem dæmi um sparnað verð á bjór. Bjórinn Stella í 33cl flöskum þar sem hann hélt því fram að Stellan væri 100 kr ódýrari hjá honum. Honum láðist þó að segja að bjórinn sem hann býður til sölu er 4,6% en ekki 5% eins og Stella sem fæst í ÁTVR. Allt bendir til að sante.is sé ekki innflytjandinn á Stella bjórnum, heldur sér hann keyptur í Costco af lager sem er ætlaður sem heildsölulager fyrir veitingastaði. Ef svo er, þá er hann væntanlega að kaupa bjórinn inn á 218,75 kr án VSK og síðan endurselur hann bjórinn í smásölu á 288 kr. Ég bar einnig saman verð hjá sante.is við netverslanir í Evrópu og reyndust verð vera í langflestum tilfellum dýrar á sante.is, þrátt fyrir að 20% VSK sé innifalinn í Frönskum verðum. Einnig vakti kvittun sem aðili sem ég þekki, fékk þegar bjór var keyptur hjá sante.is að kennitala seljanda var ekki á nótunni og þar með ekki hægt að sjá hver raunverulegur seljandi er. Nafn sante.is eða SanteWines SAS er vissulega á nótunni, en ekki Íslensk kennitala eins og væntanlega á að vera. Þetta fær mig líka til að spyrja hvernig erlent fyrirtæki geti rukkað Íslenskan VSK og hver gerir skil á honum? Því VSK er tilgreindur sem hluti af endanlegu verði vörunnar. Það hlýtur að vera svo, að ef VSK er innheimtur, sé það Íslenskt fyrirtæki og þar með er Íslenska fyrirtækið í raun seljandi áfengisins. Ýmsir gætu nú spurt af hverju ég sé á móti frelsi í áfengissölu, sem ég er ekki. En ég óttast fákeppni. Ég tel að fákeppni sé í dag einn helsti óvinur Íslenskra neytenda; fákeppni í bönkum, tryggingum, matvörusölurslunum og matvöruframleiðslu. Ég bý í Sviss og ég versla áfengi og matvörur bæði hér í Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Ég er mjög hrifinn að geta verslað t.d. að minnsta kosti 10 mismunandi tegundir af eplum á haustin, hátt í 10 tegundir af kartöflum allt árið í kring þar sem ég get keypt kartöflur miðað við, hvað ég ætla mér að gera við þær. Ég hef sennilega val um 30 mismunandi tegundir af skinku, ekki minna af spæipylsum og ýmsu öðru áleggi. Það eru að vísu landbúnaðarreglur sem koma í veg fyrir þetta breiða úrval af áleggi á Íslandi en ekkert væri því til fyrirstöðu að sama úrval væri til af ávöxtum og grænmeti, en vegna smæðar samfélagsins, reikna innkaupaaðilar þessara vara sennilega ekki með að það sé eftirspurn eftir þetta miklu úrvali. Þessi sömu rök munu koma í veg fyrir að það úrval sem fæst í ÁTVR fengist Íslenskum matvöruverslunum og þess vegna mun úrval minka mjög hratt ef sala verður gefin frjáls. Kannski ekki fyrsta árið, því það munu svo margir keppast við að opna vínbúðir og ætlas sér að græða svo mikið. En á seinna ári þá mun úrval minnka allt að 40% og enn meira á næstu árum. Álagning í smásölu mun líka hækka, því í samkeppni, munu fáir ráða við að vera með þá álagningu sem ÁTVR er með í dag (12% á sterkt og 18% á annað). Gott dæmi um álagningu er að sante.is virðist telja sig þurfa heildsölu og 18% álagningu á sín vín því verðin hjá þeim eru oft hærri en hjá ÁTVR. Ég get líka fullyrt að sú vörubreidd sem ÁTVR býður uppá er hvorki finnanleg í þeim stórmörkuðum né í sérhæfðum vínbúðum sem ég versla í. Ég held í fullri einlægni að orðatiltækið „ENGIN VEIT HVAÐ ÁTT HEFUR FYRR EN MISST HEFUR“ muni sjaldan eða aldrei eiga betur við ef ÁTVR verður lagt niður. Höfundur er vínáhugamaður.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun