Hálfur álfur í Hellisgerði á sjómannadaginn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júní 2021 12:01 Álfar taka yfir Hellisgerði á sunnudag. Landsmenn bíða margir spenntir eftir hátíðahöldum sumarsins eftir langan og óvenjulegan vetur. Það eru þó ekki eingöngu mennskir Íslendingar sem hlakka til að sletta úr klaufunum, sjálfir álfarnir í Hellisgerði í Hafnarfirði virðast hafa fengið nóg af slökun og bjóða því til mikillar gleði í garðinum á sunnudaginn. „Vinirnir Þorri og Þura elska veislur enda finnst þeim fátt skemmtilegra en að syngja og skemmta á sviði,“ segir barnabókahöfundurinn Bergrún Íris sem þekkir álfana orðið vel. „Þau eru fyrstu álfarnir sem ég kynnist persónulega og þau hafa alls ekki valdið vonbrigðum, enda með eindæmum kát og hress. Ég var svo heppin að fá að teikna myndir í bókina Þorri og Þura - tjaldferðalagið, en bókinni fylgir tónlist, myndir til að lita og meira að segja spil fyrir sumarfríið! Þessir álfar kunna greinilega að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að barnabókum,“ segir Bergrún og hlær. „Þorri er að vísu hálfur álfur, eins og segir í samnefndum slagara þeirra vina.“ Álfar á vappi Nóg verður um spennandi viðburði í Hafnarfirði þennan dag, enda fagna bæjarbúar Sjómannadeginum gjarnan með þó nokkurri viðhöfn. „Jú, það verður auðvitað dagskrá á höfninni, opið í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem hægt er að skoða vinnustofur listamanna og fleira skemmtilegt í boði. Bærinn minn klikkar ekki þegar kemur að menningartengdum viðburðum,“ segir Bergrún Íris, stolt af heimabænum. Sjálf var hún valin bæjarlistamaður ársins 2020 og kann hvergi betur við sig. Bergrún Íris barnabókahöfundur teiknaði Þorra og Þuru fyrir bókina Tjaldferðalagið. „Hvar annars staðar en í Hafnarfirði finnurðu einn og hálfan álf á vappi? Þau Þorri og Þura eru komin í mikinn veislugír, byrjuð að hita upp raddböndin og stilla strengina. Mér skilst að afi hans Þorra muni líka láta sjá sig í tilefni dagsins, en hann er einmitt sjómað … sjóálfur.“ segir Bergrún og leiðréttir sig hlæjandi. Viðburðurinn hefst klukkan 14 með skemmtiatriði í boði Þorra og Þuru. „Svo verður blöðrulistamaður á svæðinu með litrík blöðrudýr fyrir börnin. Ég ætla að tjalda og koma mér fyrir með litina mína. Þá get ég sent glaða krakka heim með persónulegar teikningar í hverri bók. Kannski teikna ég álfaútgáfu af öllum veislugestunum, ef krakkarnir vilja vita hvernig þau líta út sem hálfur álfur.“ segir Bergrún glöð að lokum. Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sjómannadagurinn Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Vinirnir Þorri og Þura elska veislur enda finnst þeim fátt skemmtilegra en að syngja og skemmta á sviði,“ segir barnabókahöfundurinn Bergrún Íris sem þekkir álfana orðið vel. „Þau eru fyrstu álfarnir sem ég kynnist persónulega og þau hafa alls ekki valdið vonbrigðum, enda með eindæmum kát og hress. Ég var svo heppin að fá að teikna myndir í bókina Þorri og Þura - tjaldferðalagið, en bókinni fylgir tónlist, myndir til að lita og meira að segja spil fyrir sumarfríið! Þessir álfar kunna greinilega að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að barnabókum,“ segir Bergrún og hlær. „Þorri er að vísu hálfur álfur, eins og segir í samnefndum slagara þeirra vina.“ Álfar á vappi Nóg verður um spennandi viðburði í Hafnarfirði þennan dag, enda fagna bæjarbúar Sjómannadeginum gjarnan með þó nokkurri viðhöfn. „Jú, það verður auðvitað dagskrá á höfninni, opið í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem hægt er að skoða vinnustofur listamanna og fleira skemmtilegt í boði. Bærinn minn klikkar ekki þegar kemur að menningartengdum viðburðum,“ segir Bergrún Íris, stolt af heimabænum. Sjálf var hún valin bæjarlistamaður ársins 2020 og kann hvergi betur við sig. Bergrún Íris barnabókahöfundur teiknaði Þorra og Þuru fyrir bókina Tjaldferðalagið. „Hvar annars staðar en í Hafnarfirði finnurðu einn og hálfan álf á vappi? Þau Þorri og Þura eru komin í mikinn veislugír, byrjuð að hita upp raddböndin og stilla strengina. Mér skilst að afi hans Þorra muni líka láta sjá sig í tilefni dagsins, en hann er einmitt sjómað … sjóálfur.“ segir Bergrún og leiðréttir sig hlæjandi. Viðburðurinn hefst klukkan 14 með skemmtiatriði í boði Þorra og Þuru. „Svo verður blöðrulistamaður á svæðinu með litrík blöðrudýr fyrir börnin. Ég ætla að tjalda og koma mér fyrir með litina mína. Þá get ég sent glaða krakka heim með persónulegar teikningar í hverri bók. Kannski teikna ég álfaútgáfu af öllum veislugestunum, ef krakkarnir vilja vita hvernig þau líta út sem hálfur álfur.“ segir Bergrún glöð að lokum.
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sjómannadagurinn Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira